Hvað er að gerast hjá Twitter? Sæunn Gísladóttir skrifar 30. júlí 2016 08:00 Á þriðjudaginn kynntu forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter uppgjör annars ársfjórðungs hjá félaginu sem sýndi að tekjuvöxtur var minni en á síðasta ári og að virkum mánaðarlegum notendum hefði einungis fjölgað um þrjú prósent á einu ári. Í kjölfarið lækkaði gengi hlutabréfa í félaginu um fjórtán prósent. Fregnir af erfiðleikum hjá Twitter eru ekki nýjar. Ber þar hæst að illa hefur gengið að fjölga notendum. Virkir mánaðarlegir notendur voru 313 milljónir í lok annars ársfjórðungs 2016 og hafði einungis fjölgað um 11 milljónir, eða 3,6 prósent. Til samanburðar voru notendur Facebook 1,7 milljarðar í lok annars ársfjórðungs og hafði fjölgað um rúmlega 400 milljónir, eða tæplega 19 prósent, á sama tímabili. Gengi hlutabréfa í Twitter hefur lækkað um tæplega sjötíu prósent frá því í apríl á síðasta ári og er markaðsvirði fyrirtækisins nú 11 milljarðar dollara, samanborið við 18 milljarða dollara þegar það fór á markað árið 2013. Lækkunin nemur 838 milljörðum íslenskra króna. Twitter var stofnað árið 2006 og fór ört vaxandi í upphafi. Árið 2007 var fjöldi tísta á hverjum ársfjórðungi 400 þúsund og voru þau orðin 100 milljónir á hverjum ársfjórðungi árið 2008. Tístin voru svo orðin 140 milljónir á dag í mars 2011. Fljótlega voru frægir einstaklingar komnir á Twitter og með tugi milljóna fylgjenda. Söngkonan Katy Perry er til dæmis með 91 milljón fylgjenda.Fyrirtækið óx svo gríðarlega með yfirtökum á fyrirtækjum á borð við Niche, Periscope og TellApart. Frá 2015 hafa greiningaraðilar hins vegar óttast að vöxtur hjá fyrirtækinu sé að dragast saman. Við síðustu afkomutilkynningu sagði Michael Pachter, greiningaraðili hjá Wedbush, að Twitter væri Yahoo samfélagsmiðla en tekjur Yahoo hafa farið minnkandi síðan á fjórða ársfjórðungi 2011. Tekjur Twitter fara ennþá vaxandi en þær hækkuðu um tuttugu prósent á milli ára og námu 602 milljónum dollara, jafnvirði 73 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta var hins vegar fyrir neðan spár greiningaraðila og minni tekjuvöxtur milli ára en árið áður. Ofan á þetta bætist að forsvarsmenn fyrirtækisins spá einungis 590 til 610 milljóna dollara tekjum á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 682 milljóna dollara tekjuspá greiningaraðila. Stjórnendur Twitter virðast því ekki hafa náð að sannfæra fjárfesta um vaxtarmöguleika fyrirtækisins. Annað vandamál sem Twitter stendur frammi fyrir eru notendur sem hætta á miðlinum sökum nettrölla. Sér í lagi þekktir einstaklingar. Pachter sagði í minnisblaði á miðvikudaginn að líkt og Yahoo hafi Twitter staðnað. Stjórnendur séu ekki að einbeita sér að því að fjölga notendum. Hann telur að vöxtur hjá fyrirtækinu verði lítill þangað til náist að taka á notendavandanum. Hann segir þjónustuna of flókna fyrir meðalmann sem notar internetið. Annað sem spilar inn í tekjumódel Twitter er að Facebook og Google eiga stóran bita af auglýsingakökunni á netinu og þarf Twitter að keppa við Microsoft, Yahoo og fleiri risa um það sem eftir stendur. Jack Dorsey, framkvæmdastjóri Twitter, hefur lagt til að ýta undir notkun myndbanda á miðlinum og þann möguleika að hafa viðburði í beinni. Vandamálið er að Facebook og Google eru með sömu hugmyndina til að fjölga auglýsendum. Tíminn verður að leiða í ljós hvort Twitter muni ná sér á strik, en nú þegar eru aðrir samfélagsmiðlar, eins og Instagram, komnir fram úr Twitter í fjölda notenda. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Tækni Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Á þriðjudaginn kynntu forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter uppgjör annars ársfjórðungs hjá félaginu sem sýndi að tekjuvöxtur var minni en á síðasta ári og að virkum mánaðarlegum notendum hefði einungis fjölgað um þrjú prósent á einu ári. Í kjölfarið lækkaði gengi hlutabréfa í félaginu um fjórtán prósent. Fregnir af erfiðleikum hjá Twitter eru ekki nýjar. Ber þar hæst að illa hefur gengið að fjölga notendum. Virkir mánaðarlegir notendur voru 313 milljónir í lok annars ársfjórðungs 2016 og hafði einungis fjölgað um 11 milljónir, eða 3,6 prósent. Til samanburðar voru notendur Facebook 1,7 milljarðar í lok annars ársfjórðungs og hafði fjölgað um rúmlega 400 milljónir, eða tæplega 19 prósent, á sama tímabili. Gengi hlutabréfa í Twitter hefur lækkað um tæplega sjötíu prósent frá því í apríl á síðasta ári og er markaðsvirði fyrirtækisins nú 11 milljarðar dollara, samanborið við 18 milljarða dollara þegar það fór á markað árið 2013. Lækkunin nemur 838 milljörðum íslenskra króna. Twitter var stofnað árið 2006 og fór ört vaxandi í upphafi. Árið 2007 var fjöldi tísta á hverjum ársfjórðungi 400 þúsund og voru þau orðin 100 milljónir á hverjum ársfjórðungi árið 2008. Tístin voru svo orðin 140 milljónir á dag í mars 2011. Fljótlega voru frægir einstaklingar komnir á Twitter og með tugi milljóna fylgjenda. Söngkonan Katy Perry er til dæmis með 91 milljón fylgjenda.Fyrirtækið óx svo gríðarlega með yfirtökum á fyrirtækjum á borð við Niche, Periscope og TellApart. Frá 2015 hafa greiningaraðilar hins vegar óttast að vöxtur hjá fyrirtækinu sé að dragast saman. Við síðustu afkomutilkynningu sagði Michael Pachter, greiningaraðili hjá Wedbush, að Twitter væri Yahoo samfélagsmiðla en tekjur Yahoo hafa farið minnkandi síðan á fjórða ársfjórðungi 2011. Tekjur Twitter fara ennþá vaxandi en þær hækkuðu um tuttugu prósent á milli ára og námu 602 milljónum dollara, jafnvirði 73 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta var hins vegar fyrir neðan spár greiningaraðila og minni tekjuvöxtur milli ára en árið áður. Ofan á þetta bætist að forsvarsmenn fyrirtækisins spá einungis 590 til 610 milljóna dollara tekjum á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 682 milljóna dollara tekjuspá greiningaraðila. Stjórnendur Twitter virðast því ekki hafa náð að sannfæra fjárfesta um vaxtarmöguleika fyrirtækisins. Annað vandamál sem Twitter stendur frammi fyrir eru notendur sem hætta á miðlinum sökum nettrölla. Sér í lagi þekktir einstaklingar. Pachter sagði í minnisblaði á miðvikudaginn að líkt og Yahoo hafi Twitter staðnað. Stjórnendur séu ekki að einbeita sér að því að fjölga notendum. Hann telur að vöxtur hjá fyrirtækinu verði lítill þangað til náist að taka á notendavandanum. Hann segir þjónustuna of flókna fyrir meðalmann sem notar internetið. Annað sem spilar inn í tekjumódel Twitter er að Facebook og Google eiga stóran bita af auglýsingakökunni á netinu og þarf Twitter að keppa við Microsoft, Yahoo og fleiri risa um það sem eftir stendur. Jack Dorsey, framkvæmdastjóri Twitter, hefur lagt til að ýta undir notkun myndbanda á miðlinum og þann möguleika að hafa viðburði í beinni. Vandamálið er að Facebook og Google eru með sömu hugmyndina til að fjölga auglýsendum. Tíminn verður að leiða í ljós hvort Twitter muni ná sér á strik, en nú þegar eru aðrir samfélagsmiðlar, eins og Instagram, komnir fram úr Twitter í fjölda notenda. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Tækni Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira