Kosningar í haust nema allt fari í bál og brand Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. júlí 2016 18:37 Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við alþingiskosningar í haust nema allt fari í bál og brand í samskiptum stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann sé fullur bjartsýni á að hægt verði að klára þingstörfin á tilsettum tíma og boða til kosninga í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi í fyrradag bréf til flokksmanna þar sem hann hefur miklar efasemdir um hvort boða eigi til alþingiskosninga í haust, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar forystumanna ríkisstjórnarinnar.Myndi sprengja ríkisstjórnina Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, birti í dag færslu á Facebook þar sem hann segir þetta útspil Sigmundar til þess eins fallið að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan sé í þinginu og setja þar allt í upplausn. Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn. Þá segir hann enga ástæðu til að efast um að næstu þingkosningar fari fram í vetrarbyrjun þótt enn sé óljóst með nákvæma tímasetningu. Framsóknarmenn hafi fallist á það skilyrði sjálfstæðismanna fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi í apríl síðastliðnum, að kosið yrði í haust. Gegn þessu hafi framsóknarmenn sett skilyrði um að nýr forsætisráðherra í stað Sigmundar Davíðs kæmi úr röðum framsóknarmanna.Kosningar nema allt verði sett í bál og brand Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, vill ekki svara því beint hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert slíka kröfu. Samkomulagið milli flokkanna hafi verið skýrt – að því gefnu að flokkarnir nái að klára sín mál, þá verði gengið til kosninga í haust. Hann sé fullur bjartsýni á að það verði hægt.Kemur til greina í þínum huga, eftir yfirlýsingar ykkar forystumanna ríkisstjórnarinnar, að boða ekki til kosninga í haust? „Ég sé ekki að það geti gerst nema að því gefnu að það verði allt sett hér í bál og brand, sem ég hef enga trú á,” segir Sigurður Ingi. Hann trúi ekki öðru en að lýðræðislega kjörin stjórn fái að klára sín mál.„Auðvitað verða kosningar að lokum”Ef að stjórnarandstaðan hleypir þessum málum ekki í gegnum þingið. Verða þá ekki kosningar í haust? „Eigum við ekki að sjá hvernig vinnan veltur fram á fyrstu dögum þingsins. Ég trúi ekki öðru en að þingið starfi áfram með þeim hætti sem það starfaði í apríl og maí og það stóð sig mjög vel á þeim tíma.”En ef að stjórnarandstaðan hleypir þessum málum ekki í gegn? „Ég hef enga trú á að það verði með þeim hætti.”En ef að hún gerir það ekki. Verða þá ekki kosningar í haust? „Auðvitað verða kosningar að lokum. En ég hef enga trú á því að stjórnarandstaðan fari að stöðva mál sem að eru landi og þjóð nauðsynleg, ég hef bara enga trú á því,” segir Sigurður Ingi.Dagsetning kosninga með talsverðum fyrirvaraHvenær verður dagsetning kosninga ákveðin? „Hún mun væntanlega koma fram einhvern tímann þegar að við hefjum störf á þinginu og sjáum hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.”Í ágúst? „Sjáum til,” segir Sigurður Ingi.Þingrofsheimildin er forsætisráðherra Aðspurður um aðkomu Sigmundar Davíðs að ákvörðun um hvort og hvenær boðað verði til kosninga segir forsætisráðherra. „Þingrofsheimildin er í höndum forsætisráðherra.”Þannig að ákvörðunin verður þín? „Þingrofsheimildin er þar,” segir Sigurður Ingi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorsteinn segir yfirlýsingu Höskuldar minna hann á neyðarlegt atvik í Alþingishúsinu Þorsteinn Sæmundsson segist sammála forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins um kosningar í haust ef ríkisstjórnin nær að klára mikilvæg mál. 27. júlí 2016 18:06 Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Kosið að því gefnu að málin klárist Forsætisráðherra vonar að þingið gangi vel. 27. júlí 2016 16:18 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 „Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við alþingiskosningar í haust nema allt fari í bál og brand í samskiptum stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann sé fullur bjartsýni á að hægt verði að klára þingstörfin á tilsettum tíma og boða til kosninga í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi í fyrradag bréf til flokksmanna þar sem hann hefur miklar efasemdir um hvort boða eigi til alþingiskosninga í haust, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar forystumanna ríkisstjórnarinnar.Myndi sprengja ríkisstjórnina Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, birti í dag færslu á Facebook þar sem hann segir þetta útspil Sigmundar til þess eins fallið að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan sé í þinginu og setja þar allt í upplausn. Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn. Þá segir hann enga ástæðu til að efast um að næstu þingkosningar fari fram í vetrarbyrjun þótt enn sé óljóst með nákvæma tímasetningu. Framsóknarmenn hafi fallist á það skilyrði sjálfstæðismanna fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi í apríl síðastliðnum, að kosið yrði í haust. Gegn þessu hafi framsóknarmenn sett skilyrði um að nýr forsætisráðherra í stað Sigmundar Davíðs kæmi úr röðum framsóknarmanna.Kosningar nema allt verði sett í bál og brand Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, vill ekki svara því beint hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert slíka kröfu. Samkomulagið milli flokkanna hafi verið skýrt – að því gefnu að flokkarnir nái að klára sín mál, þá verði gengið til kosninga í haust. Hann sé fullur bjartsýni á að það verði hægt.Kemur til greina í þínum huga, eftir yfirlýsingar ykkar forystumanna ríkisstjórnarinnar, að boða ekki til kosninga í haust? „Ég sé ekki að það geti gerst nema að því gefnu að það verði allt sett hér í bál og brand, sem ég hef enga trú á,” segir Sigurður Ingi. Hann trúi ekki öðru en að lýðræðislega kjörin stjórn fái að klára sín mál.„Auðvitað verða kosningar að lokum”Ef að stjórnarandstaðan hleypir þessum málum ekki í gegnum þingið. Verða þá ekki kosningar í haust? „Eigum við ekki að sjá hvernig vinnan veltur fram á fyrstu dögum þingsins. Ég trúi ekki öðru en að þingið starfi áfram með þeim hætti sem það starfaði í apríl og maí og það stóð sig mjög vel á þeim tíma.”En ef að stjórnarandstaðan hleypir þessum málum ekki í gegn? „Ég hef enga trú á að það verði með þeim hætti.”En ef að hún gerir það ekki. Verða þá ekki kosningar í haust? „Auðvitað verða kosningar að lokum. En ég hef enga trú á því að stjórnarandstaðan fari að stöðva mál sem að eru landi og þjóð nauðsynleg, ég hef bara enga trú á því,” segir Sigurður Ingi.Dagsetning kosninga með talsverðum fyrirvaraHvenær verður dagsetning kosninga ákveðin? „Hún mun væntanlega koma fram einhvern tímann þegar að við hefjum störf á þinginu og sjáum hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.”Í ágúst? „Sjáum til,” segir Sigurður Ingi.Þingrofsheimildin er forsætisráðherra Aðspurður um aðkomu Sigmundar Davíðs að ákvörðun um hvort og hvenær boðað verði til kosninga segir forsætisráðherra. „Þingrofsheimildin er í höndum forsætisráðherra.”Þannig að ákvörðunin verður þín? „Þingrofsheimildin er þar,” segir Sigurður Ingi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorsteinn segir yfirlýsingu Höskuldar minna hann á neyðarlegt atvik í Alþingishúsinu Þorsteinn Sæmundsson segist sammála forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins um kosningar í haust ef ríkisstjórnin nær að klára mikilvæg mál. 27. júlí 2016 18:06 Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Kosið að því gefnu að málin klárist Forsætisráðherra vonar að þingið gangi vel. 27. júlí 2016 16:18 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 „Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Þorsteinn segir yfirlýsingu Höskuldar minna hann á neyðarlegt atvik í Alþingishúsinu Þorsteinn Sæmundsson segist sammála forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins um kosningar í haust ef ríkisstjórnin nær að klára mikilvæg mál. 27. júlí 2016 18:06
Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40
Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51
Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00
„Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent