Hreiðar Már á að hafa stefnt fé Kaupþings í hættu þegar einkahlutafélagið hans fékk kúlulán upp á hálfan milljarð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2016 14:21 Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Fréttablaðið/GVA Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu „þegar hann lét bankann veita einkahlutafélaginu Hreiðar Már Sigurðsson [...], sem var í eigu og laut stjórn ákærða, eingreiðslulán að fjárhæð 574.520.995 krónur, án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar bankans fyrir láninu og án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins.“ Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara á hendur Hreiðari Má og Guðnýju Örnu Sigurðardóttur fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings sem Vísir hefur undir höndum. Hreiðar Már er ákærður fyrir umboðs-og innherjasvik en Guðný er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum hans.Keypti hlutabréfin á 303 krónur á hlut en seldi þau á 704 krónur á hlut Samkvæmt ákæru var kúlulánið sem einkahlutafélag Hreiðars Más fékk þann 6. ágúst 2008 notað til að kaupa af honum sjálfum hlutabréf sem hann hafði keypt sama dag samkvæmt kauprétti á 303 krónur á hlut, eða fyrir samtals 246.036.000 krónur. Einkahlutafélagið keypti bréfin hins vegar á 704 krónur á hlut, samtals rúmlega hálfan milljarð sem er sama upphæð og kúlulánið nam. Mismunurinn, eða 324 milljónir króna, runnu síðan inn á bankareikning Hreiðars Más þann 19. ágúst 2008 „og stóð ákærða eftir það til frjálsrar ráðstöfunar,“ eins og segir í ákæru. Kúlulánið var á eindaga þann 11. ágúst 2011 en einkahlutafélag Hreiðars var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl sama ár. Arion banki var þá orðinn kröfuhafi lánsins og lýsti kröfu upp á rúmar 800 milljónir með áföllum vöxtum og kostnaði. Upp í kröfuna fengust hins vegar aðeins 1,6 milljónir. Skiptum á búinu lauk í janúar 2014 og var það afskráð þann 30. janúar það ár. Í ákæru héraðssaksóknara segir að eftirstöðvar lánsins megist „telja að fullu glataðar.“ Að mati ákæruvaldsins er hér um að ræða umboðssvik og er Guðný Arna ákærð fyrir hlutdeild í þeim „með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram, einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008,“ vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi.Niðurstöðu Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmálinu að vænta á næstunni Í þeim hluta ákærunnar sem snýr að innherjasvikunum er Hreiðar ákærður fyrir að hafa selt hlutabréfin til einkahlutafélagsins fyrir rúman hálfan milljarð „þrátt fyrir að hafa þá búði yfir innherjaupplýsingum um Kaupþing bnaka hf. sem hann varð áskynja í starfi sínu sem forstjóri þess banka og lutu að því að skráð markaðsverð hlutabréfa í bankanum gaf á þessum tíma ranga mynd af verðmæti þeirra og hærri en efni stóðu til, vegna langvarandi og stórfelldrar markaðsmisnotkunar með hlutabréf í bankanum sem þá hafði staðið yfir að minnsta kosti frá nóvember 2007 og ákærði átti þátt í.“ Í ákærunni er vísað í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en þá var Hreiðar Már sakfelldur fyrir að hafa tekið þátt í stórfelldri markaðsmisnotkun bankans með bréf í sjálfum sér. Búist er við dómi Hæstaréttar í því máli á næstunni en verði Hreiðar sýknaður þar mun sá hluti ákærunnar sem rakin er hér að ofan og snýr að innherjasvikum falla niður. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð. 27. september 2016 12:50 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu „þegar hann lét bankann veita einkahlutafélaginu Hreiðar Már Sigurðsson [...], sem var í eigu og laut stjórn ákærða, eingreiðslulán að fjárhæð 574.520.995 krónur, án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar bankans fyrir láninu og án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins.“ Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara á hendur Hreiðari Má og Guðnýju Örnu Sigurðardóttur fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings sem Vísir hefur undir höndum. Hreiðar Már er ákærður fyrir umboðs-og innherjasvik en Guðný er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum hans.Keypti hlutabréfin á 303 krónur á hlut en seldi þau á 704 krónur á hlut Samkvæmt ákæru var kúlulánið sem einkahlutafélag Hreiðars Más fékk þann 6. ágúst 2008 notað til að kaupa af honum sjálfum hlutabréf sem hann hafði keypt sama dag samkvæmt kauprétti á 303 krónur á hlut, eða fyrir samtals 246.036.000 krónur. Einkahlutafélagið keypti bréfin hins vegar á 704 krónur á hlut, samtals rúmlega hálfan milljarð sem er sama upphæð og kúlulánið nam. Mismunurinn, eða 324 milljónir króna, runnu síðan inn á bankareikning Hreiðars Más þann 19. ágúst 2008 „og stóð ákærða eftir það til frjálsrar ráðstöfunar,“ eins og segir í ákæru. Kúlulánið var á eindaga þann 11. ágúst 2011 en einkahlutafélag Hreiðars var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl sama ár. Arion banki var þá orðinn kröfuhafi lánsins og lýsti kröfu upp á rúmar 800 milljónir með áföllum vöxtum og kostnaði. Upp í kröfuna fengust hins vegar aðeins 1,6 milljónir. Skiptum á búinu lauk í janúar 2014 og var það afskráð þann 30. janúar það ár. Í ákæru héraðssaksóknara segir að eftirstöðvar lánsins megist „telja að fullu glataðar.“ Að mati ákæruvaldsins er hér um að ræða umboðssvik og er Guðný Arna ákærð fyrir hlutdeild í þeim „með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram, einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008,“ vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi.Niðurstöðu Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmálinu að vænta á næstunni Í þeim hluta ákærunnar sem snýr að innherjasvikunum er Hreiðar ákærður fyrir að hafa selt hlutabréfin til einkahlutafélagsins fyrir rúman hálfan milljarð „þrátt fyrir að hafa þá búði yfir innherjaupplýsingum um Kaupþing bnaka hf. sem hann varð áskynja í starfi sínu sem forstjóri þess banka og lutu að því að skráð markaðsverð hlutabréfa í bankanum gaf á þessum tíma ranga mynd af verðmæti þeirra og hærri en efni stóðu til, vegna langvarandi og stórfelldrar markaðsmisnotkunar með hlutabréf í bankanum sem þá hafði staðið yfir að minnsta kosti frá nóvember 2007 og ákærði átti þátt í.“ Í ákærunni er vísað í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en þá var Hreiðar Már sakfelldur fyrir að hafa tekið þátt í stórfelldri markaðsmisnotkun bankans með bréf í sjálfum sér. Búist er við dómi Hæstaréttar í því máli á næstunni en verði Hreiðar sýknaður þar mun sá hluti ákærunnar sem rakin er hér að ofan og snýr að innherjasvikum falla niður.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð. 27. september 2016 12:50 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð. 27. september 2016 12:50