Körfubolti

Bandaríkin rústaði Kína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Durant setur puttann upp í loft.
Durant setur puttann upp í loft. vísir/getty
Ástralía og Bandaríkin byrjuðu á sigri á Ólympíuleikunum í Ríó, en körfuboltinn fór af stað á leikunum í dag.

Bandaríkin rúllaði yfir Kína, en það var ljóst að stjörnuprýtt lið Bandaríkjanna myndi ekki lenda í miklum vandræðum gegn Kína. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 30-10 og í hálfleik leiddu Bandaríkjamenn, 59-30.

Lokatölur urðu svo 57 stiga sigur Bandaríkjana, 119-62, en riðlakeppnin í mótinu er oftar en ekki leikur einn fyrir bandaríska liðið. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Bandaríkin, en Yi Jianlian var stigahæstur hjá Kína einnig með 25 stig.

Allir leikmenn Bandaríkjanna komust á blað, en næstur Durant var DeMarcus Cousins með 17 stig.  

Nokkuð óvænt úrslit áttu sér hins vegar í hinum leik dagsins þegar Ástralía gerði sér lítið fyrir og lagði Frakkland af velli 87-66. Staðan í hálfleik var 36-33 fyrir Ástralíu í hálfleik.

Patty Mills, leikmaður San Antonio Spurs, var stigahæstur hjá Ástralíu með 21 stig og Andrew Bogut kom næstur með 18 stig. Tony Parker dró vagninn hjá Frakklandi sem fyrr, en hann skoraði átján stig.

Þetta var annar stærsti sigur Ástralíu í upphafsleik á Ólympíuleikunum frá upphafi, en sá stærsti kom gegn Kóreu á leikunum 1996. Þeir spila næst við hörkulið Serba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×