Eygló svarar fyrir sig með því að vísa í orð Rannveigar Rist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2016 12:16 Eygló sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hennar skoðun hefði legið fyrir lengi, hennar baráttumál væru öllum ljós og ákvörðunin myndi ekki hafa áhrif á hennar stöðu í ríkisstjórn. Vísir/Ernir „Ég er ekki frá því að mér finnist viðhorf til kvenna í stjórnunarstöðum oft vera óbilgjörn. Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum.“ Svo mörg voru orð Rannveigar Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, í viðtali við Morgunblaðið árið 2007. Eygló Harðardóttir, félags- og húsmálaráðherra, gerir orð Rannveigar að sínum í kjölfar gagnrýni sem hún hefur sætt eftir að hafa setið hjá við atkvæðagreiðslu í þinginu í gær um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að allir ráðherrar hefðu líkast til viljað fá meira fé til sinna mála og gagnrýndi útspil Eyglóar: „ „Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á RÚV í morgun að uppákoman væri slík að hann fengi hálfgerðan kjánahroll vegna málsins. Þá sagði þingflokksformaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir í gær að eðlilegt væri að Eygló segði af sér. Hegðunin væri ekki boðleg. Eygló sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hennar skoðun hefði legið fyrir lengi, hennar baráttumál væru öllum ljós og ákvörðunin myndi ekki hafa áhrif á hennar stöðu í ríkisstjórn.Viðtalið við Eygló má sjá hér að neðan. Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
„Ég er ekki frá því að mér finnist viðhorf til kvenna í stjórnunarstöðum oft vera óbilgjörn. Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum.“ Svo mörg voru orð Rannveigar Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, í viðtali við Morgunblaðið árið 2007. Eygló Harðardóttir, félags- og húsmálaráðherra, gerir orð Rannveigar að sínum í kjölfar gagnrýni sem hún hefur sætt eftir að hafa setið hjá við atkvæðagreiðslu í þinginu í gær um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að allir ráðherrar hefðu líkast til viljað fá meira fé til sinna mála og gagnrýndi útspil Eyglóar: „ „Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á RÚV í morgun að uppákoman væri slík að hann fengi hálfgerðan kjánahroll vegna málsins. Þá sagði þingflokksformaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir í gær að eðlilegt væri að Eygló segði af sér. Hegðunin væri ekki boðleg. Eygló sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hennar skoðun hefði legið fyrir lengi, hennar baráttumál væru öllum ljós og ákvörðunin myndi ekki hafa áhrif á hennar stöðu í ríkisstjórn.Viðtalið við Eygló má sjá hér að neðan.
Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira