Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2016 00:06 Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. vísir/epa Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld en um helgina hafa fjórir fjölmiðlar vestan hafs birt greinar þar sem farið er yfir ósannyndi Trump. Undanfarið hefur Clinton haft forskot á Trump í skoðanakönnunum en talið er að kappræðurnar gætu ráðið úrslitum um hver taki við lyklunum að Hvíta Húsinu. The New York Times reið á vaðið á laugardag með grein sinni A Week of Whoppers. Politico, The Washington Post og The Los Angeles Times birtu svipaðar greinar innan sólarhrings. Ritstjórar miðlanna segja að um tilviljun sé að ræða. Politico greindi öll ummæli Trump og Clinton yfir fimm daga tímabil og sögðu niðurstöðuna vera augljósa. Þeir töldu Trump fara svo frjálslega með staðreyndir að samanburður við Clinton væri nánast hlægilegur. Samkvæmt Politico sagði Trump að meðaltali ósatt með þriggja mínútna og fimmtán sekúndna millibili. Clinton sagði ósatt með tólf mínútna millibili. Alls töldu miðlarnir 87 rangfærslur, ýkjur eða ósannyndi frá Trump og átta frá Clinton. The New York Times taldi 31 „haugalygar“ og sagðist hafa sleppt tugum ummæla. Allir miðlarnir fjórir töldu mun á þeim rangfærslum sem Clinton fer með í samanburði við Trump. The Washington Post sagði að þó að Clinton hafi átt sinn skerf af athugaverðum ummælum virðist Trump einfaldlega ekki taka mark á staðreyndum. Þá sögðu þeir að Trump reiði sig ítrekað á vafasamar heimildir og órökstuddar fullyrðingar. Framboðsteymi Clinton tók fréttum af ósannindum Trump fagnandi, en þó er ekkert sem bendir til þess að starfsfólk hennar hafi komið við gerð fréttanna. Marty Baron, aðalritstjóri The Washington Post, sagði tímasetningu fréttanna vera tilviljun og að blaðið samstilli sig ekki við aðra miðla. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld en um helgina hafa fjórir fjölmiðlar vestan hafs birt greinar þar sem farið er yfir ósannyndi Trump. Undanfarið hefur Clinton haft forskot á Trump í skoðanakönnunum en talið er að kappræðurnar gætu ráðið úrslitum um hver taki við lyklunum að Hvíta Húsinu. The New York Times reið á vaðið á laugardag með grein sinni A Week of Whoppers. Politico, The Washington Post og The Los Angeles Times birtu svipaðar greinar innan sólarhrings. Ritstjórar miðlanna segja að um tilviljun sé að ræða. Politico greindi öll ummæli Trump og Clinton yfir fimm daga tímabil og sögðu niðurstöðuna vera augljósa. Þeir töldu Trump fara svo frjálslega með staðreyndir að samanburður við Clinton væri nánast hlægilegur. Samkvæmt Politico sagði Trump að meðaltali ósatt með þriggja mínútna og fimmtán sekúndna millibili. Clinton sagði ósatt með tólf mínútna millibili. Alls töldu miðlarnir 87 rangfærslur, ýkjur eða ósannyndi frá Trump og átta frá Clinton. The New York Times taldi 31 „haugalygar“ og sagðist hafa sleppt tugum ummæla. Allir miðlarnir fjórir töldu mun á þeim rangfærslum sem Clinton fer með í samanburði við Trump. The Washington Post sagði að þó að Clinton hafi átt sinn skerf af athugaverðum ummælum virðist Trump einfaldlega ekki taka mark á staðreyndum. Þá sögðu þeir að Trump reiði sig ítrekað á vafasamar heimildir og órökstuddar fullyrðingar. Framboðsteymi Clinton tók fréttum af ósannindum Trump fagnandi, en þó er ekkert sem bendir til þess að starfsfólk hennar hafi komið við gerð fréttanna. Marty Baron, aðalritstjóri The Washington Post, sagði tímasetningu fréttanna vera tilviljun og að blaðið samstilli sig ekki við aðra miðla.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49
Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00
Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00