Sport

Baulað á forsetana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá setningarathöfninni.
Frá setningarathöfninni. vísir/getty
Ólympíumót fatlaðra var sett með pomp og prakt í Ríó í gær en setningarathöfnin þótti afar vel heppnuð.

Pólitíkusarnir voru þó ekki vinsælir hjá áhorfendum og fengu að heyra það. Það var bæði baulað á Michel Temer, forseta Brasilíu, sem og á Carlos Nuzman, forseta skipulagsnefndar Ólympíuleikana. Þeim rétt tókst að klára sínar ræður fyrir öllu baulinu.

Forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, Thomas Bach, var ekki á athöfninni þar sem hann var í jarðarför. Nú hefur verið staðfest að hann komi ekkert á mótið sem mörgum þykir afar furðulegt.

Annars er spenna fyrir mótinu í Ríó. Miðasala gekk brösuglega framan af en aðeins var búið að selja 12 prósent miðana er þrjár vikur voru í mótið.

Nú er búið að selja 1,6 milljón miða af þeim 2,5 milljónum sem í boði eru. Met var sett á ÓL í London fyrir fjórum árum er 2,7 milljónir miða voru seldir á Ólympíumót fatlaðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×