Fótbolti

Spánverjar vilja prófa myndbandsupptökur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carlos Velasco Carballo er fremsti dómari Spánverja.
Carlos Velasco Carballo er fremsti dómari Spánverja. vísir/getty
Á fimmtudaginn var brotið blað í fótboltasögunni þegar myndbandsupptaka var í fyrsta sinn notuð í leik á vegum FIFA til að úrskurða um dóm.



Leikurinn sem um ræðir var vináttulandsleikur Ítalíu og Frakklands í Bari. Hollendingurinn Björn Kuipers dæmdi leikinn og fékk hjálp frá aðstoðarmönnum sínum sem horfðu á leikinn í sjónvarpstrukk fyrir utan völlinn.

Nú vill spænska úrvalsdeildin, La Liga, prófa þessa nýju tækni og hefur beðið spænska knattspyrnusambandið um hafa samband við reglunefndina (IFAB) til að koma þessu í kring.

Myndbandstæknin hefur þegar verið prófuð í Bandaríkjunum og fleiri lönd munu fylgja í kjölfarið.

Gianni Infantino, forseti FIFA, er mikill stuðningsmaður þess að nýta tæknina til að aðstoða dómara.

Hann lýsti yfir ánægju sinni með hvernig til tókst í Bari á fimmtudaginn og eftir leikinn sagðist hann vonast til að myndbandsupptökur verði notaðar á HM 2018 í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×