Viðskipti erlent

Ræða samning vegna útblásturssvindlsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Volkswagen og Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ræða nú um að semja vegna útblásturssvindls Volkswagen. Ráðuneytið hefur úrskurðað að fyrirtækið hafi brotið gegn lögum. Sektir fyrirtækisins í Bandaríkjunum gætu verið meira en 1,2 milljarðar dala eða rúmir 140 milljarðar króna. Heildarkostnaður fyrirtækisins gæti þó verið mun meiri en það.

Fyrirtækið hefur viðurkennt að hafa svindlað á prófunum varðandi útblástur bíla og hefur samþykkt að kaupa kaupa umrædda bíla til baka.

Um er að ræða tæplega hálfa milljón bíla í Bandaríkjunum.

Samkvæmt heimildum Reuters felur mögulegt samkomulag í sér að VW muni einnig verja tveimur milljörðum dala á næstu tíu árum til stuðnings við notendur rafbíla og annarra umhverfisvænna ökutækja. Þá mun fyrirtækið einnig hjálpa yfirvöldum að kaupa nýjar rútur.






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×