Viðskipti innlent

Lofað verðlaunum í Wow Cyclothon sem ekki á að afhenda

Ingvar Haraldsson skrifar
Fjöldi þátttakenda er ávallt í WOW Cyclothon.
Fjöldi þátttakenda er ávallt í WOW Cyclothon. vísir/daníel
Keppendur sem komust á verðlaunapall í Wow Cyclo­thon segja að þeim hafi verið lofað verðlaunum sem ekki stendur til að afhenda.

„Við fengum verðlaunapening og tómt umslag upp á svið og sagt við okkur að vinningarnir yrðu sendir í pósti til okkar,“ segir Jóhannes Óskarsson, liðsstjóri liðsins Tjónaskoðun.is, sem lenti í öðru sæti í karlaflokki meðal fjögurra manna liða. Jóhannes segir að Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, hafi afhent verðlaunin og lofað þeim vinningunum. „Við erum búnir að senda tölvupóst og spyrja út í þetta en fengum þau svör að það væru ekki verðlaun fyrir annað sætið,“ segir hann.

Lilja Birgisdóttir, keppnisstjóri Wow Cyclothon, segir að um mistök hafi verið að ræða. „Það hefur alltaf verið í Wow Cyclothon að fyrsta sætið fær verðlaunapening og flugmiða,“ segir Lilja.

Fyrir mistök segir Lilja að einu liði hafi verið afhent umslög í hamaganginum við verðlaunaafhendinguna. „Þeir réttu þeim óvart umslög en við leiðréttum það strax,“ segir hún.

„Við töluðum strax við þau og létum þau vita. Ef ég man rétt þá voru umslögin tekin til baka áður en liðið fór niður af sviðinu.“ 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×