Innlent

Áslaug Arna sækist eftir 3. sæti í prófkjörinu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. vísir/stefán
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, stefnir á 3. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Þetta tilkynnti hún á fundi í Sjóminjasafninu rétt í þessu.

Prófkjör flokksins í Reykjavík er sameiginlegt fyrir bæði kjördæmin. Þeir sem verða í efstu tveimur sætunum leiða því listana en 3-4. sæti skipa annað sæti listanna. Áslaug stefnir því í að því að vera í öðru sæti í annað hvort Reykjavík norður eða suður.

Brynjar Níelsson, Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigríður Á. Andersen, þingmenn flokksins í kjördæmunum, sækjast öll eftir endurkjöri. Þá hefur Ólöf Nordal, ráðherra og varaformaður flokksins, gefið út að hún hyggi á framboð.

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur gefið út að hún ætli ekki fram á nýjan leik. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur hins vegar ekkert látið uppi.

Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rennur út á morgun.


Tengdar fréttir

Vill verða þingmaður

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir mikilvægt að unga fólkið hafi sína fulltrúa á Alþingi. Hún vill að ríkið hætti að skipta sér af öllu mögulegu og fari að einbeita sér að því sem raunverulegu máli skiptir.

Út á sjó um Versló

Áslaug Arna, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, var á leiðinni út á sjó til að veiða makríl í tonnavís á meðan flestir Íslendingar voru að pakka niður tjaldinu sínu og æfa sig í að syngja Lífið er yndislegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×