Íslenski boltinn

Gunnar Heiðar: Hefði þurft viku í viðbót til að skora þrennu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gunnar Heiðar er kominn aftur.
Gunnar Heiðar er kominn aftur. vísir/getty
„Mér líður svakalega vel. Þrjú stig á Ólafsvík er geggjað,“ sagði glaðbeittur Gunnar Heiðar Þorvaldsson eftir að hafa byrjað sinn fyrsta leik á leiktíðinni fyrir ÍBV, en hann tryggði ÍBV sigur á Víkingi Ólafsvík.

„Líkaminn er fínn. Lungun eru fín en hásinin og þar sem var skorið upp er svolítið lúið núna. En það er frábært að vera kominn aftur.“



ÍBV mætir Val í úrslitum Borgunarbikarsins á laugardaginn og verður ákveðin prófraun á Gunnar Heiðar, hvort hann nær þeim leik.



„Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir því. Að koma með sigur í farteskinu úr þesum leik er frábært. Við sýndum í fyrri hálfleik að við getum leikið okkur að hvaða liði sem er.

"

„Ég hefði þurft eina viku í viðbót. Þá hefði ég skorað þrennu á korteri,“ sagði Gunnar Heiðar og hló.

„Nei ég fann mig mjög vel. Það er frábært að vera kominn aftur. Ég hafði ekki spilað síðan í janúar. Geggjað að vera kominn og hjálpa peyjunum. Það er búið að vera erfitt að vera fyrir utan og horfa á þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×