Eygló Ósk: Mjög erfitt en líka ótrúlega gaman Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 13. ágúst 2016 01:43 Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir úrslitasundið í nótt. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir varð áttunda í 200 metra baksundi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta er næstbesti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög erfitt sund en þetta var líka ótrúlega gaman. Það er ekki hægt að lýsa því að vera partur af úrslitum á Ólympíuleikum. Þetta gerir mig hungraða í meira," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir úrslitasundið. „Sundið gekk ágætlega til að byrja með en ég fann það þegar það voru 50 metrar eftir að ég var mjög þreytt. Ég var eiginlega að ströggla að komast í bakkann en svona er það þegar maður syndir þetta þrisvar," sagði Eygló. „Ég skildi ekkert eftir í lauginni og ég kom í bakkann dauðþreytt. Ég veit það að ég gaf allt mitt í þetta og það er ekki dropi af orku eftir," sagði Eygló sem þurfti að hafa virkilega fyrir því að standa í viðtalsherberginu. Hún gaf allt í þetta úrslitasund. „Það er eiginlega bara vont að standa hérna," sagði Eygló Ósk hlæjandi. „Ég hef eiginlega engin orð yfir þetta. Þetta eru búnir að vera svo æðislegir leikar og þetta er búið að vera svo frábært. Þegar draumar manns loksins rætast og þetta kemur allt saman. Þetta er ástæðan fyrir því að maður æfir sund og ástæðan fyrir því að ég fer á æfingar á hverjum degi og legg allt mitt í æfingarnar," sagði Eygló Ósk. „Það er fyrir þetta augnablik. Þetta var svo gaman," sagði Eygló. Kom henni á óvart að hin bandaríska Maya DiRado hafi tekið gullið á undan Katinku Hosszú frá Ungverjalandi? „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég kom í bakkann og sá að hún hefði unnið. Ég hélt fyrir sundið að Katinka Hosszú væri pottþétt að fara að vinna," sagðu Eygló. „Ég hélt að það yrði engin keppni þannig að þetta er glæsilegt fyrir hana. Ég held meira að segja að hún sé að fara að hætta eftir þessa Ólympíuleika og því glæsilegt fyrir hana að enda þetta svona," sagði Eygló. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. 13. ágúst 2016 06:00 Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. 12. ágúst 2016 02:10 Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. 12. ágúst 2016 02:26 Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Byrjaði frábærlega en gaf eftir á síðustu 50 metrunum í 200 m baksundi á ÓL í Ríó. 13. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir varð áttunda í 200 metra baksundi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta er næstbesti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög erfitt sund en þetta var líka ótrúlega gaman. Það er ekki hægt að lýsa því að vera partur af úrslitum á Ólympíuleikum. Þetta gerir mig hungraða í meira," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir úrslitasundið. „Sundið gekk ágætlega til að byrja með en ég fann það þegar það voru 50 metrar eftir að ég var mjög þreytt. Ég var eiginlega að ströggla að komast í bakkann en svona er það þegar maður syndir þetta þrisvar," sagði Eygló. „Ég skildi ekkert eftir í lauginni og ég kom í bakkann dauðþreytt. Ég veit það að ég gaf allt mitt í þetta og það er ekki dropi af orku eftir," sagði Eygló sem þurfti að hafa virkilega fyrir því að standa í viðtalsherberginu. Hún gaf allt í þetta úrslitasund. „Það er eiginlega bara vont að standa hérna," sagði Eygló Ósk hlæjandi. „Ég hef eiginlega engin orð yfir þetta. Þetta eru búnir að vera svo æðislegir leikar og þetta er búið að vera svo frábært. Þegar draumar manns loksins rætast og þetta kemur allt saman. Þetta er ástæðan fyrir því að maður æfir sund og ástæðan fyrir því að ég fer á æfingar á hverjum degi og legg allt mitt í æfingarnar," sagði Eygló Ósk. „Það er fyrir þetta augnablik. Þetta var svo gaman," sagði Eygló. Kom henni á óvart að hin bandaríska Maya DiRado hafi tekið gullið á undan Katinku Hosszú frá Ungverjalandi? „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég kom í bakkann og sá að hún hefði unnið. Ég hélt fyrir sundið að Katinka Hosszú væri pottþétt að fara að vinna," sagðu Eygló. „Ég hélt að það yrði engin keppni þannig að þetta er glæsilegt fyrir hana. Ég held meira að segja að hún sé að fara að hætta eftir þessa Ólympíuleika og því glæsilegt fyrir hana að enda þetta svona," sagði Eygló.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. 13. ágúst 2016 06:00 Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. 12. ágúst 2016 02:10 Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. 12. ágúst 2016 02:26 Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Byrjaði frábærlega en gaf eftir á síðustu 50 metrunum í 200 m baksundi á ÓL í Ríó. 13. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sjá meira
Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. 13. ágúst 2016 06:00
Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. 12. ágúst 2016 02:10
Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. 12. ágúst 2016 02:26
Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45
Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Byrjaði frábærlega en gaf eftir á síðustu 50 metrunum í 200 m baksundi á ÓL í Ríó. 13. ágúst 2016 01:30