Píratar og Sjálfstæðisflokkur langstærstir Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. september 2016 07:44 Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar mælast stærstir. Vísir/Stefán/GVA Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru enn stærstu stjórnmálaflokkar á Íslandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar fengju 29,5 prósent fylgi ef kosið væri nú og Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28,2 prósent fylgi. Munurinn á milli flokkanna tveggja er innan vikmarka. Næstir á eftir koma Vinstri græn með 12,7 prósent fylgi og Framsóknarflokkurinn með 10,7 prósent fylgi. Munurinn á milli þessa tveggja flokka er líka innan skekkjumarka. Þá segjast 7,5 prósent ætla að kjósa Samfylkinguna og 6,7 prósent ætla að kjósa Viðreisn og er munurinn þar á milli líka innan vikmarka. Tvö prósent segjast síðan ætla að kjósa Bjarta framtíð. Fréttablaðið kannaði síðast fylgi við flokka dagana 23. og 24. maí. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn voru þá einnig með talsverða forystu, Sjálfstæðisflokkurinn með 31,5 prósent en Píratar með 28,5 prósent. Vinstri græn voru þá hins vegar með 18,1 prósent fylgi og hafa því tapað umtalsverðu fylgi yfir sumarið. Í könnuninni í maí var Viðreisn einungis með 1,1 prósent fylgi og hefur því bætt umtalsvert við sig. Könnun Fréttablaðsins og Vísis núna var gerð í gær og fyrrakvöld. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður, tilkynntu í gær að þau hygust ganga til liðs við Viðreisn. Búið var að hringja í liðlega helming svarenda þegar þau tilkynntu um framboð sitt. Þegar munurinn er borinn saman eftir kvöldum sést að tvö prósent fleiri sögðust ætla að kjósa Viðreisn seinna kvöldið en fyrrakvöldið. Sá munur er innan skekkumarka. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.164 manns þar til náðist í 795 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagna 6. og 7. september. Svarhlutfallið var 68,3 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt hvar: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferð sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 54,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru enn stærstu stjórnmálaflokkar á Íslandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar fengju 29,5 prósent fylgi ef kosið væri nú og Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28,2 prósent fylgi. Munurinn á milli flokkanna tveggja er innan vikmarka. Næstir á eftir koma Vinstri græn með 12,7 prósent fylgi og Framsóknarflokkurinn með 10,7 prósent fylgi. Munurinn á milli þessa tveggja flokka er líka innan skekkjumarka. Þá segjast 7,5 prósent ætla að kjósa Samfylkinguna og 6,7 prósent ætla að kjósa Viðreisn og er munurinn þar á milli líka innan vikmarka. Tvö prósent segjast síðan ætla að kjósa Bjarta framtíð. Fréttablaðið kannaði síðast fylgi við flokka dagana 23. og 24. maí. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn voru þá einnig með talsverða forystu, Sjálfstæðisflokkurinn með 31,5 prósent en Píratar með 28,5 prósent. Vinstri græn voru þá hins vegar með 18,1 prósent fylgi og hafa því tapað umtalsverðu fylgi yfir sumarið. Í könnuninni í maí var Viðreisn einungis með 1,1 prósent fylgi og hefur því bætt umtalsvert við sig. Könnun Fréttablaðsins og Vísis núna var gerð í gær og fyrrakvöld. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður, tilkynntu í gær að þau hygust ganga til liðs við Viðreisn. Búið var að hringja í liðlega helming svarenda þegar þau tilkynntu um framboð sitt. Þegar munurinn er borinn saman eftir kvöldum sést að tvö prósent fleiri sögðust ætla að kjósa Viðreisn seinna kvöldið en fyrrakvöldið. Sá munur er innan skekkumarka. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.164 manns þar til náðist í 795 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagna 6. og 7. september. Svarhlutfallið var 68,3 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt hvar: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferð sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 54,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira