Kjörsókn í prófkjöri bendir til dræmrar kjörsóknar í haust Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. september 2016 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, Ólöf Nordal, Sigríður Anderson, Brynjar Níelsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru í efstu fimm sætunum í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í gær. Vísir Það er viðbúið að kosningaþátttaka í Alþingiskosningunum í haust verði með versta móti. Þetta segir Grétar Þór Eysteinsson prófessor við Háskólann á Akureyri. Tvö prófkjör Sjálfstæðisflokksins fóru fram um helgina. Í sameiginlegu prófkjöri fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö lentu Ólöf Nordal og Guðlaugur Þór Þórðarson í efstu tveimur sætunum og í Norðvesturkjördæmi bar þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sigur úr býtum. Athygli vekur að þátttaka í báðum prófkjörum dregst mjög saman frá fyrri árum. 1.516 greiddu atkvæði í Norðvestur, samanborið við rúmlega 2.700 fyrir þingkosningarnar 2009, og í Reykjavík kusu 3.430. Þetta er versta kjörsókn í prófkjöri flokksins í Reykjavík frá upphafi. Til samanburðar kusu ríflega tvöfalt fleiri í prófkjöri flokksins í nóvember 2012.„Það sem af er undirbúningi þessara kosninga þá hefur kjörsókn verið dræm hjá þeim flokkum sem valið hafa prófkjörsleiðina,“ segir Grétar og bendir í því samhengi á prófkjör Pírata. Þar tóku 1.319 þátt og kjörsókn var í kringum 35 prósent. „Verði kjörsókn sambærileg í prófkjörum annarra flokka gefur það vísbendingar um að kjörsókn verði með allra versta móti í þingkosningunum sjálfum. Þetta er þróun sem hefur verið í gangi frá hruni og forvitnilegt að sjá hvort haldi áfram.“ Grétar telur að minnkandi stjórnmálaáhugi fólks í bland við minnkandi traust á stjórnmálamönnum hafi þessar afleiðingar. Hann telur ósennilegt að tímasetningin prófkjöranna og kosninganna hafi áhrif í þessu samhengi. „Það er mögulegt að tilkoma Viðreisnar hafi haft sitt að segja en ég tel ekki að hún skýri allt saman.“ Líkt og áður segir varð Ólöf Nordal, varaformaður flokksins, efst í prófkjörinu en hún hlaut 61 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Það er tíu prósentustigum minna en Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut í prófkjörinu 2012 en örlítið meira en Illugi Gunnarsson árið 2009. „Það kemur ekki á óvart að Guðlaugur Þór klípi nokkur prósent af fyrsta sætinu. Sem stendur á Sjálfstæðisflokkurinn engan afgerandi leiðtoga í borginni og sextíu prósent því í raun ásættanlegt,“ segir Grétar Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Það er viðbúið að kosningaþátttaka í Alþingiskosningunum í haust verði með versta móti. Þetta segir Grétar Þór Eysteinsson prófessor við Háskólann á Akureyri. Tvö prófkjör Sjálfstæðisflokksins fóru fram um helgina. Í sameiginlegu prófkjöri fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö lentu Ólöf Nordal og Guðlaugur Þór Þórðarson í efstu tveimur sætunum og í Norðvesturkjördæmi bar þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sigur úr býtum. Athygli vekur að þátttaka í báðum prófkjörum dregst mjög saman frá fyrri árum. 1.516 greiddu atkvæði í Norðvestur, samanborið við rúmlega 2.700 fyrir þingkosningarnar 2009, og í Reykjavík kusu 3.430. Þetta er versta kjörsókn í prófkjöri flokksins í Reykjavík frá upphafi. Til samanburðar kusu ríflega tvöfalt fleiri í prófkjöri flokksins í nóvember 2012.„Það sem af er undirbúningi þessara kosninga þá hefur kjörsókn verið dræm hjá þeim flokkum sem valið hafa prófkjörsleiðina,“ segir Grétar og bendir í því samhengi á prófkjör Pírata. Þar tóku 1.319 þátt og kjörsókn var í kringum 35 prósent. „Verði kjörsókn sambærileg í prófkjörum annarra flokka gefur það vísbendingar um að kjörsókn verði með allra versta móti í þingkosningunum sjálfum. Þetta er þróun sem hefur verið í gangi frá hruni og forvitnilegt að sjá hvort haldi áfram.“ Grétar telur að minnkandi stjórnmálaáhugi fólks í bland við minnkandi traust á stjórnmálamönnum hafi þessar afleiðingar. Hann telur ósennilegt að tímasetningin prófkjöranna og kosninganna hafi áhrif í þessu samhengi. „Það er mögulegt að tilkoma Viðreisnar hafi haft sitt að segja en ég tel ekki að hún skýri allt saman.“ Líkt og áður segir varð Ólöf Nordal, varaformaður flokksins, efst í prófkjörinu en hún hlaut 61 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Það er tíu prósentustigum minna en Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut í prófkjörinu 2012 en örlítið meira en Illugi Gunnarsson árið 2009. „Það kemur ekki á óvart að Guðlaugur Þór klípi nokkur prósent af fyrsta sætinu. Sem stendur á Sjálfstæðisflokkurinn engan afgerandi leiðtoga í borginni og sextíu prósent því í raun ásættanlegt,“ segir Grétar Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira