Össur segir prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 11:24 Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir að prófkjör Pírata hafi verið „bömmer“ og „tóm skel.“ Þetta kemur fram á Facebook-síðu þingmannsins þar sem hann skrifar um prófkjörið en úrslit í prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt í gærkvöldi. Þau Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Ásta Guðrún Helgadóttir röðuðu sér í efstu þrjú sætin en þau hafa öll setið á þingi fyrir Pírata. Alls kusu 1033 í prófkjörinu en um hundrað frambjóðendur tóku þátt. Að mati Össurar var þátttakan í prófkjörum Pírata skelfilega lítil: „Kosningakerfið virðist vera svo flókið að það þurfti sérstaka skrifstofu til að aðstoða menn við að skrá sig inn í kerfið. Fyrir vikið var þátttakan í prófkjörum mestu fjöldahreyfingar Íslandssögunnar skelfilega lítil. Í Suðurkjördæmi var fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði aðallega frambjóðendurnir sjálfir. Geri maður ráð fyrir því að fjölskyldur frambjóðendanna hafi stutt sitt fólk má ætla að einkum frambjóðendur og skyldulið hafi tekið þátt í prófkjörinu í Suðurkjördæmi,“ segir í færslu fyrrverandi ráðherrans. Þá fer hann einnig yfir prófkjörið í Norðausturkjördæmi „þar sem elítan henti Birni Þorlákssyni út – að hans sögn með plotti – tóku innan við 80 manns þátt í afgreiðslu listans. Í Reykjavík og Suð-vestur greiddu ríflega þúsund manns atkvæði um ríflega hundrað frambjóðendur. Tíundi hluti atkvæðanna voru því frambjóðendurnir sjálfir. Ef nánustu vinir og skyldulið eru með talin er líklegt að sárafáir úr hinni mörg þúsund manna grasrót hafi tekið þátt.“ Össur segir að það sama sé uppi á teningnum í kosningum um stefnu Pírata þar sem hann segir að sárafáir taki þátt sé miðað við allan þann fjölda fólks sem styðji flokkinn. Hann segir til að mynda miklu fleiri hafa tekið þátt þegar beint lýðræði var notað til að móta Evrópustefnu Samfylkingarinnar þegar hann var formaður flokksins. „Nálgunin, og viðleitnin til að beita raunverulegu lýðræði, er jákvæð og virðingarverð hjá Pírötum og sannarlega til eftirbreytni. Í framkvæmd er kerfið ekki að virka sérlega vel og virðist eiginlega vera tóm skel utan um góða og lýðræðislega hugmynd. Það býður heim hættunni á elítustjórnun einsog á Pírataspjallinu – sem eins og allir eiga nú orðið að vita á ekkert skylt við Pírata!“ Það vakti nokkra athygli í vikunni þegar Össur sagði engan mun vera á Pírötum og Samfylkingunni; hann kvaðst að minnsta kosti ekki þekkja hann. Formaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, brást við orðum þingmannsins og sagði Pírata ekki vera jafnaðarmenn líkt og samfylkingarfólk. Birgitta Jónsdóttir svaraði svo þeim orðum formannsins og spurði hvað það væri að vera jafnaðarmaður. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. 8. ágúst 2016 15:49 Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir að prófkjör Pírata hafi verið „bömmer“ og „tóm skel.“ Þetta kemur fram á Facebook-síðu þingmannsins þar sem hann skrifar um prófkjörið en úrslit í prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt í gærkvöldi. Þau Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Ásta Guðrún Helgadóttir röðuðu sér í efstu þrjú sætin en þau hafa öll setið á þingi fyrir Pírata. Alls kusu 1033 í prófkjörinu en um hundrað frambjóðendur tóku þátt. Að mati Össurar var þátttakan í prófkjörum Pírata skelfilega lítil: „Kosningakerfið virðist vera svo flókið að það þurfti sérstaka skrifstofu til að aðstoða menn við að skrá sig inn í kerfið. Fyrir vikið var þátttakan í prófkjörum mestu fjöldahreyfingar Íslandssögunnar skelfilega lítil. Í Suðurkjördæmi var fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði aðallega frambjóðendurnir sjálfir. Geri maður ráð fyrir því að fjölskyldur frambjóðendanna hafi stutt sitt fólk má ætla að einkum frambjóðendur og skyldulið hafi tekið þátt í prófkjörinu í Suðurkjördæmi,“ segir í færslu fyrrverandi ráðherrans. Þá fer hann einnig yfir prófkjörið í Norðausturkjördæmi „þar sem elítan henti Birni Þorlákssyni út – að hans sögn með plotti – tóku innan við 80 manns þátt í afgreiðslu listans. Í Reykjavík og Suð-vestur greiddu ríflega þúsund manns atkvæði um ríflega hundrað frambjóðendur. Tíundi hluti atkvæðanna voru því frambjóðendurnir sjálfir. Ef nánustu vinir og skyldulið eru með talin er líklegt að sárafáir úr hinni mörg þúsund manna grasrót hafi tekið þátt.“ Össur segir að það sama sé uppi á teningnum í kosningum um stefnu Pírata þar sem hann segir að sárafáir taki þátt sé miðað við allan þann fjölda fólks sem styðji flokkinn. Hann segir til að mynda miklu fleiri hafa tekið þátt þegar beint lýðræði var notað til að móta Evrópustefnu Samfylkingarinnar þegar hann var formaður flokksins. „Nálgunin, og viðleitnin til að beita raunverulegu lýðræði, er jákvæð og virðingarverð hjá Pírötum og sannarlega til eftirbreytni. Í framkvæmd er kerfið ekki að virka sérlega vel og virðist eiginlega vera tóm skel utan um góða og lýðræðislega hugmynd. Það býður heim hættunni á elítustjórnun einsog á Pírataspjallinu – sem eins og allir eiga nú orðið að vita á ekkert skylt við Pírata!“ Það vakti nokkra athygli í vikunni þegar Össur sagði engan mun vera á Pírötum og Samfylkingunni; hann kvaðst að minnsta kosti ekki þekkja hann. Formaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, brást við orðum þingmannsins og sagði Pírata ekki vera jafnaðarmenn líkt og samfylkingarfólk. Birgitta Jónsdóttir svaraði svo þeim orðum formannsins og spurði hvað það væri að vera jafnaðarmaður.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. 8. ágúst 2016 15:49 Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. 8. ágúst 2016 15:49
Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47