Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 16:00 Vísir/Samsett mynd EPA og Google Maps Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu og aukið hróður íslensks fótbolta út um allan heim. Íslenskur fótbolti er kominn á kortið og frammistaða Íslands og stuðningsmanna strákanna okkar verður eflaust eitt það eftirminnilegasta frá þessu Evrópumóti í Frakklandi. Víkingaklappið og húh-ið fóru líka sannkallaða sigurför um heiminn og í flest öllum fjölmiðlum heimsins mátti sjá myndbrot eða myndir af Aroni Einari Gunnarssyni og félögum klappa sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Við Íslendingar eigum þó ekki einkaréttinni á húh-inu sem átti rætur sínar að rekja til skoska félagsins Motherwell en það var þó íslenska útfærslan sem gerði víkingaklappið heimfrægt. Það má búast við því að fleiri en franska landsliðið fái víkingaklappið að láni á næstu vikum og mánuðum. Hvort við sjáum þetta á Ólympíuleikunum í Ríó á eftir að koma í ljós en innan fótboltaheimsins er líklegt að víkingaklappið finni sér samastað annarsstaðar en hjá íslenskum landsliðsmönnum í fótbolta. Eitt lið er til dæmis farið að æfa húh-in sín fyrir komandi átök í heimsmeistarakeppni 20 ára liða kvenna. FIFA birti nefnilega myndir á Twitter-síðu sinni af leikmönnum 20 ára liðs Papúa Nýju-Gíneu æfa víkingaklappið. Tuttugu ára landslið stelpnanna frá Papúa Nýju-Gíneu verður á heimavelli í þessari heimsmeistarakeppni sem fer þó ekki fram fyrr en 13. nóvember til 3. desember næstkomandi. Stelpurnar frá Papúa Nýju-Gíneu eiga það sameiginlegt með strákunum okkar að vera á leiðinni á sitt fyrsta mót það er sitt fyrsta heimsmeistaramót í þessum aldursflokki. Það þarf því ekkert að koma á óvart að þær hafi valið það að fara "íslensku leiðina" sem gekk svona frábærlega á EM í Frakklandi. Hluti af því að fara þá leið er síðan að vera með víkingaklappið gangi allt vel inn á vellinum. Það er hinsvegar fróðlegt að sjá íslenska víkingaklappið verið komið alla leið til Nýju-Gíneu sem er eyja í Kyrrahafinu, rétt norður af Ástralíu.The globality of football. ??Papua New Guinea #U20WWC side practising the #ISL 'Viking' thunder clap. ???????? pic.twitter.com/hbWHImkLmA— FIFA Women'sWorldCup (@FIFAWWC) July 9, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Shilton var hræddur við víkingaklappið Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi. 30. júní 2016 23:30 Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. 8. júlí 2016 10:26 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu og aukið hróður íslensks fótbolta út um allan heim. Íslenskur fótbolti er kominn á kortið og frammistaða Íslands og stuðningsmanna strákanna okkar verður eflaust eitt það eftirminnilegasta frá þessu Evrópumóti í Frakklandi. Víkingaklappið og húh-ið fóru líka sannkallaða sigurför um heiminn og í flest öllum fjölmiðlum heimsins mátti sjá myndbrot eða myndir af Aroni Einari Gunnarssyni og félögum klappa sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Við Íslendingar eigum þó ekki einkaréttinni á húh-inu sem átti rætur sínar að rekja til skoska félagsins Motherwell en það var þó íslenska útfærslan sem gerði víkingaklappið heimfrægt. Það má búast við því að fleiri en franska landsliðið fái víkingaklappið að láni á næstu vikum og mánuðum. Hvort við sjáum þetta á Ólympíuleikunum í Ríó á eftir að koma í ljós en innan fótboltaheimsins er líklegt að víkingaklappið finni sér samastað annarsstaðar en hjá íslenskum landsliðsmönnum í fótbolta. Eitt lið er til dæmis farið að æfa húh-in sín fyrir komandi átök í heimsmeistarakeppni 20 ára liða kvenna. FIFA birti nefnilega myndir á Twitter-síðu sinni af leikmönnum 20 ára liðs Papúa Nýju-Gíneu æfa víkingaklappið. Tuttugu ára landslið stelpnanna frá Papúa Nýju-Gíneu verður á heimavelli í þessari heimsmeistarakeppni sem fer þó ekki fram fyrr en 13. nóvember til 3. desember næstkomandi. Stelpurnar frá Papúa Nýju-Gíneu eiga það sameiginlegt með strákunum okkar að vera á leiðinni á sitt fyrsta mót það er sitt fyrsta heimsmeistaramót í þessum aldursflokki. Það þarf því ekkert að koma á óvart að þær hafi valið það að fara "íslensku leiðina" sem gekk svona frábærlega á EM í Frakklandi. Hluti af því að fara þá leið er síðan að vera með víkingaklappið gangi allt vel inn á vellinum. Það er hinsvegar fróðlegt að sjá íslenska víkingaklappið verið komið alla leið til Nýju-Gíneu sem er eyja í Kyrrahafinu, rétt norður af Ástralíu.The globality of football. ??Papua New Guinea #U20WWC side practising the #ISL 'Viking' thunder clap. ???????? pic.twitter.com/hbWHImkLmA— FIFA Women'sWorldCup (@FIFAWWC) July 9, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Shilton var hræddur við víkingaklappið Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi. 30. júní 2016 23:30 Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. 8. júlí 2016 10:26 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Shilton var hræddur við víkingaklappið Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi. 30. júní 2016 23:30
Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. 8. júlí 2016 10:26
„Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27