Tíu hreyfingar bjóða fram til Alþingis í næsta mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 16:51 Ef allar þær hreyfingar sem bjóða fram til Alþingis í næsta mánuði ná fulltrúum á þing, fjölgar flokkum á Alþingi um þrjá. Vísir Útlit er fyrir að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar og hreyfingar bjóði fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum hinn 29. október næst komandi. Formaður Dögunar segir er bjartsýnn og segir kjördæmisráð afgreiða framboðslista fyrir kjördæmin á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Í dag eiga sex stjórnmálasamtök fulltrúa á Alþingi en þrjár aðrar hreyfingar stefna nú á framboð í öllum kjördæmum fyrir næstu alþingiskosningar. Það eru Viðreisn, Alþýðufylkingin og Dögun. Viðreisn er nýtt stjórnmálaafl en Alþýðufylkingin bauð ekki fram í öllum kjördæmum í kosningunum 2013. Það gerði Dögun hins vegar en kom ekki fólki á þing. Helga Þórðardóttir formaður Dögunar segir ganga vel að skipa fólki á lista flokksins. „Sem betur fer er margt heiðarlegt baráttufólk sem vill koma til liðs við okkur. Við erum langt komin með lista í Reykjavíkurkjördæmunum og við erum að leggja fram lista á félagsfundi í kvöld. Þar verða lagðir fram listar með tíu frambjóðendum í báðum Reykjavíkurkjördæmunum sem og í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Kjördæmaráð Dögunar á Suðurlandi sé langt komið með að raða á framboðslista og útlitið sé gott í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. „Þetta gengur mjög vel og við erum bjartsýn. Við viljum komast inn á þing til að vinna fyrir fólkið í landinu og til að tryggja réttláta framtíð,“ segir formaðurinn. Helga segir Dögun eiga rætur að rekja til búsáhaldabyltingarinnar og baráttumálin draga keim sinn af því en meðal stefnumála eru breytingar á fjármálakerfinu. „Við erum að berjast fyrir samfélagsbanka og afnámi verðtryggingarinnar og gegn fátæktinni. Við höfnum því að það sé til fátækt í svona ríku landi. Nú og húsnæðismálin, við leggjum gríðarlega mikla áherslu á þau. Þar erum við með lausnir og síðan eru það auðlindamálin og lýðræðismálin. Þannig að það er til verkefnalisti sem við ætlum að ganga í til að tryggja hér réttlátt samfélag,“ segir Helga. Flokkur fólksins, sem aðallega beitir sér fyrir málefnum öryrkja og aldraðra, býður fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum og hefur nú þegar mannað forystusætin í þremur þeirra að sögn talskonu flokksins. Þá hefur varaformaður Alþýðufylkingarinnar staðfest við fréttastofu að að hreyfingin stefni ótrauð á framboð í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur heimilanna, og Húministaflokkurinn munu einnig ætla að bjóða fram. Ekki liggur þó fyrir í hvaða kjördæmum það verður. Það er því ljóst að kjósendur munu geta valið á milli fjölmargra stjórnmálaafla í kosningunum hinn 29. október næst komandi. Kosningar 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Útlit er fyrir að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar og hreyfingar bjóði fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum hinn 29. október næst komandi. Formaður Dögunar segir er bjartsýnn og segir kjördæmisráð afgreiða framboðslista fyrir kjördæmin á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Í dag eiga sex stjórnmálasamtök fulltrúa á Alþingi en þrjár aðrar hreyfingar stefna nú á framboð í öllum kjördæmum fyrir næstu alþingiskosningar. Það eru Viðreisn, Alþýðufylkingin og Dögun. Viðreisn er nýtt stjórnmálaafl en Alþýðufylkingin bauð ekki fram í öllum kjördæmum í kosningunum 2013. Það gerði Dögun hins vegar en kom ekki fólki á þing. Helga Þórðardóttir formaður Dögunar segir ganga vel að skipa fólki á lista flokksins. „Sem betur fer er margt heiðarlegt baráttufólk sem vill koma til liðs við okkur. Við erum langt komin með lista í Reykjavíkurkjördæmunum og við erum að leggja fram lista á félagsfundi í kvöld. Þar verða lagðir fram listar með tíu frambjóðendum í báðum Reykjavíkurkjördæmunum sem og í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Kjördæmaráð Dögunar á Suðurlandi sé langt komið með að raða á framboðslista og útlitið sé gott í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. „Þetta gengur mjög vel og við erum bjartsýn. Við viljum komast inn á þing til að vinna fyrir fólkið í landinu og til að tryggja réttláta framtíð,“ segir formaðurinn. Helga segir Dögun eiga rætur að rekja til búsáhaldabyltingarinnar og baráttumálin draga keim sinn af því en meðal stefnumála eru breytingar á fjármálakerfinu. „Við erum að berjast fyrir samfélagsbanka og afnámi verðtryggingarinnar og gegn fátæktinni. Við höfnum því að það sé til fátækt í svona ríku landi. Nú og húsnæðismálin, við leggjum gríðarlega mikla áherslu á þau. Þar erum við með lausnir og síðan eru það auðlindamálin og lýðræðismálin. Þannig að það er til verkefnalisti sem við ætlum að ganga í til að tryggja hér réttlátt samfélag,“ segir Helga. Flokkur fólksins, sem aðallega beitir sér fyrir málefnum öryrkja og aldraðra, býður fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum og hefur nú þegar mannað forystusætin í þremur þeirra að sögn talskonu flokksins. Þá hefur varaformaður Alþýðufylkingarinnar staðfest við fréttastofu að að hreyfingin stefni ótrauð á framboð í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur heimilanna, og Húministaflokkurinn munu einnig ætla að bjóða fram. Ekki liggur þó fyrir í hvaða kjördæmum það verður. Það er því ljóst að kjósendur munu geta valið á milli fjölmargra stjórnmálaafla í kosningunum hinn 29. október næst komandi.
Kosningar 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira