Óttast að stjórnvöld geti lítið hjálpað Sæunn Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Í minnisblaðinu segir að vöxtur sé lítill í alþjóðahagkerfinu, sér í lagi innan evrusvæðisins, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda. vísir/afp Möguleiki valdhafa til að örva hagvöxt fer ört minnkandi, og bæði seðlabankar og ríkisstjórnir um allan heim hafa sífellt færri tól til þess að auka hagvöxt, samkvæmt nýrri rannsókn frá sérfræðingum greiningardeildar Barclays banka. Í minnisblaði Barclays, Diminishing policy power, færir sérfræðingurinn Christian Keller rök fyrir því að seðlabankar og ríkisstjórnir hafi sífellt færri möguleika á að laga hlutina eftir hefðbundnum leiðum, svo sem með því að beita peningamálastefnu, þegar efnahagskerfi heimsins standa frammi fyrir skaðlegu áfalli. Frá fjármálakreppunni 2008 hafa seðlabankar víðsvegar um heiminn notast við peningamálastefnu sem hefur ekki sést áður, lækkað stýrivexti og notað peningalega slökun (e. quantitative easing) til að reyna að takast á við verðbólgu og auka hagvöxt. Sérfræðingar Bank of America Merrill Lynch bentu á föstudag á að þá höfðu seðlabankar heimsins lækkað stýrivexti 666 sinnum frá falli Lehman Brothers árið 2008. Nú síðast þegar Englandsbanki lækkaði stýrivexti sína niður í 0,25 prósent. Allar þessar ákvarðanir eru ekki sagðar hafa skilað tilskildum áhrifum í efnahagslífi þjóðanna. Vöxtur er lítill í alþjóðahagkerfinu, sér í lagi innan evrusvæðisins, þar sem stýrivextir eru neikvæðir og mikið hefur verið um skuldabréfakaup. Sérfræðingar greiningardeildar Barclays telja að það sé einfaldlega ekki mikið meira sem Evrópubankinn geti gert til að örva hagvöxt.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Möguleiki valdhafa til að örva hagvöxt fer ört minnkandi, og bæði seðlabankar og ríkisstjórnir um allan heim hafa sífellt færri tól til þess að auka hagvöxt, samkvæmt nýrri rannsókn frá sérfræðingum greiningardeildar Barclays banka. Í minnisblaði Barclays, Diminishing policy power, færir sérfræðingurinn Christian Keller rök fyrir því að seðlabankar og ríkisstjórnir hafi sífellt færri möguleika á að laga hlutina eftir hefðbundnum leiðum, svo sem með því að beita peningamálastefnu, þegar efnahagskerfi heimsins standa frammi fyrir skaðlegu áfalli. Frá fjármálakreppunni 2008 hafa seðlabankar víðsvegar um heiminn notast við peningamálastefnu sem hefur ekki sést áður, lækkað stýrivexti og notað peningalega slökun (e. quantitative easing) til að reyna að takast á við verðbólgu og auka hagvöxt. Sérfræðingar Bank of America Merrill Lynch bentu á föstudag á að þá höfðu seðlabankar heimsins lækkað stýrivexti 666 sinnum frá falli Lehman Brothers árið 2008. Nú síðast þegar Englandsbanki lækkaði stýrivexti sína niður í 0,25 prósent. Allar þessar ákvarðanir eru ekki sagðar hafa skilað tilskildum áhrifum í efnahagslífi þjóðanna. Vöxtur er lítill í alþjóðahagkerfinu, sér í lagi innan evrusvæðisins, þar sem stýrivextir eru neikvæðir og mikið hefur verið um skuldabréfakaup. Sérfræðingar greiningardeildar Barclays telja að það sé einfaldlega ekki mikið meira sem Evrópubankinn geti gert til að örva hagvöxt.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira