Sport

Kolbeinn berst gegn reyndum Georgíumanni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn er hér búinn að rota síðasta andstæðing sinn.
Kolbeinn er hér búinn að rota síðasta andstæðing sinn. mynd/aðsend
Hinn ósigraði þungavigtarboxari, Kolbeinn Kristinsson, stígur í hringinn í Álandseyjum um helgina.

Þá mun Kolbeinn etja kappi við Georgíumanninn David Gegeshidze.

Kolli hefur barist sex sinnum á sínum atvinnumannaferli og unnið alla sína bardaga. Gegeshidze er mun reynslumeiri og hefur unnið 19 bardaga, tapað 15 og gert eitt jafntefli.

Aðalbardagi kvöldsins verður rimma Finnans Robert Helenius og Þjóðverjans Konstantin Airich. Kolbeinn hefur æft með Helenius síðustu fimm vikur.

„Undangengnar vikur hafa verið draumi líkastar. Ég er búinn að hafa 100 prósent fókus á að boxa frá morgni til kvölds. Að æfa með manni eins og Robert, sem er á meðal þeirra bestu í heiminum í dg, getur ekki gert annað en að stuðla að bætingum hjá mér,“ segir Kolbeinn í fréttatilkynningu.

„Í þessum æfingabúðum er ég búinn að sparra 80 lotur og þetta hefur verið það erfiðasta sem ég hef gert en mikið djöfull er þetta líka búið að vera gaman.“

Kolbeinn hefur rotað síðustu tvo andstæðinga sína og ætlar að rota Georgíumanninn líka.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×