Formúla 1

Vettel: Við getum unnið þessa keppni á morgun

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Þrír hröðustu menn dagsins.
Þrír hröðustu menn dagsins. Vísir/Getty
Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á árinu í dag. Belgíski kappaksturinn fer fram á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

„Helgin er búin að vera erfið. Okkur sárvantaði hraðann yfir einn hring. Æfingin í morgun var einkar erfið en það gerir ráspólinn bara sætari,“ sagði Rosberg eftir tímatökuna.

„Það er erfitt að segja hvort ég hefði getað náð ráspól. Bíllinn er góður hér og það er gaman að sjá hversu nálægt við erum. Áhorfendur hér eru frábærir og veita mér auka kraft,“ sagði Max Verstappen sem ræsir annar á morgun.

„Dagurinn fór eftir áætlun fyrir utan það þegar ég fór út af brautinni. Auvitað hefði verið gaman að ná ráspól sem mér fannst vera innan seilingar í dag,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsir þriðji á morgun.

„Það er frábært að vera á fremstu rásröð hér. Keppnin verður spennandi á morgun vegna mismunandi dekkjaáætlanna. Ofurmjúku dekkin munu ekki endast eins lengi hjá Max Verstappen. Þetta verður virkilega spennandi á morgun. Ökumennirnir fengu að velja í morgun hvaða dekkjum þeir vilja ræsa á, á morgun,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull.

„Við getum unnið þessa keppni á morgun. Það verður aðalatriðið á morgun að hugsa vel um dekkin. Í dag höfum við séð hversu lítið bilið er á milli efstu manna,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir fjórði á morgun á Ferrari bílnum.

„Ég er ekki vonsvikinn. Max átti góðan hring. Mig vantaði þetta auka smáatriði til að ná fullkomnum hring í lokin. Ég er ánægður með að ræsa á mjúkum dekkjum á morgun. Max verður á ofurmjúkum og þetta var okkar val. Ég er vongóður um að eiga góða keppni á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem ræsir fimmti á morgun á Red Bull bílnum.

„Báðir bílarnir okkar voru að glíma við hugbúnaðarvandamál í tímatökunni. Þetta kostaði okkur um það bil tvo tíunu úr sekúndu. Við hefðum þá verið á undan Force India. Við verðum að vera bjartsýn fyrir morgundaginn,“ safði Rob Smedley, yfirmaður kappakstursmála hjá Williams.


Tengdar fréttir

Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu

Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017.

Nico Rosberg á ráspól í Belgíu

Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir belgíska kappaksturinn. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×