Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2016 11:45 Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. Vísir Espen Egil Hansen, ritstjóri norska blaðsins Aftenposten, gagnrýnir Facebook og stofnanda þess, Marck Zuckerberg harðlega í blaði sínu í dag. Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. Í opnu bréfi til Zuckerberg segist Hansen það ekki koma til greina að verða við óskum Facebook um að taka myndina sem um ræðir, eina af frægustu stríðsljósmyndum allra tíma, af Facebook-síðu Aftenposten. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkrum vikum birti norski rithöfundurinn færslu á Facebook þar sem fjallað var um sjö ljósmyndir sem hann taldi hafa breytt sögu stríðsreksturs í gegnum tíðina. Þar á meðal var ljósmynd Nick Ut af hinni níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar.Forsíða Aftenposten í dag.VísirHent út af Facebook fyrir að gagnrýna ritskoðunarstefnuna Myndin er jafnan talin ein frægasta stríðsmynd allra tíma og hlaut Ut Pulizer-verðlaunin eftirsóttu fyrir myndaseríuna sem ljósmyndin var hluti af. Facebook fjarlægði hins vegar myndina úr færslu Egelund sem var ekki sáttur við það og gagnrýndi Facebook fyrir vikið. Var honum þá sparkað af Facebook og meinað að setja inn nýjar færslur. Segir Hansen að þetta sé grafalvarlegt mál. Facebook búi til reglur sem ekki greint á milli barnakláms og heimsfrægra stríðsljósmynda. „Þið framfylgið þessum reglum án þess að eðlileg dómgreind rúmist innan þeirra. Ekki nóg með það, þá ritskoðið þið gagnrýni án þess að ræða málin og refsið svo þeim sem voga sér að gagnrýna ykkur,“ skrifar Hansen í opnu bréfi sínu til Zuckerberg.Heimsins valdamesti ritstjóri Segir Hansen að fjölmiðlar verði að geta birt myndir eða efni sem í sumum tilvikum geti verið óþægilegt að horfa á. Mynd Ut af Kim Phuc sé eitt besta dæmið um það en Hansen segir myndina hafa átt stóran þátt í að stuðningur almennings við stríðsreksturinn í Víetnam fór þverrandi, sem varð að lokum til þess að bundinn var endi á stríðið.Færslan sem Facebook krafðist að yrði fjarlægð.Vísir„Þú ert heimsins valdamesti ritstjóri,“ skrifar Hansen. „Ég er ritstjóri stærsta blaðsins í Noregi en þú verður að átta þig á því að þú ert að takmarka ritstjórnarlegt vald mitt. Þið eruð að misnota vald ykkar og ég efast um að þið hafið áttað þig á því hvað þið eruð að gera.“ Biður Hansen Zuckerberg um að ímynda sér nýtt stríð þar sem börn verða fyrir sprengjuárásum. „Myndir þú koma í veg fyrir myndbirtingu af slíkum hryllingi eingöngu vegna þess að örlítill minnihluti gæti verið misboðið að sjá myndir af nöktum börnum eða ef einhver barnaníðingur gæti mögulega litið á myndirnar sem klámfengið efni?“Ritstjórnarvaldið eigi ekki að liggja hjá reikniforritum FacebookSegir Hansen að slíkt ristjórnarlegt vald eigi ekki að liggja hjá reikniforritum Facebook í Kaliforníu heldur inn á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðla um allan heim. „Ég er í uppnámi, vonsvikinn og jafnvel hræddur um hvað þú ert að fara að gera við máttarstólpana í lýðræðisþjóðfélagi okkar,“ segir Hansen sem telur að Facebook verði að veita meira svigrúm í þessum efnum.Opið bréf Hansen til Zuckerberg má lesa hér. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira
Espen Egil Hansen, ritstjóri norska blaðsins Aftenposten, gagnrýnir Facebook og stofnanda þess, Marck Zuckerberg harðlega í blaði sínu í dag. Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. Í opnu bréfi til Zuckerberg segist Hansen það ekki koma til greina að verða við óskum Facebook um að taka myndina sem um ræðir, eina af frægustu stríðsljósmyndum allra tíma, af Facebook-síðu Aftenposten. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkrum vikum birti norski rithöfundurinn færslu á Facebook þar sem fjallað var um sjö ljósmyndir sem hann taldi hafa breytt sögu stríðsreksturs í gegnum tíðina. Þar á meðal var ljósmynd Nick Ut af hinni níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar.Forsíða Aftenposten í dag.VísirHent út af Facebook fyrir að gagnrýna ritskoðunarstefnuna Myndin er jafnan talin ein frægasta stríðsmynd allra tíma og hlaut Ut Pulizer-verðlaunin eftirsóttu fyrir myndaseríuna sem ljósmyndin var hluti af. Facebook fjarlægði hins vegar myndina úr færslu Egelund sem var ekki sáttur við það og gagnrýndi Facebook fyrir vikið. Var honum þá sparkað af Facebook og meinað að setja inn nýjar færslur. Segir Hansen að þetta sé grafalvarlegt mál. Facebook búi til reglur sem ekki greint á milli barnakláms og heimsfrægra stríðsljósmynda. „Þið framfylgið þessum reglum án þess að eðlileg dómgreind rúmist innan þeirra. Ekki nóg með það, þá ritskoðið þið gagnrýni án þess að ræða málin og refsið svo þeim sem voga sér að gagnrýna ykkur,“ skrifar Hansen í opnu bréfi sínu til Zuckerberg.Heimsins valdamesti ritstjóri Segir Hansen að fjölmiðlar verði að geta birt myndir eða efni sem í sumum tilvikum geti verið óþægilegt að horfa á. Mynd Ut af Kim Phuc sé eitt besta dæmið um það en Hansen segir myndina hafa átt stóran þátt í að stuðningur almennings við stríðsreksturinn í Víetnam fór þverrandi, sem varð að lokum til þess að bundinn var endi á stríðið.Færslan sem Facebook krafðist að yrði fjarlægð.Vísir„Þú ert heimsins valdamesti ritstjóri,“ skrifar Hansen. „Ég er ritstjóri stærsta blaðsins í Noregi en þú verður að átta þig á því að þú ert að takmarka ritstjórnarlegt vald mitt. Þið eruð að misnota vald ykkar og ég efast um að þið hafið áttað þig á því hvað þið eruð að gera.“ Biður Hansen Zuckerberg um að ímynda sér nýtt stríð þar sem börn verða fyrir sprengjuárásum. „Myndir þú koma í veg fyrir myndbirtingu af slíkum hryllingi eingöngu vegna þess að örlítill minnihluti gæti verið misboðið að sjá myndir af nöktum börnum eða ef einhver barnaníðingur gæti mögulega litið á myndirnar sem klámfengið efni?“Ritstjórnarvaldið eigi ekki að liggja hjá reikniforritum FacebookSegir Hansen að slíkt ristjórnarlegt vald eigi ekki að liggja hjá reikniforritum Facebook í Kaliforníu heldur inn á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðla um allan heim. „Ég er í uppnámi, vonsvikinn og jafnvel hræddur um hvað þú ert að fara að gera við máttarstólpana í lýðræðisþjóðfélagi okkar,“ segir Hansen sem telur að Facebook verði að veita meira svigrúm í þessum efnum.Opið bréf Hansen til Zuckerberg má lesa hér.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira