Klassískur og litríkur stíll Starri Freyr Jónsson skrifar 25. ágúst 2016 15:00 Hettupeysan er samstarfsverkefni merkjanna Champion og Wood Wood, buxurnar eru frá Han Kjobenhavn og skórnir eru Adidas Stan Smith CF. MYNDIR/ERNIR Áhugi Sindra Þórhallssonar á tísku kviknaði ekki fyrir alvöru fyrr en árið 2014, um það leyti sem hann útskrifaðist úr menntaskóla. Áhuginn jókst svo enn frekar þegar hann hóf störf í Húrra Reykjavík síðasta sumar en í dag gegnir hann stöðu verslunarstjóra þar. „Þar kynntist ég bæði fólki með mikla reynslu og þekkingu á tískubransanum og fór að fylgjast enn betur með, þá helst gegnum samfélagsmiðlana. Þar ber helst að nefna Instagram þar sem ég skoða bæði aðgang hjá tískumerkjum og einstaklingum sem ég hef áhuga á. Einnig kíki ég reglulega á vefsíður á borð við Hypebeast og Highsnobiety.“Hér klæðist Sindri jakka og buxum frá Han Kjobenhavn, peysu frá Kenzo og skórnir eru Adidas Stan Smith Primeknit. Sólgleraugun eru í miklu uppáhaldi en þau eru frá Han Kjobenhavn.Fatastíll Sindra er að eigin sögn afar fjölbreyttur. „Ég klæðist mikið klassískum flíkum en hef einnig gaman af því að brjóta upp normið og fara í litríkari og meira áberandi föt. Þá á ég það til að blanda þessu tvennu saman. Týpískur hversdagsklæðnaður hjá mér er gallabuxur, einlit hettupeysa, bomber-jakki og hvítir strigaskór en þetta getur auðvitað verið mjög breytilegt eftir dögum.“Sólgleraugu frá Han Kjobenhavn og ýmsir aðrir aukahlutir.Geymd leyndarmál Honum finnst karlatískan í dag vera mjög skemmtileg og fjölbreytt. „Persónulega finnst mér tilkoma Húrra Reykjavíkur hafa sett mark sitt á tísku á Íslandi og menn eru byrjaðir í meira magni að velja sér vandaðri flíkur. Einnig hef ég tekið eftir að áhugi á strigaskóm hefur stóraukist síðastliðin ár á Íslandi.“ Þegar Sindri kaupir föt erlendis er það helst í Kaupmannahöfn og þar eru búðirnar sem eru í hliðargötum frá Strikinu best geymdu leyndarmálin að hans mati. „Uppáhaldsverslanir mínar þar eru m.a. Han Kjobenhavn, Streetmachine, Storm, Norse Projects og síðast en ekki síst Wood Wood.“ Uppáhaldsflíkin hans þessa dagana var þó keypt í París í sumar en um er að ræða gallajakka frá Kenzo. Bestu kaupin eru hins vegar buxur frá danska merkinu Han Kjobenhavn sem nefnast Tights. „Ég hef notað þær mikið undanfarna mánuði enda passa þær næstum við allt og eru í þokkabót einstaklega þægilegar. Í mínum huga er mikilvægast að velja flíkur sem eru vel sniðnar og vandaðar, þá er ólíklegt að þú munir sjá eftir kaupunum.“Skemmtilega innréttaður fataskápur undir súð.Líst vel á veturinn Helstu fylgihlutir sem Sindri hefur notað undanfarið eru sólgleraugu, enda veðrið verið gott á suðvesturhorninu. „Ég hef verið að vinna með sólgleraugu frá uppáhaldsmerkinu mínu, Han Kjobenhavn. Gleraugun eru framúrstefnuleg og öðruvísi í hönnun en að sama skapi stílhrein. Þegar vel liggur á mér á ég það til að nota hatta og hefur bucket-hatturinn komið sterkur inn þetta sumarið. Einnig geng ég oftast með úr á mér dagsdaglega, það setur punktinn yfir i-ið.“ Honum líst vel á tískuna í haust og vetur enda lítur hann á þetta tímabil sem skemmtilegan tíma í tískubransanum. „Þær flíkur sem koma inn á þessum tíma henta okkur Íslendingum að mörgu leyti mjög vel. Það er mikið um fallega jarðliti og efnisval er oft á tíðum mjög vandað. Þykkari flíkur líta einnig dagsins ljós sem koma sér vel þegar kalt er í veðri.“Hettupeysa er frá Carhartt WIP, jakkinn frá Kenzo og buxurnar frá Han Kjobenhavn. Skórnir eru Nike Air Presto Flyknit. Tíska og hönnun Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Áhugi Sindra Þórhallssonar á tísku kviknaði ekki fyrir alvöru fyrr en árið 2014, um það leyti sem hann útskrifaðist úr menntaskóla. Áhuginn jókst svo enn frekar þegar hann hóf störf í Húrra Reykjavík síðasta sumar en í dag gegnir hann stöðu verslunarstjóra þar. „Þar kynntist ég bæði fólki með mikla reynslu og þekkingu á tískubransanum og fór að fylgjast enn betur með, þá helst gegnum samfélagsmiðlana. Þar ber helst að nefna Instagram þar sem ég skoða bæði aðgang hjá tískumerkjum og einstaklingum sem ég hef áhuga á. Einnig kíki ég reglulega á vefsíður á borð við Hypebeast og Highsnobiety.“Hér klæðist Sindri jakka og buxum frá Han Kjobenhavn, peysu frá Kenzo og skórnir eru Adidas Stan Smith Primeknit. Sólgleraugun eru í miklu uppáhaldi en þau eru frá Han Kjobenhavn.Fatastíll Sindra er að eigin sögn afar fjölbreyttur. „Ég klæðist mikið klassískum flíkum en hef einnig gaman af því að brjóta upp normið og fara í litríkari og meira áberandi föt. Þá á ég það til að blanda þessu tvennu saman. Týpískur hversdagsklæðnaður hjá mér er gallabuxur, einlit hettupeysa, bomber-jakki og hvítir strigaskór en þetta getur auðvitað verið mjög breytilegt eftir dögum.“Sólgleraugu frá Han Kjobenhavn og ýmsir aðrir aukahlutir.Geymd leyndarmál Honum finnst karlatískan í dag vera mjög skemmtileg og fjölbreytt. „Persónulega finnst mér tilkoma Húrra Reykjavíkur hafa sett mark sitt á tísku á Íslandi og menn eru byrjaðir í meira magni að velja sér vandaðri flíkur. Einnig hef ég tekið eftir að áhugi á strigaskóm hefur stóraukist síðastliðin ár á Íslandi.“ Þegar Sindri kaupir föt erlendis er það helst í Kaupmannahöfn og þar eru búðirnar sem eru í hliðargötum frá Strikinu best geymdu leyndarmálin að hans mati. „Uppáhaldsverslanir mínar þar eru m.a. Han Kjobenhavn, Streetmachine, Storm, Norse Projects og síðast en ekki síst Wood Wood.“ Uppáhaldsflíkin hans þessa dagana var þó keypt í París í sumar en um er að ræða gallajakka frá Kenzo. Bestu kaupin eru hins vegar buxur frá danska merkinu Han Kjobenhavn sem nefnast Tights. „Ég hef notað þær mikið undanfarna mánuði enda passa þær næstum við allt og eru í þokkabót einstaklega þægilegar. Í mínum huga er mikilvægast að velja flíkur sem eru vel sniðnar og vandaðar, þá er ólíklegt að þú munir sjá eftir kaupunum.“Skemmtilega innréttaður fataskápur undir súð.Líst vel á veturinn Helstu fylgihlutir sem Sindri hefur notað undanfarið eru sólgleraugu, enda veðrið verið gott á suðvesturhorninu. „Ég hef verið að vinna með sólgleraugu frá uppáhaldsmerkinu mínu, Han Kjobenhavn. Gleraugun eru framúrstefnuleg og öðruvísi í hönnun en að sama skapi stílhrein. Þegar vel liggur á mér á ég það til að nota hatta og hefur bucket-hatturinn komið sterkur inn þetta sumarið. Einnig geng ég oftast með úr á mér dagsdaglega, það setur punktinn yfir i-ið.“ Honum líst vel á tískuna í haust og vetur enda lítur hann á þetta tímabil sem skemmtilegan tíma í tískubransanum. „Þær flíkur sem koma inn á þessum tíma henta okkur Íslendingum að mörgu leyti mjög vel. Það er mikið um fallega jarðliti og efnisval er oft á tíðum mjög vandað. Þykkari flíkur líta einnig dagsins ljós sem koma sér vel þegar kalt er í veðri.“Hettupeysa er frá Carhartt WIP, jakkinn frá Kenzo og buxurnar frá Han Kjobenhavn. Skórnir eru Nike Air Presto Flyknit.
Tíska og hönnun Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira