Helgi Hrafn: Píratar eru að endurskoða stefnu sína varðandi höfundarrétt Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. júlí 2016 12:27 Jakob krafðist þess að fá opinbera yfirlýsingu um stefnumál Pírata varðandi höfundarétt fyrir kosningar. Helgi ætlar að verða við því. Vísir Svo virðist vera að megin ástæðan fyrir því að höfundar átti sig ekki á hver stefna Pírata sé varðandi höfundarréttarmál sé sú að ekki sé búið að ákveða hver stefna stjórnmálaflokksins varðandi þau verði fyrir komandi kosningar. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata lofar því að stefna Pírata verði gerð skýr fyrir kosningar. Jakob Frímann Magnússon, formaður Félags Tónskálda og textahöfunda með meiru, krafðist þess í gær að flokkurinn gæfi út opinbera yfirlýsingu um hver stefna þeirra væri í þeim málum. Hann hafði af því töluverðar áhyggjur þar sem hann sagðist hafa séð á vefsíðu Pírata að þær hugmyndir væru á lofti innan flokksins að skerða stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%, eða úr 70 árum niður í 20. Í skjáskoti sem Jakob tók í apríl var ekki tekið fram hvort hugmyndin væri að skerða eignarétt einstakra verka eða hvort þarna væri átt við eignarétt eftir dauða listamannsins sjálfs.Á síðu Pírata eru þetta einu upplýsingarnar um þær breytingar sem flokkurinn vill láta gera á höfundarrétti. Helgi segir flokkinn vera að vinna í því að betrumbæta þetta.VísirMan ekki einstaka atriði úr stefnu PírataJakob sagðist ekki finna lengur neinar upplýsingar um stefnu Pírata í höfundarréttarmálum á síðu þeirra og sagðist trúa því að flokkurinn hefði viljandi tekið þær niður. Það hafi verið gert af ótta við að hugmyndir þeirra þættu of róttækar rétt fyrir kosningar. Hugmyndin væri því sú að þagga þessa stefnu niður fyrir kosningar og hrinda þeim svo í framkvæmd næði flokkurinn í ríkisstjórn. „Ég verð að segja eins og er að þessi stefna sem er þarna í kosningakerfinu var sett upp fyrir svo löngu síðan að ég hreinlega man ekki einstaka atriði úr stefnunni,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann segir að kosið hafi verið um þetta mál í gegnum kosningakerfi þeirra í mars árið 2013. Þá hafi stefnan verið mótuð eftir Christian Engström og Rick Falkvinge sem heitir The Case for Copyright Reform. Síðan þá hefur stefna flokksins í þessum málum ekki verið endurskoðuð. Hann gat til dæmis ekki svarað því hvort þau 20 ár sem talað er um sem eignarétt höfunda á verkum sínum eigi við eftir útgáfudag eða dauða listamannsins en það er mjög óskýrt á síðu Pírata. Samkvæmt lögum í dag er miðað við að höfundarréttur falli niður 70 árum eftir dauða listamanns. „Þetta er frá tíma sem við erum ofboðslega fá. Það eru til dæmis 24 atkvæði sem samþykkja þessa stefnu. Þetta er snemma í okkar sögu. Við höfum ekki fært þessa stefnu upp nýlega en það stendur til. Það stendur til að gera stefnu okkar í þessum málum skýr fyrir kosningar og við vorum byrjuð á því í vor. Það er sjálfsagt að svara þeim þrýstingi sem hefur myndast í þessu máli.“Stefna Pírata varðandi höfundarrétt endurskoðuðHelgi segir því að vænta megi að upplýsingar um afstöðu flokksins hvað höfundarréttarmál varðar standi nú til endurskoðunar og frekari útskýringa. Þrátt fyrir þær yfirlýsingar Jakobs Frímanns að allar upplýsingar um stefnu Pírata í höfundarréttarmálum hafi verið teknar af síðunni má þó ennþá finna þær með krókaleiðum. Helgi viðurkennir þó að þær upplýsingar séu ekki nægilega vel settar fram og lofar betrumbótum þar á. Helgi blæs þó á þá gagnrýni að Pírata flokkurinn óttist að láta almenning vita stefnu sína í þessum málum. Jakob sakaði þá um að vera viljandi að leyna þessum upplýsingum þar sem afstaða þeirra „þoldi ekki ljósið“. „Það er ekki rétt. Kosningakerfið hefur alltaf verið opið en ég skil vel að hann hafi ekki fundið þetta. Þetta er umræða sem er síbreytileg. Forsendurnar eru að breytast og þessa stefnu þarf líklegast að endurskoða reglulega.“Berjast fyrst og fremst fyrir upplýsingafrelsiðHelgi segir flokkinn fyrst og fremst vilja vernda upplýsingafrelsið. „Ég skil mæta vel að höfundar hafi áhyggjur og að þeir hafi því farið að leita þarna á síðunni. Það ætti að vera alveg skýrt að hið hefðbundna módel til þess að afla tekna fyrir listir er að breytast. Það er alveg sjálfsagt að skoða þessa stefnu betur. Það væri líka óskandi að fólk hlustaði aðeins á það sem við höfum sagt varðandi þetta.“Lofar þú því að þetta verði skýrt fyrir kosningar?„Já“. Jakob Frímann segist fagna þessum tíðindum og vonast til að flokkurinn leiti til höfundarréttarsamtaka þegar komi að því að móta nýja stefnu flokksins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Jakob Frímann: Vill fá opinbera yfirlýsingu frá Pírötum um stefnu þeirra varðandi höfundaréttarmál Sýnir skjáskot úr stefnuskrá Pírata frá því í apríl þar sem lagt var til að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%. 27. júlí 2016 15:56 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Svo virðist vera að megin ástæðan fyrir því að höfundar átti sig ekki á hver stefna Pírata sé varðandi höfundarréttarmál sé sú að ekki sé búið að ákveða hver stefna stjórnmálaflokksins varðandi þau verði fyrir komandi kosningar. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata lofar því að stefna Pírata verði gerð skýr fyrir kosningar. Jakob Frímann Magnússon, formaður Félags Tónskálda og textahöfunda með meiru, krafðist þess í gær að flokkurinn gæfi út opinbera yfirlýsingu um hver stefna þeirra væri í þeim málum. Hann hafði af því töluverðar áhyggjur þar sem hann sagðist hafa séð á vefsíðu Pírata að þær hugmyndir væru á lofti innan flokksins að skerða stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%, eða úr 70 árum niður í 20. Í skjáskoti sem Jakob tók í apríl var ekki tekið fram hvort hugmyndin væri að skerða eignarétt einstakra verka eða hvort þarna væri átt við eignarétt eftir dauða listamannsins sjálfs.Á síðu Pírata eru þetta einu upplýsingarnar um þær breytingar sem flokkurinn vill láta gera á höfundarrétti. Helgi segir flokkinn vera að vinna í því að betrumbæta þetta.VísirMan ekki einstaka atriði úr stefnu PírataJakob sagðist ekki finna lengur neinar upplýsingar um stefnu Pírata í höfundarréttarmálum á síðu þeirra og sagðist trúa því að flokkurinn hefði viljandi tekið þær niður. Það hafi verið gert af ótta við að hugmyndir þeirra þættu of róttækar rétt fyrir kosningar. Hugmyndin væri því sú að þagga þessa stefnu niður fyrir kosningar og hrinda þeim svo í framkvæmd næði flokkurinn í ríkisstjórn. „Ég verð að segja eins og er að þessi stefna sem er þarna í kosningakerfinu var sett upp fyrir svo löngu síðan að ég hreinlega man ekki einstaka atriði úr stefnunni,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann segir að kosið hafi verið um þetta mál í gegnum kosningakerfi þeirra í mars árið 2013. Þá hafi stefnan verið mótuð eftir Christian Engström og Rick Falkvinge sem heitir The Case for Copyright Reform. Síðan þá hefur stefna flokksins í þessum málum ekki verið endurskoðuð. Hann gat til dæmis ekki svarað því hvort þau 20 ár sem talað er um sem eignarétt höfunda á verkum sínum eigi við eftir útgáfudag eða dauða listamannsins en það er mjög óskýrt á síðu Pírata. Samkvæmt lögum í dag er miðað við að höfundarréttur falli niður 70 árum eftir dauða listamanns. „Þetta er frá tíma sem við erum ofboðslega fá. Það eru til dæmis 24 atkvæði sem samþykkja þessa stefnu. Þetta er snemma í okkar sögu. Við höfum ekki fært þessa stefnu upp nýlega en það stendur til. Það stendur til að gera stefnu okkar í þessum málum skýr fyrir kosningar og við vorum byrjuð á því í vor. Það er sjálfsagt að svara þeim þrýstingi sem hefur myndast í þessu máli.“Stefna Pírata varðandi höfundarrétt endurskoðuðHelgi segir því að vænta megi að upplýsingar um afstöðu flokksins hvað höfundarréttarmál varðar standi nú til endurskoðunar og frekari útskýringa. Þrátt fyrir þær yfirlýsingar Jakobs Frímanns að allar upplýsingar um stefnu Pírata í höfundarréttarmálum hafi verið teknar af síðunni má þó ennþá finna þær með krókaleiðum. Helgi viðurkennir þó að þær upplýsingar séu ekki nægilega vel settar fram og lofar betrumbótum þar á. Helgi blæs þó á þá gagnrýni að Pírata flokkurinn óttist að láta almenning vita stefnu sína í þessum málum. Jakob sakaði þá um að vera viljandi að leyna þessum upplýsingum þar sem afstaða þeirra „þoldi ekki ljósið“. „Það er ekki rétt. Kosningakerfið hefur alltaf verið opið en ég skil vel að hann hafi ekki fundið þetta. Þetta er umræða sem er síbreytileg. Forsendurnar eru að breytast og þessa stefnu þarf líklegast að endurskoða reglulega.“Berjast fyrst og fremst fyrir upplýsingafrelsiðHelgi segir flokkinn fyrst og fremst vilja vernda upplýsingafrelsið. „Ég skil mæta vel að höfundar hafi áhyggjur og að þeir hafi því farið að leita þarna á síðunni. Það ætti að vera alveg skýrt að hið hefðbundna módel til þess að afla tekna fyrir listir er að breytast. Það er alveg sjálfsagt að skoða þessa stefnu betur. Það væri líka óskandi að fólk hlustaði aðeins á það sem við höfum sagt varðandi þetta.“Lofar þú því að þetta verði skýrt fyrir kosningar?„Já“. Jakob Frímann segist fagna þessum tíðindum og vonast til að flokkurinn leiti til höfundarréttarsamtaka þegar komi að því að móta nýja stefnu flokksins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Jakob Frímann: Vill fá opinbera yfirlýsingu frá Pírötum um stefnu þeirra varðandi höfundaréttarmál Sýnir skjáskot úr stefnuskrá Pírata frá því í apríl þar sem lagt var til að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%. 27. júlí 2016 15:56 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01
Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24
Jakob Frímann: Vill fá opinbera yfirlýsingu frá Pírötum um stefnu þeirra varðandi höfundaréttarmál Sýnir skjáskot úr stefnuskrá Pírata frá því í apríl þar sem lagt var til að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%. 27. júlí 2016 15:56