Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2016 19:45 Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum sökum óþrifnaðar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Öldu Jónsdóttur á Eyjólfsstöðum. Við hringveginn í Berufirði, í Fossárvík, um 15 kílómetra frá Djúpavogi, blasir fagur foss við ferðamönnum. Þeir freistast því til að beygja þar út af, leggja bílnum og taka stuttan göngutúr til að skoða fossinn og gljúfrið. Fossinn í mynni Fossárdals er orðinn vinsæll áningarstaður við Berufjörð.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er oft örtröð þar. Það eru kannski tvær þrjár rútur. Fólk er alltaf að mynda þennan foss,“ segir Alda Jónsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Eyjólfsstöðum. En þarna verður mörgum mál og þarna er ekkert salerni. Skiltið sem bændur hafa neyðst til að setja upp á svæðinu er nöturlegt en þar er ferðamönnum bent á að gera ekki þarfir sínar. „No shit. No paper,“ stendur á enskri tungu á skiltinu. Alda segist iðulega sjá þar fleiri manns gera þarfir sínar úti í náttúrunni. „Hvað á fólkið að gera?“ spyr hún.Skiltið sem bændur hafa sett upp. "No shit. No paper," stendur neðst á skiltinu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ofar í Fossárdal, á bænum Eyjólfsstöðum, hefur Alda boðið upp á svefnpokagistingu í gamla bæjarhúsinu í yfir þrjátíu ár. Hún rekur einnig tjaldstæði og hefur því langa reynslu af þjónustu við ferðamenn. Þetta er það sem helst skortir í þjónustu við ferðamenn, að hennar mati: „Okkur vantar klósett af því að erlendu ferðamennirnir þurfa líka að kúka,“ segir Alda tæpitungulaust. „Maður getur ekki tínt ber í sumum brekkunum sem maður tíndi alltaf berin. Ef maður fer hérna niður og ef þú sérð ekki veginn þá getur maður verið viss um að maður finnur klósettpappír þar inn á milli trjánna. Þessvegna tínir maður bara ber í dag þar sem maður sést frá veginum.“ -Þetta er náttúrlega ófremdarástand? „Þetta er bara skelfilegt! Þetta er bara alveg skelfilegt!“Ferðamenn á vappi innan um stórar klappir við fossinn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum sökum óþrifnaðar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Öldu Jónsdóttur á Eyjólfsstöðum. Við hringveginn í Berufirði, í Fossárvík, um 15 kílómetra frá Djúpavogi, blasir fagur foss við ferðamönnum. Þeir freistast því til að beygja þar út af, leggja bílnum og taka stuttan göngutúr til að skoða fossinn og gljúfrið. Fossinn í mynni Fossárdals er orðinn vinsæll áningarstaður við Berufjörð.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er oft örtröð þar. Það eru kannski tvær þrjár rútur. Fólk er alltaf að mynda þennan foss,“ segir Alda Jónsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Eyjólfsstöðum. En þarna verður mörgum mál og þarna er ekkert salerni. Skiltið sem bændur hafa neyðst til að setja upp á svæðinu er nöturlegt en þar er ferðamönnum bent á að gera ekki þarfir sínar. „No shit. No paper,“ stendur á enskri tungu á skiltinu. Alda segist iðulega sjá þar fleiri manns gera þarfir sínar úti í náttúrunni. „Hvað á fólkið að gera?“ spyr hún.Skiltið sem bændur hafa sett upp. "No shit. No paper," stendur neðst á skiltinu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ofar í Fossárdal, á bænum Eyjólfsstöðum, hefur Alda boðið upp á svefnpokagistingu í gamla bæjarhúsinu í yfir þrjátíu ár. Hún rekur einnig tjaldstæði og hefur því langa reynslu af þjónustu við ferðamenn. Þetta er það sem helst skortir í þjónustu við ferðamenn, að hennar mati: „Okkur vantar klósett af því að erlendu ferðamennirnir þurfa líka að kúka,“ segir Alda tæpitungulaust. „Maður getur ekki tínt ber í sumum brekkunum sem maður tíndi alltaf berin. Ef maður fer hérna niður og ef þú sérð ekki veginn þá getur maður verið viss um að maður finnur klósettpappír þar inn á milli trjánna. Þessvegna tínir maður bara ber í dag þar sem maður sést frá veginum.“ -Þetta er náttúrlega ófremdarástand? „Þetta er bara skelfilegt! Þetta er bara alveg skelfilegt!“Ferðamenn á vappi innan um stórar klappir við fossinn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira