Kári Stefánsson: Erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um stjórnmál Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. ágúst 2016 17:34 Kári gefur lítið fyrir gagnrýni frá stuðningsmönnum fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/gva/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um stjórnmál vegna þess að „þau vekja gjarnan hjá fólki tilfinningar sem bera heilbrigða skynsemi ofurliði.“ Þetta segir Kári í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hann segir grein sína sem birtist í Morgunblaðinu í gær hafa vakið gagnrýni stuðningsmanna Bjarna sem saka hann um ósanngjarna gagnrýni og gefa í skyn að hann styðji einhvern annan stjórnmálaflokk. Í grein sinni í gær lagði Kári til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. Ástæðuna sagði Kári vera að Bjarni ætti erfitt með að halda orð sín. Í síðustu viku var samþykkt þingsályktunartillaga um fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Að mati Kára gengur sú áætlun þvert á yfirlýstan vilja Bjarna til að hlúa að þeim sem minna mega sín og styrkja heilbrigðiskerfinu. Í stöðuuppfærslunni segir Kári að hann telji Bjarna skýran, skemmtilegan og með þægilega nærveru. Hann gagnrýni hann hins vegar fyrir það „ginnungagap“ sem sé milli skoðana hans og vilja annars vegar og gerða hins vegar þegar kemur að heilbrigðismálum. Kári segir tilefni gagnrýnarinnar vera þingsályktunartillögu sem Bjarni lagði fram og var samþykkt í vikunni sem leið til stuðnings við fimm ára áætlun um ríkisfjármál. Kári telur tillöguna ganga þvert á skoðanir Bjarna og vilja í velferðarmálum. Kári fer heldur ekki mjúkum höndum um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann bendir á grein eftir hann í Fréttablaðinu fyrir skemmstu þar sem hann gagnrýnir ríkisstjórn Jóhönnu fyrir að hafa „vanrækt heilbrigðiskerfið sem og aðra þætti velferðarkerfisins.“ „Svartnættisskömm þeirrar ríkisstjórnar á rætur sínar í því að hún var fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu Lýðveldissins og hefði frekar átt að kasta sér á sverðsodda en að hola að innan velferðarkerfið.” Þá segir Kári það eflaust á stundum erfitt að vera stjórnmálaleiðtogi en að félagar og stuðningsmenn geti gert það auðveldara með því að hjálpa mönnum til góðra verka. „Ég held til dæmis að það væri Bjarna betra og hollara að stuðningsmenn hans hættu að væla undan því að ég benti á auðsætt gapið milli skoðana hans og vilja í velferðarmálum og fimm ára áætlunarinnar og ýttu honum frekar til þess að hrinda vilja hans í framkvæmd.” Að lokum segir Kári að sá flokkur sem sýni í verki raunverulegan stuðning við velferðarkerfið og endurreisi heilbrigðiskerfið komi til með að eiga hjarta hans. Stöðuuppfærslu Kára má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46 Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. 27. ágúst 2016 11:11 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um stjórnmál vegna þess að „þau vekja gjarnan hjá fólki tilfinningar sem bera heilbrigða skynsemi ofurliði.“ Þetta segir Kári í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hann segir grein sína sem birtist í Morgunblaðinu í gær hafa vakið gagnrýni stuðningsmanna Bjarna sem saka hann um ósanngjarna gagnrýni og gefa í skyn að hann styðji einhvern annan stjórnmálaflokk. Í grein sinni í gær lagði Kári til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. Ástæðuna sagði Kári vera að Bjarni ætti erfitt með að halda orð sín. Í síðustu viku var samþykkt þingsályktunartillaga um fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Að mati Kára gengur sú áætlun þvert á yfirlýstan vilja Bjarna til að hlúa að þeim sem minna mega sín og styrkja heilbrigðiskerfinu. Í stöðuuppfærslunni segir Kári að hann telji Bjarna skýran, skemmtilegan og með þægilega nærveru. Hann gagnrýni hann hins vegar fyrir það „ginnungagap“ sem sé milli skoðana hans og vilja annars vegar og gerða hins vegar þegar kemur að heilbrigðismálum. Kári segir tilefni gagnrýnarinnar vera þingsályktunartillögu sem Bjarni lagði fram og var samþykkt í vikunni sem leið til stuðnings við fimm ára áætlun um ríkisfjármál. Kári telur tillöguna ganga þvert á skoðanir Bjarna og vilja í velferðarmálum. Kári fer heldur ekki mjúkum höndum um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann bendir á grein eftir hann í Fréttablaðinu fyrir skemmstu þar sem hann gagnrýnir ríkisstjórn Jóhönnu fyrir að hafa „vanrækt heilbrigðiskerfið sem og aðra þætti velferðarkerfisins.“ „Svartnættisskömm þeirrar ríkisstjórnar á rætur sínar í því að hún var fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu Lýðveldissins og hefði frekar átt að kasta sér á sverðsodda en að hola að innan velferðarkerfið.” Þá segir Kári það eflaust á stundum erfitt að vera stjórnmálaleiðtogi en að félagar og stuðningsmenn geti gert það auðveldara með því að hjálpa mönnum til góðra verka. „Ég held til dæmis að það væri Bjarna betra og hollara að stuðningsmenn hans hættu að væla undan því að ég benti á auðsætt gapið milli skoðana hans og vilja í velferðarmálum og fimm ára áætlunarinnar og ýttu honum frekar til þess að hrinda vilja hans í framkvæmd.” Að lokum segir Kári að sá flokkur sem sýni í verki raunverulegan stuðning við velferðarkerfið og endurreisi heilbrigðiskerfið komi til með að eiga hjarta hans. Stöðuuppfærslu Kára má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46 Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. 27. ágúst 2016 11:11 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46
Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. 27. ágúst 2016 11:11
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent