Max Verstappen og Nico Rosberg fljótastir á æfingum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. september 2016 16:30 Max Verstappen hinn ungi var fljótur að finna taktinn á Marina Bay brautinni. Vísir/Getty Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Marina Bay brautinni í Singapúr. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Red Bull fann taktinn á hlykkjóttri brautinni. Verstappen var fljótastur á æfingunni og liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo varð annar. Þriðji varð Sebastian Vettel á Ferrari, tæpri hálfri sekúndu á eftir Verstappen. Mercedes ökumennirnir röðuðu sér í fjórða og fimmta sæti á æfingunni. Rosberg hafnaði á varnarvegg á æfingunni og braut með því framvænginn undan bíl sínum. McLaren ætlar sér stóra hluti um helgina en Jenson Button byrjaði æfinguna á því að nema staðar á leið út á brautina. Eldsneytiskerfið í bíl hans bilaði. Hann endaði æfinguna í 16. sæti. Fernando Alonso endaði æfinguna í 11. sæti, sem er líklega raunverulegri niðurstaða fyrir McLaren um helgina.Rosberg mun ræsa af stað í sinn 200. Formúlu 1 kappakstur á sunnudag.Vísir/GettySeinni æfingin Rosberg varð fljótastur á seinni æfingunni. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari bílnum, rétt rúmum fjórðung úr sekúndu á eftir Rosberg. Red Bull náði þriðja og fjórða besta tímanum á æfingunni og aftur var Verstappen á undan liðsfélaga sínum, Ricciardo. Ricciardo snérist á brautinni í beygju 11. Glussaleki gerði vart við sig í Mercedes bíl Hamilton sem batt snemmbúinn enda á æfinguna hjá honum. Hamilton endaði sjöundi á æfingunni. Tímatakan á morgun ætti að verða spennandi með tilliti til þess sem gerðist á æfingum í dag. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo á Stöð 2 Sport 3 klukkan 11:30 á sunnudag.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Alonso: Stoffel Vandoorne mun leiða McLaren inn í framtíðina Fernando Alonso segir að ungstirnið Stoffel Vandoorne muni leiða McLaren liðið inn í framtíðina. Alonso segir einnig að hann og Jenson Button muni gera allt til að aðstoða Belgann. 9. september 2016 15:45 McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. 13. september 2016 16:15 Jenson Button spáir Hamilton heimsmeistaratitlinum Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins spáir fyrrum liðsfélaga sínum og ríkjandi heimsmeistara Lewis Hamilton heimsmeistaratitli ökumanna í ár. 11. september 2016 16:30 Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Marina Bay brautinni í Singapúr. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Red Bull fann taktinn á hlykkjóttri brautinni. Verstappen var fljótastur á æfingunni og liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo varð annar. Þriðji varð Sebastian Vettel á Ferrari, tæpri hálfri sekúndu á eftir Verstappen. Mercedes ökumennirnir röðuðu sér í fjórða og fimmta sæti á æfingunni. Rosberg hafnaði á varnarvegg á æfingunni og braut með því framvænginn undan bíl sínum. McLaren ætlar sér stóra hluti um helgina en Jenson Button byrjaði æfinguna á því að nema staðar á leið út á brautina. Eldsneytiskerfið í bíl hans bilaði. Hann endaði æfinguna í 16. sæti. Fernando Alonso endaði æfinguna í 11. sæti, sem er líklega raunverulegri niðurstaða fyrir McLaren um helgina.Rosberg mun ræsa af stað í sinn 200. Formúlu 1 kappakstur á sunnudag.Vísir/GettySeinni æfingin Rosberg varð fljótastur á seinni æfingunni. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari bílnum, rétt rúmum fjórðung úr sekúndu á eftir Rosberg. Red Bull náði þriðja og fjórða besta tímanum á æfingunni og aftur var Verstappen á undan liðsfélaga sínum, Ricciardo. Ricciardo snérist á brautinni í beygju 11. Glussaleki gerði vart við sig í Mercedes bíl Hamilton sem batt snemmbúinn enda á æfinguna hjá honum. Hamilton endaði sjöundi á æfingunni. Tímatakan á morgun ætti að verða spennandi með tilliti til þess sem gerðist á æfingum í dag. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo á Stöð 2 Sport 3 klukkan 11:30 á sunnudag.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Stoffel Vandoorne mun leiða McLaren inn í framtíðina Fernando Alonso segir að ungstirnið Stoffel Vandoorne muni leiða McLaren liðið inn í framtíðina. Alonso segir einnig að hann og Jenson Button muni gera allt til að aðstoða Belgann. 9. september 2016 15:45 McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. 13. september 2016 16:15 Jenson Button spáir Hamilton heimsmeistaratitlinum Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins spáir fyrrum liðsfélaga sínum og ríkjandi heimsmeistara Lewis Hamilton heimsmeistaratitli ökumanna í ár. 11. september 2016 16:30 Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Alonso: Stoffel Vandoorne mun leiða McLaren inn í framtíðina Fernando Alonso segir að ungstirnið Stoffel Vandoorne muni leiða McLaren liðið inn í framtíðina. Alonso segir einnig að hann og Jenson Button muni gera allt til að aðstoða Belgann. 9. september 2016 15:45
McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. 13. september 2016 16:15
Jenson Button spáir Hamilton heimsmeistaratitlinum Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins spáir fyrrum liðsfélaga sínum og ríkjandi heimsmeistara Lewis Hamilton heimsmeistaratitli ökumanna í ár. 11. september 2016 16:30
Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15