Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júlí 2016 07:00 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, og varaforsetaefni hennar, Tim Kaine. Nordicphotos/AFP „Af auðmýkt, ákveðni og takmarkalausri trú á Bandaríkjunum samþykki ég útnefningu ykkar til forsetaframboðs,“ sagði Hillary Clinton sem nú er formlega orðin forsetaframbjóðandi flokks demókrata í Bandaríkjunum eftir landsfund flokksins í vikunni. Clinton mun etja kappi við frambjóðanda repúblikana, Donald Trump, í kosningunum sem fara fram 8. nóvember næstkomandi. Í ræðu sinni á landsfundinum fór Clinton yfir sína sýn á framtíð Bandaríkjanna, feril sinn og sögu og vankanta sem hún sér á Trump. Þá þakkaði hún einnig Bernie Sanders, andstæðingi sínum úr forkosningunum, fyrir baráttuna. Sagðist hún ætla að berjast með honum til að gera háskóla gjaldfrjálsa.Glerþakið brotið „Í kvöld höfum við náð mikilvægum áfanga í átt að fullkomnara ríki. Þetta er í fyrsta skipti sem stór flokkur hefur útnefnt konu til forsetaframboðs,“ sagði Clinton. Hún sagði að þegar slíkt glerþak væri brotið ryddi það veginn fyrir alla. „Þegar ekkert þak er til staðar getur maður stefnt hátt,“ sagði Clinton.Vill að arfleifðar sinnar sé gætt Barack Obama, fráfarandi forseti, sagði í ræðu sinni að Clinton myndi halda áfram á þeirri braut sem Bandaríkin eru að feta. Sagði hann að hún myndi gæta arfleifðar sinnar á meðan repúblikanar ælu á ótta og hatri. „Aldrei hefur maður eða kona, ekki ég, ekki Bill [Clinton], enginn, verið hæfari en Hillary Clinton til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna,“ sagði Obama í ræðu sinni. Forsetafrúin Michelle Obama hvatti einnig til sameiningar gegn Trump. Gerði hún lítið úr slagorði Trumps um að gera Bandaríkin frábær á ný (e. Make America Great Again). „Ekki leyfa neinum að segja þér að þetta land sé ekki frábært. Þetta er besta land jarðarinnar akkúrat núna,“ sagði Obama.Sú besta til að breyta Bill Clinton, eiginmaður Hillary og forseti Bandaríkjanna meginþorra tíunda áratugarins, hélt sömuleiðis ræðu. „Vorið 1971 kynntist ég stelpu. Í fyrsta skipti sem ég sá hana vorum við í kennslustund um borgaraleg réttindi,“ sagði hann og fór yfir það hvernig hann kynntist eiginkonunni, forsetaframbjóðandanum. Þá sagði hann eiginkonu sína þá bestu til að breyta Bandaríkjunum til hins betra. Meginumfjöllunarefni Clintons var eiginkona hans. Fór hann yfir ferilskrá hennar og líf. Sagði hann meðal annars að hún hefði þrefaldað fjölda lífa alnæmissjúklinga sem Bandaríkin bjarga, einkum í Afríku, og spurði hvort þessi mynd rímaði við það sem repúblikanar hefðu sagt um hana á sínum landsfundi. Repúblikanar fóru þá mikinn og sögðu margir hverjir að fangelsa ætti frambjóðandann.Unnið að sameiningu Vegna þess hve hörð baráttan um útnefninguna á milli Sanders og Clinton var unnu demókratar að því á landsfundinum að sameina flokkinn og tryggja Clinton atkvæði stuðningsmanna Sanders. Í hinni formlegu atkvæðagreiðslu um útnefninguna fékk Clinton atkvæði 2.814 landsfundarfulltrúa en Sanders fékk 1.893 atkvæði. Þá varð leki tölvupósta miðstjórnar flokksins, þar sem sjá mátti að miðstjórnin vann með Clinton í forkosningunum, til þess að stuðningsmenn Sanders reiddust margir hverjir. Sjálfur flutti Sanders ræðu á landsþinginu og þurfti hann að mæta bauli eigin stuðningsmanna er hann lýsti yfir ótvíræðum stuðningi við Clinton. „Ekki seinna en strax þurfum við að sigra Donald Trump. Til þess þurfum við að kjósa Hillary Clinton og Tim Kaine,“ sagði Sanders, rétti upp höndina til að þagga í salnum og bætti við: „Bræður og systur … bræður og systur, þetta er sá raunveruleiki sem við búum við.“Sameinast gegn Trump Allir ræðumenn landsfundarins gátu hins vegar bersýnilega sameinast um það markmið að halda Donald Trump frá Hvíta húsinu, bústað forsetans. Sjálf sagði Hillary Clinton að Trump væri ógn við öryggi heimsbyggðarinnar allrar. „Maður sem hægt er að reita til reiði með tísti er ekki maður sem hægt er að treysta fyrir forsetaembættinu,“ sagði hún. Undir þetta tóku Michelle Obama, Bill Clinton, Barack Obama, Joe Biden, varnarmálaráðherrann fyrrverandi Leon Panetta og fjölmargir fleiri. Varaforsetaefni flokksins, Tim Kaine, gerði Trump einnig að umræðuefni sínu. „Fæstir forsetaframbjóðendur láta það duga að biðja fólk um að trúa því að það bjargi öllu. Þeir virða kjósendur nógu mikið til að segja þeim hvernig þeir ætla að framfylgja stefnumálum sínum,“ sagði Kaine.Jákvæð viðbrögð við ræðunni Rýnihópur CNN var jákvæður í garð Clinton eftir ræðu hennar. Sagði 71 prósent ræðuna mjög jákvæða, fimmtán prósent nokkuð jákvæða og tólf prósent sögðust neikvæð. Til samanburðar voru viðbrögð 57 prósenta rýnihóps CNN mjög jákvæð eftir ræðu Trumps í síðustu viku, átján prósent nokkuð jákvæð og 24 prósent neikvæð. Engin ný könnun hafði birst á landsvísu þegar Fréttablaðið fór í prentun en búast má við því að fylgi Clinton aukist í kjölfar landsfundarins líkt og er hefð fyrir. Meðaltal fylgisaukningar eftir landsfundi frá árinu 1980 er rúm 3 prósent og jókst fylgi Trumps álíka mikið eftir landsfund repúblikana. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman mælist Trump með 45,6 prósenta fylgi en Clinton 44,7 prósent.nordicphotos/afpBauluðu á ræðumenn af kraftiMikil læti voru í salnum, einkum á fyrsta degi landsfundarins. Áttu þar í hlut stuðningsmenn Bernies Sanders sem voru ósáttir við að þeirra frambjóðandi hefði ekki hlotið útnefninguna. Baulað var af krafti á nær alla ræðumenn fyrsta dagsins og marga þann næsta, meðal annars á Sanders sjálfan þegar hann lýsti yfir stuðningi við Hillary Clinton. Óánægjan kom einna skýrast fram þegar fyrrverandi varnarmálaráðherra, Leon Panetta, nýr formaður landsfundar flokksins, Marcia Fudge, og uppistandarinn Sarah Silverman fluttu ræður. Í ræðu Panetta kölluðu stuðningsmenn Sanders ítrekað: „Lygari! Lygari! Lygari!“ og þegar Silverman sagði stuðningsmenn Sanders haga sér fáránlega var hún bauluð niður af sviðinu. Ræða Fudge heyrðist varla fyrir hávaða en hún stýrði landsfundinum þar sem Debbie Wasserman Schultz sagði af sér formannsembætti flokksins og fundarstjórnarhlutverki sínu vegna lekinna tölvupósta hennar sem sýndu stuðning hennar við Clinton. Þrátt fyrir að ekki hafi verið baulað á ræðu frambjóðandans sjálfs mátti sjá að krotað hafði verið á nokkra borða sem á hafði staðið Hillary þannig á þeim stóð einfaldlega „Liar“.nordicphotos/afpFormaðurinn sagði af sérDebbie Wasserman Schultz, fyrrverandi formaður miðstjórnar demókrata, fékk ekki að halda ræðu á landsfundinum eins og gert hafði verið ráð fyrir. Ástæðan var sú að hún sagði af sér embættinu eftir að Wikileaks-samtökin láku fjölda tölvupósta miðstjórnarinnar. Í tölvupóstunum mátti sjá að Schultz og miðstjórnin unnu með Clinton, gegn Sanders, í forkosningunum. Meðal annars velti miðstjórnin því fyrir sér hvort hægt væri að tortryggja trú Sanders og leiða í ljós að hann væri ekki gyðingur í raun heldur trúlaus. Þá skrifaði Schultz að Jeff Weaver, kosningastjóri Sanders, væri „bölvaður lygari“. Schultz var einn kosningastjóra Clinton í forkosningunum 2008. Mikil pressa var sett á Schultz að segja af sér, meðal annars af hálfu Sanders, og varð hún við þeirri beiðni. Við tekur Donna Brazile. Demókratar hafa margir hverjir haldið því fram að Rússar standi að baki lekanum. Heimildarmaður NBC innan leyniþjónustunnar segir það líklegt en ekki sannað.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
„Af auðmýkt, ákveðni og takmarkalausri trú á Bandaríkjunum samþykki ég útnefningu ykkar til forsetaframboðs,“ sagði Hillary Clinton sem nú er formlega orðin forsetaframbjóðandi flokks demókrata í Bandaríkjunum eftir landsfund flokksins í vikunni. Clinton mun etja kappi við frambjóðanda repúblikana, Donald Trump, í kosningunum sem fara fram 8. nóvember næstkomandi. Í ræðu sinni á landsfundinum fór Clinton yfir sína sýn á framtíð Bandaríkjanna, feril sinn og sögu og vankanta sem hún sér á Trump. Þá þakkaði hún einnig Bernie Sanders, andstæðingi sínum úr forkosningunum, fyrir baráttuna. Sagðist hún ætla að berjast með honum til að gera háskóla gjaldfrjálsa.Glerþakið brotið „Í kvöld höfum við náð mikilvægum áfanga í átt að fullkomnara ríki. Þetta er í fyrsta skipti sem stór flokkur hefur útnefnt konu til forsetaframboðs,“ sagði Clinton. Hún sagði að þegar slíkt glerþak væri brotið ryddi það veginn fyrir alla. „Þegar ekkert þak er til staðar getur maður stefnt hátt,“ sagði Clinton.Vill að arfleifðar sinnar sé gætt Barack Obama, fráfarandi forseti, sagði í ræðu sinni að Clinton myndi halda áfram á þeirri braut sem Bandaríkin eru að feta. Sagði hann að hún myndi gæta arfleifðar sinnar á meðan repúblikanar ælu á ótta og hatri. „Aldrei hefur maður eða kona, ekki ég, ekki Bill [Clinton], enginn, verið hæfari en Hillary Clinton til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna,“ sagði Obama í ræðu sinni. Forsetafrúin Michelle Obama hvatti einnig til sameiningar gegn Trump. Gerði hún lítið úr slagorði Trumps um að gera Bandaríkin frábær á ný (e. Make America Great Again). „Ekki leyfa neinum að segja þér að þetta land sé ekki frábært. Þetta er besta land jarðarinnar akkúrat núna,“ sagði Obama.Sú besta til að breyta Bill Clinton, eiginmaður Hillary og forseti Bandaríkjanna meginþorra tíunda áratugarins, hélt sömuleiðis ræðu. „Vorið 1971 kynntist ég stelpu. Í fyrsta skipti sem ég sá hana vorum við í kennslustund um borgaraleg réttindi,“ sagði hann og fór yfir það hvernig hann kynntist eiginkonunni, forsetaframbjóðandanum. Þá sagði hann eiginkonu sína þá bestu til að breyta Bandaríkjunum til hins betra. Meginumfjöllunarefni Clintons var eiginkona hans. Fór hann yfir ferilskrá hennar og líf. Sagði hann meðal annars að hún hefði þrefaldað fjölda lífa alnæmissjúklinga sem Bandaríkin bjarga, einkum í Afríku, og spurði hvort þessi mynd rímaði við það sem repúblikanar hefðu sagt um hana á sínum landsfundi. Repúblikanar fóru þá mikinn og sögðu margir hverjir að fangelsa ætti frambjóðandann.Unnið að sameiningu Vegna þess hve hörð baráttan um útnefninguna á milli Sanders og Clinton var unnu demókratar að því á landsfundinum að sameina flokkinn og tryggja Clinton atkvæði stuðningsmanna Sanders. Í hinni formlegu atkvæðagreiðslu um útnefninguna fékk Clinton atkvæði 2.814 landsfundarfulltrúa en Sanders fékk 1.893 atkvæði. Þá varð leki tölvupósta miðstjórnar flokksins, þar sem sjá mátti að miðstjórnin vann með Clinton í forkosningunum, til þess að stuðningsmenn Sanders reiddust margir hverjir. Sjálfur flutti Sanders ræðu á landsþinginu og þurfti hann að mæta bauli eigin stuðningsmanna er hann lýsti yfir ótvíræðum stuðningi við Clinton. „Ekki seinna en strax þurfum við að sigra Donald Trump. Til þess þurfum við að kjósa Hillary Clinton og Tim Kaine,“ sagði Sanders, rétti upp höndina til að þagga í salnum og bætti við: „Bræður og systur … bræður og systur, þetta er sá raunveruleiki sem við búum við.“Sameinast gegn Trump Allir ræðumenn landsfundarins gátu hins vegar bersýnilega sameinast um það markmið að halda Donald Trump frá Hvíta húsinu, bústað forsetans. Sjálf sagði Hillary Clinton að Trump væri ógn við öryggi heimsbyggðarinnar allrar. „Maður sem hægt er að reita til reiði með tísti er ekki maður sem hægt er að treysta fyrir forsetaembættinu,“ sagði hún. Undir þetta tóku Michelle Obama, Bill Clinton, Barack Obama, Joe Biden, varnarmálaráðherrann fyrrverandi Leon Panetta og fjölmargir fleiri. Varaforsetaefni flokksins, Tim Kaine, gerði Trump einnig að umræðuefni sínu. „Fæstir forsetaframbjóðendur láta það duga að biðja fólk um að trúa því að það bjargi öllu. Þeir virða kjósendur nógu mikið til að segja þeim hvernig þeir ætla að framfylgja stefnumálum sínum,“ sagði Kaine.Jákvæð viðbrögð við ræðunni Rýnihópur CNN var jákvæður í garð Clinton eftir ræðu hennar. Sagði 71 prósent ræðuna mjög jákvæða, fimmtán prósent nokkuð jákvæða og tólf prósent sögðust neikvæð. Til samanburðar voru viðbrögð 57 prósenta rýnihóps CNN mjög jákvæð eftir ræðu Trumps í síðustu viku, átján prósent nokkuð jákvæð og 24 prósent neikvæð. Engin ný könnun hafði birst á landsvísu þegar Fréttablaðið fór í prentun en búast má við því að fylgi Clinton aukist í kjölfar landsfundarins líkt og er hefð fyrir. Meðaltal fylgisaukningar eftir landsfundi frá árinu 1980 er rúm 3 prósent og jókst fylgi Trumps álíka mikið eftir landsfund repúblikana. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman mælist Trump með 45,6 prósenta fylgi en Clinton 44,7 prósent.nordicphotos/afpBauluðu á ræðumenn af kraftiMikil læti voru í salnum, einkum á fyrsta degi landsfundarins. Áttu þar í hlut stuðningsmenn Bernies Sanders sem voru ósáttir við að þeirra frambjóðandi hefði ekki hlotið útnefninguna. Baulað var af krafti á nær alla ræðumenn fyrsta dagsins og marga þann næsta, meðal annars á Sanders sjálfan þegar hann lýsti yfir stuðningi við Hillary Clinton. Óánægjan kom einna skýrast fram þegar fyrrverandi varnarmálaráðherra, Leon Panetta, nýr formaður landsfundar flokksins, Marcia Fudge, og uppistandarinn Sarah Silverman fluttu ræður. Í ræðu Panetta kölluðu stuðningsmenn Sanders ítrekað: „Lygari! Lygari! Lygari!“ og þegar Silverman sagði stuðningsmenn Sanders haga sér fáránlega var hún bauluð niður af sviðinu. Ræða Fudge heyrðist varla fyrir hávaða en hún stýrði landsfundinum þar sem Debbie Wasserman Schultz sagði af sér formannsembætti flokksins og fundarstjórnarhlutverki sínu vegna lekinna tölvupósta hennar sem sýndu stuðning hennar við Clinton. Þrátt fyrir að ekki hafi verið baulað á ræðu frambjóðandans sjálfs mátti sjá að krotað hafði verið á nokkra borða sem á hafði staðið Hillary þannig á þeim stóð einfaldlega „Liar“.nordicphotos/afpFormaðurinn sagði af sérDebbie Wasserman Schultz, fyrrverandi formaður miðstjórnar demókrata, fékk ekki að halda ræðu á landsfundinum eins og gert hafði verið ráð fyrir. Ástæðan var sú að hún sagði af sér embættinu eftir að Wikileaks-samtökin láku fjölda tölvupósta miðstjórnarinnar. Í tölvupóstunum mátti sjá að Schultz og miðstjórnin unnu með Clinton, gegn Sanders, í forkosningunum. Meðal annars velti miðstjórnin því fyrir sér hvort hægt væri að tortryggja trú Sanders og leiða í ljós að hann væri ekki gyðingur í raun heldur trúlaus. Þá skrifaði Schultz að Jeff Weaver, kosningastjóri Sanders, væri „bölvaður lygari“. Schultz var einn kosningastjóra Clinton í forkosningunum 2008. Mikil pressa var sett á Schultz að segja af sér, meðal annars af hálfu Sanders, og varð hún við þeirri beiðni. Við tekur Donna Brazile. Demókratar hafa margir hverjir haldið því fram að Rússar standi að baki lekanum. Heimildarmaður NBC innan leyniþjónustunnar segir það líklegt en ekki sannað.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira