Clinton hafði betur í átakalitlum kappræðum Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. september 2016 07:00 Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Hillary Clinton í fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra af þremur. Nordicphotos/AFP Hillary Clinton fór nokkuð létt með að stilla Donald Trump upp við vegg í fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra í fyrrinótt. Hún virkaði róleg og yfirveguð en hann átti oft í vandræðum með að verjast gagnrýni hennar. Talið er að allt að hundrað milljónir manna, nærri þriðjungur bandarísku þjóðarinnar, hafi fylgst með kappræðunum í beinni sjónvarpsútsendingu. Fyrstu skoðanakannanir sýna að flestum hafi þótt Clinton standa sig betur. Í könnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN sögðust til dæmis 62 prósent áhorfenda telja Clinton hafa haft vinninginn en 27 prósentum fannst Trump hafa staðið sig betur. Á yfirborðinu voru kappræðurnar reyndar frekar átakalitlar. Samkvæmt talningu fréttavefsins Vox greip Trump þó 51 sinni fram í fyrir Clinton, en hún greip 17 sinnum fram í fyrir honum. Trump missti út úr sér ýmsar yfirlýsingar, sem Clinton getur hæglega notað gegn honum það sem eftir lifir kosningabaráttunnar. Meðal annars stærði hann sig af því að hafa grætt á efnahagshruninu og sagði það klókindamerki að hafa komið sér undan því að greiða skatta. Undanfarið hafa skoðanakannanir sýnt vaxandi fylgi Trumps en dvínandi fylgi Clinton. Munurinn á fylgi þeirra er orðinn harla lítill, en kappræðurnar í fyrrinótt þykja líklegar til að draga Trump eitthvað niður. Að minnsta kosti í bili. Skattskýrslur og tölvupóstarTalið barst meðal annars að skattskýrslum Trumps, sem hann hefur enn ekki viljað birta opinberlega. Trump: „Ég mun birta skattskýrslurnar mínar, þvert gegn ráðleggingum lögfræðinga minna, þegar hún birtir tölvupóstana sína 33 þúsund sem hafa verið þurrkaðir út. Um leið og hún birtir þá, þá mun ég birta mitt.“ Clinton: „Ég gerði mistök með því að nota einkapóst, og ef ég þyrfti að gera það aftur þá myndi ég, augljóslega, fara öðru vísi að. En ég ætla ekkert að koma með neinar afsakanir. Þetta voru mistök og ég ber ábyrgð á þeim.“ Hún spurði hins vegar á móti hvers vegna hann hafi ekki viljað birta skattframtöl sín. Allir forsetaframbjóðendur hafi gert það áratugum saman. Hún nefndi fjórar hugsanlegar skýringar: „Í fyrsta lagi er hann kannski ekki jafn ríkur og hann segist vera. Í öðru lagi er hann ef til vill ekki jafn örlátur gagnvart góðgerðarstarfsemi og hann vill vera láta. Og í þriðja lagi þá þekkjum við ekki öll hans viðskipti en okkur hefur verið sagt af rannsóknarblaðamönnum að hann skuldi fjármálafyrirtækjum á Wall Street og erlendum bönkum um 650 milljónir dala. Eða kannski vill hann ekki að bandaríska þjóðin viti að hann hefur ekki greitt neitt í skatta til alríkisins.“ Þetta síðasta sagði hann hins vegar bara sýna hve klár hann sé. Clinton minntist einnig á að Trump hefði tekið stöðu með húsnæðiskreppunni í Bandaríkjunum. Árið 2006 hefði hann sagst vona að húsnæðismarkaðurinn hryndi, því þá gæti hann keypt sér eignir og grætt á því. „Þetta kallast reyndar viðskipti,“ sagði hann þá.KynþáttafordómarTrump var spurður út í það af hverju hann hafi árum saman haldið því fram að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi ekki verið fæddur í Bandaríkjunum. Það hafi ekki verið fyrr en nú á síðustu vikum sem Trump hafi fallist á það. Trump svaraði því til að hann hefði reynt ákaft að fá Obama til þess að birta fæðingarvottorð sitt opinberlega. Loks hefði það tekist. Hann gerði því jafnframt skóna að það hefði verið Clinton sjálf, eða samstarfsfólk hennar, sem hefði komið þessum orðrómi á kreik í kosningabaráttunni fyrir átta árum þegar hún keppti við Obama um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Clinton sagði hann ekki geta snúið sig út úr þessu með svona auðveldum hætti: „Hann hóf stjórnmálaþátttöku sína á grunni þessarar kynþáttahaturslygar um að fyrsti svarti forsetinn okkar sé ekki bandarískur ríkisborgari. Það var nákvæmlega enginn fótur fyrir henni.“ Hún hélt því fram að kynþáttahyggja hafi raunar einkennt allan feril Trumps. Strax árið 1973 hafi hann verið ákærður fyrir að neita að leigja þeldökku fólki íbúðir sem hann átti.KvenfyrirlitningHolt spurði Trump hvað hann hafi meint þegar hann sagði fyrir stuttu að Clinton hefði ekki „forsetalegt útlit“. Trump sagðist hafa sagt að hún hefði ekki úthald í embættið. Hún þurfi að geta gert viðskiptasamninga, til dæmis við Japan og Sádi-Arabíu: „Það er svo margt sem þú þarft að geta gert, og ég held að hún hafi ekki úthald í það.“ Clinton svaraði: „Ja, þegar hann ferðast til 112 landa og gerir friðarsamning, vopnahléssamning, samning um að stjórnarandstæðingar verði látnir lausir, um að opna ný tækifæri í löndum víða um heim, eða situr jafnvel í ellefu klukkustundir í yfirheyrslum hjá þingnefnd, þá getur hann farið að tala við mig um úthald.“ Hún hélt svo áfram: „Sjáðu nú til, hann reyndi að snúa umræðunni frá útlitinu yfir í úthaldið. En þetta er maður sem hefur kallað konur svín, subbur og hunda, sem sagði að meðganga væri til óþæginda fyrir atvinnurekendur, að konur eigi ekki að fá sömu laun og karlar nema þær standi sig jafn vel og þeir.“ Hann neitaði því að hafa nokkru sinni sagt þetta síðasta. Clinton tók svo dæmi af konu sem sigraði í fegurðarsamkeppni. „Hann kallaði hana Ungfrú Svínku, hann kallaði hana Ungfrú heimilishald vegna þess að hún er af rómönskum uppruna.“ Hins vegar eigi hún sér nafn, heiti Alicia Machado, sé nú komin með bandarískan ríkisborgararétt og ætli sér svo sannarlega að taka þátt í kosningunum í nóvember.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hillary Clinton fór nokkuð létt með að stilla Donald Trump upp við vegg í fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra í fyrrinótt. Hún virkaði róleg og yfirveguð en hann átti oft í vandræðum með að verjast gagnrýni hennar. Talið er að allt að hundrað milljónir manna, nærri þriðjungur bandarísku þjóðarinnar, hafi fylgst með kappræðunum í beinni sjónvarpsútsendingu. Fyrstu skoðanakannanir sýna að flestum hafi þótt Clinton standa sig betur. Í könnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN sögðust til dæmis 62 prósent áhorfenda telja Clinton hafa haft vinninginn en 27 prósentum fannst Trump hafa staðið sig betur. Á yfirborðinu voru kappræðurnar reyndar frekar átakalitlar. Samkvæmt talningu fréttavefsins Vox greip Trump þó 51 sinni fram í fyrir Clinton, en hún greip 17 sinnum fram í fyrir honum. Trump missti út úr sér ýmsar yfirlýsingar, sem Clinton getur hæglega notað gegn honum það sem eftir lifir kosningabaráttunnar. Meðal annars stærði hann sig af því að hafa grætt á efnahagshruninu og sagði það klókindamerki að hafa komið sér undan því að greiða skatta. Undanfarið hafa skoðanakannanir sýnt vaxandi fylgi Trumps en dvínandi fylgi Clinton. Munurinn á fylgi þeirra er orðinn harla lítill, en kappræðurnar í fyrrinótt þykja líklegar til að draga Trump eitthvað niður. Að minnsta kosti í bili. Skattskýrslur og tölvupóstarTalið barst meðal annars að skattskýrslum Trumps, sem hann hefur enn ekki viljað birta opinberlega. Trump: „Ég mun birta skattskýrslurnar mínar, þvert gegn ráðleggingum lögfræðinga minna, þegar hún birtir tölvupóstana sína 33 þúsund sem hafa verið þurrkaðir út. Um leið og hún birtir þá, þá mun ég birta mitt.“ Clinton: „Ég gerði mistök með því að nota einkapóst, og ef ég þyrfti að gera það aftur þá myndi ég, augljóslega, fara öðru vísi að. En ég ætla ekkert að koma með neinar afsakanir. Þetta voru mistök og ég ber ábyrgð á þeim.“ Hún spurði hins vegar á móti hvers vegna hann hafi ekki viljað birta skattframtöl sín. Allir forsetaframbjóðendur hafi gert það áratugum saman. Hún nefndi fjórar hugsanlegar skýringar: „Í fyrsta lagi er hann kannski ekki jafn ríkur og hann segist vera. Í öðru lagi er hann ef til vill ekki jafn örlátur gagnvart góðgerðarstarfsemi og hann vill vera láta. Og í þriðja lagi þá þekkjum við ekki öll hans viðskipti en okkur hefur verið sagt af rannsóknarblaðamönnum að hann skuldi fjármálafyrirtækjum á Wall Street og erlendum bönkum um 650 milljónir dala. Eða kannski vill hann ekki að bandaríska þjóðin viti að hann hefur ekki greitt neitt í skatta til alríkisins.“ Þetta síðasta sagði hann hins vegar bara sýna hve klár hann sé. Clinton minntist einnig á að Trump hefði tekið stöðu með húsnæðiskreppunni í Bandaríkjunum. Árið 2006 hefði hann sagst vona að húsnæðismarkaðurinn hryndi, því þá gæti hann keypt sér eignir og grætt á því. „Þetta kallast reyndar viðskipti,“ sagði hann þá.KynþáttafordómarTrump var spurður út í það af hverju hann hafi árum saman haldið því fram að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi ekki verið fæddur í Bandaríkjunum. Það hafi ekki verið fyrr en nú á síðustu vikum sem Trump hafi fallist á það. Trump svaraði því til að hann hefði reynt ákaft að fá Obama til þess að birta fæðingarvottorð sitt opinberlega. Loks hefði það tekist. Hann gerði því jafnframt skóna að það hefði verið Clinton sjálf, eða samstarfsfólk hennar, sem hefði komið þessum orðrómi á kreik í kosningabaráttunni fyrir átta árum þegar hún keppti við Obama um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Clinton sagði hann ekki geta snúið sig út úr þessu með svona auðveldum hætti: „Hann hóf stjórnmálaþátttöku sína á grunni þessarar kynþáttahaturslygar um að fyrsti svarti forsetinn okkar sé ekki bandarískur ríkisborgari. Það var nákvæmlega enginn fótur fyrir henni.“ Hún hélt því fram að kynþáttahyggja hafi raunar einkennt allan feril Trumps. Strax árið 1973 hafi hann verið ákærður fyrir að neita að leigja þeldökku fólki íbúðir sem hann átti.KvenfyrirlitningHolt spurði Trump hvað hann hafi meint þegar hann sagði fyrir stuttu að Clinton hefði ekki „forsetalegt útlit“. Trump sagðist hafa sagt að hún hefði ekki úthald í embættið. Hún þurfi að geta gert viðskiptasamninga, til dæmis við Japan og Sádi-Arabíu: „Það er svo margt sem þú þarft að geta gert, og ég held að hún hafi ekki úthald í það.“ Clinton svaraði: „Ja, þegar hann ferðast til 112 landa og gerir friðarsamning, vopnahléssamning, samning um að stjórnarandstæðingar verði látnir lausir, um að opna ný tækifæri í löndum víða um heim, eða situr jafnvel í ellefu klukkustundir í yfirheyrslum hjá þingnefnd, þá getur hann farið að tala við mig um úthald.“ Hún hélt svo áfram: „Sjáðu nú til, hann reyndi að snúa umræðunni frá útlitinu yfir í úthaldið. En þetta er maður sem hefur kallað konur svín, subbur og hunda, sem sagði að meðganga væri til óþæginda fyrir atvinnurekendur, að konur eigi ekki að fá sömu laun og karlar nema þær standi sig jafn vel og þeir.“ Hann neitaði því að hafa nokkru sinni sagt þetta síðasta. Clinton tók svo dæmi af konu sem sigraði í fegurðarsamkeppni. „Hann kallaði hana Ungfrú Svínku, hann kallaði hana Ungfrú heimilishald vegna þess að hún er af rómönskum uppruna.“ Hins vegar eigi hún sér nafn, heiti Alicia Machado, sé nú komin með bandarískan ríkisborgararétt og ætli sér svo sannarlega að taka þátt í kosningunum í nóvember.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira