Segir Sigurð Inga hafa fengið reiðilestur frá Sigmundi Davíð á miðstjórnarfundi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 11. september 2016 12:00 Sigurður Ingi tekur við lyklunum að forsætisráðuneytinu frá Sigmundi Davíð í apríl síðastliðnum í kjölfar Panama-lekans. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins lýsti því í ræðu í almennum umræðum á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Akureyri í gær, að hann gæti ekki boðið sig fram til varaformennsku að óbreyttri stjórn flokksins á flokksþingi hans sem ákveðið var í gær að fram færi dagana 1. til 2. október næstkomandi. Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknar segir að Sigurður Ingi hafi fengið yfir sig reiðilestur frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins að ræðunni lokinni. „Allt það sem ég hef verið að benda á í allt sumar var staðfest í ræðu forsætisráðherra og á miðstjórnarfundinum í gær. Sigurður Ingi hélt virkilega góða ræðu og var fagnað mjög að henni lokinni en uppskar því miður reiðilestur frá formanni flokksins,“ segir Höskuldur í samtali við fréttastofu.Telur að Sigurður Ingi eigi dyggan stuðning um land allt Samkvæmt heimildum fréttastofu skoruðu í gær hinir ýmsu Framsóknarmenn, bæði þingmenn og flokksmenn, á Sigurð Inga í formannsframboð. Höskuldur segir hann eiga eiga dyggan stuðning um land allt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að Sigurður Ingi bjóði sig fram til forystu í flokknum. Hann er búinn að lýsa því yfir að hann geti ekki að óbreyttu starfað sem varaformaður, hann fékk til þess margar áskoranir og mér heyrist hann eiga dyggan stuðning um allt land og ég vona að hann láti verða af því fyrr en seinna.“ Höskuldur segist telja að Sigurður Ingi sé best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn í komandi kosningum. „Ég held að það sé eini möguleikinn til þess að Framsóknarflokkurinn nái vopnum sínum, við getum rætt okkar góðu mál og eigum möguleika á að fara í ríkisstjórn.“Hvort vilja Framsóknarmenn ræða góð mál fyrir kosningar eða vera í vörn út af Panama-lekanum? Nokkra athygli vakti að í dagskrá miðstjórnarfundarins var ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra tæki til máls. Sigurður Ingi steig því í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. „Það var einfaldlega til skammar að hann hafi ekki verið á dagskrá á miðstjórnarfundi en því verða einhverjir aðrir að svara en ég.“ Höskuldur segir augljóst að flokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til þess hver sé best til þess fallinn að gegna formennsku fyrir flokkinn. „Það hefur verið í allt sumar, eins og ég hef verið að benda á, mikil óánægja sem er nú komin upp á yfirborðið, þannig að það er staðan í dag. Ég sé framhaldið fyrir mér að flokksmenn verði að gera upp við sig hvernig þeir vilja ganga til kosninga. Hvort að þeir vilji ræða góð mál og málefni eða vera í vörn út af Panama-hneykslinu og þannig er staðan einfaldlega?“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins lýsti því í ræðu í almennum umræðum á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Akureyri í gær, að hann gæti ekki boðið sig fram til varaformennsku að óbreyttri stjórn flokksins á flokksþingi hans sem ákveðið var í gær að fram færi dagana 1. til 2. október næstkomandi. Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknar segir að Sigurður Ingi hafi fengið yfir sig reiðilestur frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins að ræðunni lokinni. „Allt það sem ég hef verið að benda á í allt sumar var staðfest í ræðu forsætisráðherra og á miðstjórnarfundinum í gær. Sigurður Ingi hélt virkilega góða ræðu og var fagnað mjög að henni lokinni en uppskar því miður reiðilestur frá formanni flokksins,“ segir Höskuldur í samtali við fréttastofu.Telur að Sigurður Ingi eigi dyggan stuðning um land allt Samkvæmt heimildum fréttastofu skoruðu í gær hinir ýmsu Framsóknarmenn, bæði þingmenn og flokksmenn, á Sigurð Inga í formannsframboð. Höskuldur segir hann eiga eiga dyggan stuðning um land allt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að Sigurður Ingi bjóði sig fram til forystu í flokknum. Hann er búinn að lýsa því yfir að hann geti ekki að óbreyttu starfað sem varaformaður, hann fékk til þess margar áskoranir og mér heyrist hann eiga dyggan stuðning um allt land og ég vona að hann láti verða af því fyrr en seinna.“ Höskuldur segist telja að Sigurður Ingi sé best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn í komandi kosningum. „Ég held að það sé eini möguleikinn til þess að Framsóknarflokkurinn nái vopnum sínum, við getum rætt okkar góðu mál og eigum möguleika á að fara í ríkisstjórn.“Hvort vilja Framsóknarmenn ræða góð mál fyrir kosningar eða vera í vörn út af Panama-lekanum? Nokkra athygli vakti að í dagskrá miðstjórnarfundarins var ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra tæki til máls. Sigurður Ingi steig því í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. „Það var einfaldlega til skammar að hann hafi ekki verið á dagskrá á miðstjórnarfundi en því verða einhverjir aðrir að svara en ég.“ Höskuldur segir augljóst að flokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til þess hver sé best til þess fallinn að gegna formennsku fyrir flokkinn. „Það hefur verið í allt sumar, eins og ég hef verið að benda á, mikil óánægja sem er nú komin upp á yfirborðið, þannig að það er staðan í dag. Ég sé framhaldið fyrir mér að flokksmenn verði að gera upp við sig hvernig þeir vilja ganga til kosninga. Hvort að þeir vilji ræða góð mál og málefni eða vera í vörn út af Panama-hneykslinu og þannig er staðan einfaldlega?“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03