Fimm kíló af garni sem segja sögu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 10:00 Ýr kláraði nám í textílhönnun við Myndlistaskólann í Reykjavík og hefur unnið að ýmiss konar textílverkefnum undir nafninu Ýrúrarí frá árinu 2012. Vísir/Ernir Í byrjun sumars ákvað ég að byrja að reyna að prjóna úr öllu garninu sem ég á. Ég er að flytja til Glasgow og vil ekki skilja eftir ótrúlega mikið af dóti hjá mömmu og pabba,“ segir textíl- og fatahönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem unnið hefur að ýmsum textílverkefnum undanfarin ár undir nafninu Ýrúrarí. Næstkomandi fimmtudag opnar hún sína fyrstu einkasýningu, Sweater story. Á sýningunni má sjá ellefu peysur sem saman segja sögu um bakgrunn peysanna og eru þær líkt og áður sagði unnar úr garni sem orðið hafði afgangs úr öðrum verkefnum eða Ýr hafði ekki komist í að nota. „Ég fór að vinna út frá gömlum hugmyndum af því ég vissi ekki alveg nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera. Ég þurfti einhvern veginn að tengja þær allar saman og það varð bara til einhver saga,“ segir Ýr og bætir við að þegar peysunum sé raðað upp í rétta röð myndi þær heildstæða sögu um bakgrunn tveggja peysa. Ýr segir hugsanlegt að næturvaktir hafi að einhverju leyti orðið til þess að hugmyndin kviknaði. Að vaka á nóttunni valdi oft óvenjulegum hugdettum. „Ég vann líka alla litavinnuna út frá þessu garni sem ég átti og þegar fór að líða á peysurnar fóru ákveðnir litir að klárast og sumar þeirra skipta um lit á skrítnum stöðum,“ segir Ýr. Þegar hún er spurð að því hvort ekki hafi gengið töluvert á garnbirgðirnar í þessu verkefni hlær hún: „Ég vigtaði einmitt peysurnar um daginn og þær vega fimm kíló. Þannig að það er vissulega einhver munur en sést nú eiginlega ekki á garnsafninu samt,“ segir hún en garninu hefur hún sankað að sér víðsvegar að og er margt af því „second-hand“. Peysurnar eru prjónaðar á prjónavél, handsaumaðar saman og skreyttar með útsaumi og handprjónuðum stykkjum og tekur töluverðan tíma að setja hverja peysu saman. Nafn sýningarinnar segir Ýr að tengist mögulega hinni ástsælu teiknimynd Toy Story. „Nafnið bara festist í hausnum á mér og ég veit ekki alveg af hverju það er á ensku. Ég tengi þetta smá við Toy Story, þetta eru peysur sem fá líf eins og dótið í myndinni,“ segir hún og bætir við að tilgangur sýningarinnar sé ekki einungis að losa um pláss áður en hún flytur út heldur vilji hún líka vekja fólk til umhugsunar um fataframleiðslu og hversu mikil vinna og vinnuafl fer í hverja flík. Sýningin verður opnuð í Galleríi Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, þann 1. september klukkan 18.30. Við opnun sýningarinnar verður opnunarathöfn þar sem sagan er útskýrð í orðum, hljóði og dansi. Einnig verður útgáfa á Sweater story vasabók sem gefur góða yfirsýn yfir verkið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst. Menning Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Í byrjun sumars ákvað ég að byrja að reyna að prjóna úr öllu garninu sem ég á. Ég er að flytja til Glasgow og vil ekki skilja eftir ótrúlega mikið af dóti hjá mömmu og pabba,“ segir textíl- og fatahönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem unnið hefur að ýmsum textílverkefnum undanfarin ár undir nafninu Ýrúrarí. Næstkomandi fimmtudag opnar hún sína fyrstu einkasýningu, Sweater story. Á sýningunni má sjá ellefu peysur sem saman segja sögu um bakgrunn peysanna og eru þær líkt og áður sagði unnar úr garni sem orðið hafði afgangs úr öðrum verkefnum eða Ýr hafði ekki komist í að nota. „Ég fór að vinna út frá gömlum hugmyndum af því ég vissi ekki alveg nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera. Ég þurfti einhvern veginn að tengja þær allar saman og það varð bara til einhver saga,“ segir Ýr og bætir við að þegar peysunum sé raðað upp í rétta röð myndi þær heildstæða sögu um bakgrunn tveggja peysa. Ýr segir hugsanlegt að næturvaktir hafi að einhverju leyti orðið til þess að hugmyndin kviknaði. Að vaka á nóttunni valdi oft óvenjulegum hugdettum. „Ég vann líka alla litavinnuna út frá þessu garni sem ég átti og þegar fór að líða á peysurnar fóru ákveðnir litir að klárast og sumar þeirra skipta um lit á skrítnum stöðum,“ segir Ýr. Þegar hún er spurð að því hvort ekki hafi gengið töluvert á garnbirgðirnar í þessu verkefni hlær hún: „Ég vigtaði einmitt peysurnar um daginn og þær vega fimm kíló. Þannig að það er vissulega einhver munur en sést nú eiginlega ekki á garnsafninu samt,“ segir hún en garninu hefur hún sankað að sér víðsvegar að og er margt af því „second-hand“. Peysurnar eru prjónaðar á prjónavél, handsaumaðar saman og skreyttar með útsaumi og handprjónuðum stykkjum og tekur töluverðan tíma að setja hverja peysu saman. Nafn sýningarinnar segir Ýr að tengist mögulega hinni ástsælu teiknimynd Toy Story. „Nafnið bara festist í hausnum á mér og ég veit ekki alveg af hverju það er á ensku. Ég tengi þetta smá við Toy Story, þetta eru peysur sem fá líf eins og dótið í myndinni,“ segir hún og bætir við að tilgangur sýningarinnar sé ekki einungis að losa um pláss áður en hún flytur út heldur vilji hún líka vekja fólk til umhugsunar um fataframleiðslu og hversu mikil vinna og vinnuafl fer í hverja flík. Sýningin verður opnuð í Galleríi Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, þann 1. september klukkan 18.30. Við opnun sýningarinnar verður opnunarathöfn þar sem sagan er útskýrð í orðum, hljóði og dansi. Einnig verður útgáfa á Sweater story vasabók sem gefur góða yfirsýn yfir verkið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst.
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira