Varaforsetaefnin Kaine og Pence Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2016 09:45 Tim Kaine og Mike Pence Vísir/EPA/AFP Varaforsetaembættið er næstæðsta embætti framkvæmdavaldsins í Bandaríkjunum á eftir forsetaembættinu sjálfu. Sjálfur er varaforsetinn ekki kosinn í forkosningum heldur velur forsetaframbjóðandi varaforsetaefni sitt. Eru þeir svo saman í einum reit á kjörseðlinum sem eitt framboð.Embættisskyldur Formlegar embættisskyldur varaforsetans eru ekki margar. Hann sinnir ráðgjafarhlutverki fyrir forsetann og er forseti öldungadeildar þingsins. Þar hefur hann einungis kosningarétt ef atkvæði þingmanna skiptast jafnt. Þá er það einnig hlutverk varaforsetans að taka við ef forseti hrökklast úr embætti eða deyr áður en kjörtímabili hans lýkur. Það hefur gerst níu sinnum í sögu Bandaríkjanna.Níu hafa orðið forsetar John Tyler, Millard Fillmore, Calvin Coolidge og Harry S. Truman tóku allir við embættinu eftir að forsetar þeirra höfðu látist úr sjúkdómum. Andrew Johnson, Theodore Roosevelt og Lyndon B. Johnson tóku við eftir að forsetar þeirra voru myrtir. Þá varð Gerald Ford forseti eftir að Richard Nixon sagði af sér árið 1974. Ford tók við varaforsetaembættinu af Spiro Agnew, sem einnig sagði af sér, árið 1973 og varð því forseti án þess að nokkur hefði kosið hann.Mike Pence og Donald TrumpNordicphotos/AFPFyrst og fremst kristinnar trúar Mike Pence er varaforsetaefni Donalds Trump. Hann berst fyrir kristnum gildum. Pence er ríkisstjóri í Indiana og lýsti yfir stuðningi við Cruz í forkosningunum. Hann á að sameina flokkinn. Donald Trump er þekktur fyrir sterkan persónuleika sinn, fjölbreyttan stíl og persónutöfra. Ég held hann hafi bara verið að leita að jafnvægi með því að hafa mig með á kjörseðlinum,“ sagði Mike Pence, varaforsetaefni repúblikana, um forsetaefnið, Donald Trump, á landsfundi repúblikana í síðustu viku. Pence er ríkisstjóri í Indiana en hann hefur gegnt því embætti frá árinu 2013. Áður var hann þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2001 til 2013. Hann er vinsæll innan flokksins og minna umdeildur en Trump. Með valinu vonast Trump til að geta sameinað stríðandi fylkingar innan flokksins en sjálfur lýsti Pence yfir stuðningi við Ted Cruz, andstæðing Trumps í forkosningunum. Þar að auki eru Pence og repúblikaninn Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, góðir vinir.Hjálpar í nágrannafylkjum Talið er nær öruggt að í heimafylki Pence, Indiana, verði repúblikani kosinn. Því er valið á Pence ekki eins og val Hillary Clinton á Tim Kaine, sem hún vonar að tryggi sér heimafylki Kaines, Virginíu. Hins vegar eru sóknartækifæri fyrir repúblikana í nágrannafylkjunum Ohio, Wisconsin og Michigan og vonast Trump til þess að Pence tryggi sigur þar. Pence er einnig tiltölulega óþekktur á landsvísu. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa fæstir Bandaríkjamenn skoðun á honum og getur Pence því mótað persónu sína í takt við þarfir framboðsins. Einnig mun Pence koma til með að hjálpa til við að tryggja stuðning kristinna Bandaríkjamanna en Pence hefur sagst vera kristinn, íhaldssamur og repúblikani, í þeirri röð.Andvígur samkynja hjónaböndum Pence barðist gegn rétti samkynja para til að gifta sig og samþykkti lög í Indiana í fyrra sem heimiluðu fyrirtækjum ríkisins að neita samkynja pörum um þjónustu á grundvelli trúarskoðana. Þá hefur hann einnig samþykkt ein ströngustu lögin í Bandaríkjunum gegn fóstureyðingum. Til að mynda varð Indiana annað fylki Bandaríkjanna til að banna fóstureyðingar ef fóstrið er fatlað. Þá vill Pence skera niður útgjöld ríkisins og lækka skatta.Lítur upp til Reagans Helstu fyrirmynd sína segir Pence vera Ronald Reagan. Hann hafi alist upp sem demókrati og dáð John F. Kennedy en Reagan hafi náð að snúa honum. Árið 2006 vildi Pence verða forseti fulltrúadeildar þingsins en tapaði fyrir samflokksmanni sínum John Boehner með 27 atkvæðum gegn 168. Þá var skorað á Pence að bjóða sig fram til forseta árin 2008 og 2012 en hann hefur í stað þess einbeitt sér að Indiana. Tim Kaine ásamt Hillary ClintonVísir/GettyAldrei tapað kosningabaráttu Tim Kaine hefur gegnt embætti borgarstjóra, ríkisstjóra og þingmanns. Hann er varaforsetaefni demókrata og lýsir sjálfum sér sem leiðinlegum. Clinton vonar að Kaine tryggi henni Virginíu. Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, kynnti fyrir helgi að hún hefði valið öldungadeildarþingmanninn Tim Kaine frá Virginíu sem varaforsetaefni sitt. Kaine er reynslumikill stjórnmálamaður og telur Clinton að hann muni hjálpa framboði hennar en hann hefur aldrei tapað kosningabaráttu. Sjálfur viðurkenndi Kaine í viðtali áður en tilkynnt var um valið að hann væri ekki mest spennandi kosturinn. „Ég er leiðinlegur,“ sagði Kaine. Frá árinu 2012 hefur Kaine setið í öldungadeild þingsins. Áður, frá 2006 til 2010, var hann ríkisstjóri Virginíu og á árunum 1998 til 2001 var hann borgarstjóri í Richmond.Vill vinna Virginíu Með vali sínu á Kaine vonast Clinton til að vinna heimafylki hans í kosningunum sem fara fram í nóvember. Demókratar hafa nú unnið Virginíu tvisvar í röð en repúblikanar unnu árin 2000 og 2004. Kosningakerfið í Bandaríkjunum er með þeim hætti að almenningur kýs kjörmenn til að kjósa frambjóðanda fyrir sig. Mismargir kjörmenn eru í boði í hverju fylki og fær frambjóðandinn sem fær flest atkvæði í fylkinu alla kjörmennina. Í Virginíu eru kjörmennirnir þrettán en 270 þarf til að fá meirihluta kjörmanna og í kjölfarið forsetaembættið.Trúboði í Hondúras Einnig mun Kaine gagnast Clinton vel við að sækja atkvæði spænskumælandi Bandaríkjamanna. Kaine tók sér árs leyfi frá lögfræðinámi til að sinna trúboðastörfum í Hondúras og talar reiprennandi spænsku. Hluti ræðu hans þegar Clinton tilkynnti um valið var á spænsku. Þá varð hann árið 2013 fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að flytja ræðu í þinginu á spænsku. Ræðan var fjórtán mínútur og fjallaði um breytingar sem hann vildi gera á skilyrðum fyrir innflytjendur. Líkt og sitjandi varaforseti, Joe Biden, er Kaine heittrúaður kaþólikki. Hefur Kaine sagst persónulega vera andvígur fóstureyðingum en líkt og Biden hefur hann í tíð sinni í öldungadeildinni varið fóstureyðingar. Þá gefur stofnunin Planned Parenthood honum hæstu einkunn fyrir að hafa kosið með fóstureyðingum í öldungadeildinni. Einnig hefur hann barist fyrir réttindum hinsegin fólks, meðal annars fyrir rétti samkynja para til að gifta sig.Stuðningsmenn Sanders ósáttir Stuðningsmenn Bernies Sanders, helsta andstæðings Clinton í forkosningunum, eru ekki allir sáttir við valið. Kaine er eindreginn stuðningsmaður fríverslunarsamningsins Trans-Pacific Partnership, sem Sanders berst gegn. Þá hefur hann einnig talað gegn því að reglur um starfsemi fjármálastofnana verði hertar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hver verður varaforsetaefni Hillary Clinton? Búist er við því að Hillary Clinton tilkynni varaforsetaefni sitt í lok næstu viku. Fimm þykja koma sterklega til greina. 16. júlí 2016 21:35 Líf og fjör á landsfundi repúblikana Landsfundur repúblikana í Bandaríkjunum fór fram um helgina. Donald Trump var formlega útnefndur til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Mike Pence sér við hlið. Landsþingsmenn kölluðu eftir fangelsun Hillary Clinton. Stjórnmálaferill Ted 25. júlí 2016 07:00 Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Varaforsetaembættið er næstæðsta embætti framkvæmdavaldsins í Bandaríkjunum á eftir forsetaembættinu sjálfu. Sjálfur er varaforsetinn ekki kosinn í forkosningum heldur velur forsetaframbjóðandi varaforsetaefni sitt. Eru þeir svo saman í einum reit á kjörseðlinum sem eitt framboð.Embættisskyldur Formlegar embættisskyldur varaforsetans eru ekki margar. Hann sinnir ráðgjafarhlutverki fyrir forsetann og er forseti öldungadeildar þingsins. Þar hefur hann einungis kosningarétt ef atkvæði þingmanna skiptast jafnt. Þá er það einnig hlutverk varaforsetans að taka við ef forseti hrökklast úr embætti eða deyr áður en kjörtímabili hans lýkur. Það hefur gerst níu sinnum í sögu Bandaríkjanna.Níu hafa orðið forsetar John Tyler, Millard Fillmore, Calvin Coolidge og Harry S. Truman tóku allir við embættinu eftir að forsetar þeirra höfðu látist úr sjúkdómum. Andrew Johnson, Theodore Roosevelt og Lyndon B. Johnson tóku við eftir að forsetar þeirra voru myrtir. Þá varð Gerald Ford forseti eftir að Richard Nixon sagði af sér árið 1974. Ford tók við varaforsetaembættinu af Spiro Agnew, sem einnig sagði af sér, árið 1973 og varð því forseti án þess að nokkur hefði kosið hann.Mike Pence og Donald TrumpNordicphotos/AFPFyrst og fremst kristinnar trúar Mike Pence er varaforsetaefni Donalds Trump. Hann berst fyrir kristnum gildum. Pence er ríkisstjóri í Indiana og lýsti yfir stuðningi við Cruz í forkosningunum. Hann á að sameina flokkinn. Donald Trump er þekktur fyrir sterkan persónuleika sinn, fjölbreyttan stíl og persónutöfra. Ég held hann hafi bara verið að leita að jafnvægi með því að hafa mig með á kjörseðlinum,“ sagði Mike Pence, varaforsetaefni repúblikana, um forsetaefnið, Donald Trump, á landsfundi repúblikana í síðustu viku. Pence er ríkisstjóri í Indiana en hann hefur gegnt því embætti frá árinu 2013. Áður var hann þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2001 til 2013. Hann er vinsæll innan flokksins og minna umdeildur en Trump. Með valinu vonast Trump til að geta sameinað stríðandi fylkingar innan flokksins en sjálfur lýsti Pence yfir stuðningi við Ted Cruz, andstæðing Trumps í forkosningunum. Þar að auki eru Pence og repúblikaninn Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, góðir vinir.Hjálpar í nágrannafylkjum Talið er nær öruggt að í heimafylki Pence, Indiana, verði repúblikani kosinn. Því er valið á Pence ekki eins og val Hillary Clinton á Tim Kaine, sem hún vonar að tryggi sér heimafylki Kaines, Virginíu. Hins vegar eru sóknartækifæri fyrir repúblikana í nágrannafylkjunum Ohio, Wisconsin og Michigan og vonast Trump til þess að Pence tryggi sigur þar. Pence er einnig tiltölulega óþekktur á landsvísu. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa fæstir Bandaríkjamenn skoðun á honum og getur Pence því mótað persónu sína í takt við þarfir framboðsins. Einnig mun Pence koma til með að hjálpa til við að tryggja stuðning kristinna Bandaríkjamanna en Pence hefur sagst vera kristinn, íhaldssamur og repúblikani, í þeirri röð.Andvígur samkynja hjónaböndum Pence barðist gegn rétti samkynja para til að gifta sig og samþykkti lög í Indiana í fyrra sem heimiluðu fyrirtækjum ríkisins að neita samkynja pörum um þjónustu á grundvelli trúarskoðana. Þá hefur hann einnig samþykkt ein ströngustu lögin í Bandaríkjunum gegn fóstureyðingum. Til að mynda varð Indiana annað fylki Bandaríkjanna til að banna fóstureyðingar ef fóstrið er fatlað. Þá vill Pence skera niður útgjöld ríkisins og lækka skatta.Lítur upp til Reagans Helstu fyrirmynd sína segir Pence vera Ronald Reagan. Hann hafi alist upp sem demókrati og dáð John F. Kennedy en Reagan hafi náð að snúa honum. Árið 2006 vildi Pence verða forseti fulltrúadeildar þingsins en tapaði fyrir samflokksmanni sínum John Boehner með 27 atkvæðum gegn 168. Þá var skorað á Pence að bjóða sig fram til forseta árin 2008 og 2012 en hann hefur í stað þess einbeitt sér að Indiana. Tim Kaine ásamt Hillary ClintonVísir/GettyAldrei tapað kosningabaráttu Tim Kaine hefur gegnt embætti borgarstjóra, ríkisstjóra og þingmanns. Hann er varaforsetaefni demókrata og lýsir sjálfum sér sem leiðinlegum. Clinton vonar að Kaine tryggi henni Virginíu. Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, kynnti fyrir helgi að hún hefði valið öldungadeildarþingmanninn Tim Kaine frá Virginíu sem varaforsetaefni sitt. Kaine er reynslumikill stjórnmálamaður og telur Clinton að hann muni hjálpa framboði hennar en hann hefur aldrei tapað kosningabaráttu. Sjálfur viðurkenndi Kaine í viðtali áður en tilkynnt var um valið að hann væri ekki mest spennandi kosturinn. „Ég er leiðinlegur,“ sagði Kaine. Frá árinu 2012 hefur Kaine setið í öldungadeild þingsins. Áður, frá 2006 til 2010, var hann ríkisstjóri Virginíu og á árunum 1998 til 2001 var hann borgarstjóri í Richmond.Vill vinna Virginíu Með vali sínu á Kaine vonast Clinton til að vinna heimafylki hans í kosningunum sem fara fram í nóvember. Demókratar hafa nú unnið Virginíu tvisvar í röð en repúblikanar unnu árin 2000 og 2004. Kosningakerfið í Bandaríkjunum er með þeim hætti að almenningur kýs kjörmenn til að kjósa frambjóðanda fyrir sig. Mismargir kjörmenn eru í boði í hverju fylki og fær frambjóðandinn sem fær flest atkvæði í fylkinu alla kjörmennina. Í Virginíu eru kjörmennirnir þrettán en 270 þarf til að fá meirihluta kjörmanna og í kjölfarið forsetaembættið.Trúboði í Hondúras Einnig mun Kaine gagnast Clinton vel við að sækja atkvæði spænskumælandi Bandaríkjamanna. Kaine tók sér árs leyfi frá lögfræðinámi til að sinna trúboðastörfum í Hondúras og talar reiprennandi spænsku. Hluti ræðu hans þegar Clinton tilkynnti um valið var á spænsku. Þá varð hann árið 2013 fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að flytja ræðu í þinginu á spænsku. Ræðan var fjórtán mínútur og fjallaði um breytingar sem hann vildi gera á skilyrðum fyrir innflytjendur. Líkt og sitjandi varaforseti, Joe Biden, er Kaine heittrúaður kaþólikki. Hefur Kaine sagst persónulega vera andvígur fóstureyðingum en líkt og Biden hefur hann í tíð sinni í öldungadeildinni varið fóstureyðingar. Þá gefur stofnunin Planned Parenthood honum hæstu einkunn fyrir að hafa kosið með fóstureyðingum í öldungadeildinni. Einnig hefur hann barist fyrir réttindum hinsegin fólks, meðal annars fyrir rétti samkynja para til að gifta sig.Stuðningsmenn Sanders ósáttir Stuðningsmenn Bernies Sanders, helsta andstæðings Clinton í forkosningunum, eru ekki allir sáttir við valið. Kaine er eindreginn stuðningsmaður fríverslunarsamningsins Trans-Pacific Partnership, sem Sanders berst gegn. Þá hefur hann einnig talað gegn því að reglur um starfsemi fjármálastofnana verði hertar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hver verður varaforsetaefni Hillary Clinton? Búist er við því að Hillary Clinton tilkynni varaforsetaefni sitt í lok næstu viku. Fimm þykja koma sterklega til greina. 16. júlí 2016 21:35 Líf og fjör á landsfundi repúblikana Landsfundur repúblikana í Bandaríkjunum fór fram um helgina. Donald Trump var formlega útnefndur til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Mike Pence sér við hlið. Landsþingsmenn kölluðu eftir fangelsun Hillary Clinton. Stjórnmálaferill Ted 25. júlí 2016 07:00 Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hver verður varaforsetaefni Hillary Clinton? Búist er við því að Hillary Clinton tilkynni varaforsetaefni sitt í lok næstu viku. Fimm þykja koma sterklega til greina. 16. júlí 2016 21:35
Líf og fjör á landsfundi repúblikana Landsfundur repúblikana í Bandaríkjunum fór fram um helgina. Donald Trump var formlega útnefndur til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Mike Pence sér við hlið. Landsþingsmenn kölluðu eftir fangelsun Hillary Clinton. Stjórnmálaferill Ted 25. júlí 2016 07:00
Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12