Hlaupið til góðs Edda Hermannsdóttir skrifar 17. ágúst 2016 09:00 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn. Hlaupið er haldið í 33. sinn og óhætt er að segja að hlaupið sé fastur liður hjá mörgum landsmönnum. Um leið og þarna koma saman þátttakendur sem hafa æft stíft undanfarnar vikur og mánuði þá er þetta ekki síður dagur allrar fjölskyldunnar þar sem allir hafa tök á því að taka þátt, ungir sem aldnir. Styttri veglengdir henta styttri fótleggjum og síðan má alltaf ganga lengri vegalengdir og njóta þess að vera með. Fyrir 33 árum tóku 214 hlauparar þátt en í fyrra voru þátttakendur yfir 15.000. Skráningin í ár gengur vel og eru þegar tæplega 11.000 skráðir til leiks sem er fjölgun miðað við sama tíma í fyrra. Hún skýrist að mestu leyti af fjölgun erlendra þátttakenda. Það er mjög ánægjulegt að fleiri komi til Íslands og taki þátt og upplifi hlaup eins og Reykjavíkurmaraþonið. Þó hlaupið sjálft sé heilsueflandi og skemmtilegt þá er einna mikilvægast að þúsundir hlaupara safna áheitum til góðra málefna. Söfnun Reykjavíkurmaraþonsins hefur vaxið gríðarlega hratt á undanförnum árum og í fyrra söfnuðust yfir 80 milljónir króna fyrir 167 félög. Þetta skiptir félögin gríðarlega miklu máli og mörg þeirra láta sitt ekki eftir liggja og hvetja hlaupara áfram. Í ár var markið sett hátt en markmiðið er að safna 100 milljónum til góðra mála. Það er frábært að sjá þátttakendur biðja um stuðning við sitt félag og þar munar sannarlega um hverja krónu. Það eru þátttakendur sjálfir sem gera þetta hlaup að því sem það er og styðja við mikilvæg málefni með því að koma saman í sameiginlegu átaki. Við hvetjum því alla til að taka þátt á laugardaginn, þá sem vilja ganga og hafa gaman, þá sem vilja elta Pókemon-karla og svo auðvitað þá sem hafa lagt blóð, svita og tár í hlaupaæfingar. Það er einstök tilfinning að hlaupa um götur Reykjavíkur þar sem íbúar hvetja hlaupara áfram með tónlist, trommum og klappi. Það eru allir hetjur í Reykjavíkurmaraþoninu: hlauparar, aðstandendur, þeir sem heita á hlauparana og síðast en ekki síst: þeir sem njóta góðs af áheitasöfnuninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Hermannsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn. Hlaupið er haldið í 33. sinn og óhætt er að segja að hlaupið sé fastur liður hjá mörgum landsmönnum. Um leið og þarna koma saman þátttakendur sem hafa æft stíft undanfarnar vikur og mánuði þá er þetta ekki síður dagur allrar fjölskyldunnar þar sem allir hafa tök á því að taka þátt, ungir sem aldnir. Styttri veglengdir henta styttri fótleggjum og síðan má alltaf ganga lengri vegalengdir og njóta þess að vera með. Fyrir 33 árum tóku 214 hlauparar þátt en í fyrra voru þátttakendur yfir 15.000. Skráningin í ár gengur vel og eru þegar tæplega 11.000 skráðir til leiks sem er fjölgun miðað við sama tíma í fyrra. Hún skýrist að mestu leyti af fjölgun erlendra þátttakenda. Það er mjög ánægjulegt að fleiri komi til Íslands og taki þátt og upplifi hlaup eins og Reykjavíkurmaraþonið. Þó hlaupið sjálft sé heilsueflandi og skemmtilegt þá er einna mikilvægast að þúsundir hlaupara safna áheitum til góðra málefna. Söfnun Reykjavíkurmaraþonsins hefur vaxið gríðarlega hratt á undanförnum árum og í fyrra söfnuðust yfir 80 milljónir króna fyrir 167 félög. Þetta skiptir félögin gríðarlega miklu máli og mörg þeirra láta sitt ekki eftir liggja og hvetja hlaupara áfram. Í ár var markið sett hátt en markmiðið er að safna 100 milljónum til góðra mála. Það er frábært að sjá þátttakendur biðja um stuðning við sitt félag og þar munar sannarlega um hverja krónu. Það eru þátttakendur sjálfir sem gera þetta hlaup að því sem það er og styðja við mikilvæg málefni með því að koma saman í sameiginlegu átaki. Við hvetjum því alla til að taka þátt á laugardaginn, þá sem vilja ganga og hafa gaman, þá sem vilja elta Pókemon-karla og svo auðvitað þá sem hafa lagt blóð, svita og tár í hlaupaæfingar. Það er einstök tilfinning að hlaupa um götur Reykjavíkur þar sem íbúar hvetja hlaupara áfram með tónlist, trommum og klappi. Það eru allir hetjur í Reykjavíkurmaraþoninu: hlauparar, aðstandendur, þeir sem heita á hlauparana og síðast en ekki síst: þeir sem njóta góðs af áheitasöfnuninni.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun