Fótbolti

Notuðu myndbandsupptöku við dómgæslu í knattspyrnu í fyrsta sinn | Myndband

Það getur verið erfitt að taka rauðu spjaldi.
Það getur verið erfitt að taka rauðu spjaldi. Vísir/Getty
Dómarinn í leik NY Red Bulls II gegn Orlando City B braut blað í sögu knattspyrnunnar þegar hann krafðist þess að sjá myndbandsupptöku af atviki áður en hann tæki ákvörðun í leik liðanna um helgina.

Í stöðunni 1-0 var brotið á sóknarmanni NY Red Bulls II er hann var að sleppa í gegn en dómarinn var ekki viss hvort um væri að ræða aukaspyrnu eða vítaspyrnu.

Þar sem sóknarmaðurinn var rændur upplögðu marktækifæri þurfti dómarinn að vísa manninum af velli ef brotið var utan teigs en að sýna honum gult spjald ef brotið var innan vítateigs.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar dómarinn gefur til kynna að hann muni skoða þetta áður en hann fer og horfir á atvikið og tekur svo ákvörðun.

Var þetta í fyrsta skiptið sem dómari getur tekið þessa ákvörðun en MLS-deildin fékk nýlega leyfi til að prófa þetta kerfi í varaliðsdeildinni í Bandaríkjunum (USL).

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×