Auðvitað eru menn svekktir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 15:00 Eiður Smári Guðjohnsen er einn þeirra sem hafa oft sagst svekktir með að spila ekki en bera virðingu fyrir ákvörðunum þjálfaranna. vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson segir að eðli málsins samkvæmt séu þeir leikmenn sem fá lítið eða ekkert að spila með landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi svekktir. Annað væri óeðlilegt. Allir séu hins vegar að vinna að sama markmiði og stemningin í hópnum góð. „Þetta er hópur 23 leikmanna. Sumir eru ekki að spila, auðvitað eru menn svekktir. Ef ég væri ekki að spila þá væri ég svekktur,“ sagði Aron Einar á fundi með íslenskum blaðamönnum í dag. „Aftur á móti er þetta þannig hópur að það eru allir á sömu bylgjulengd, að róa í sömu átt.“ Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar Íslands, hafa stillt upp sama byrjunarliði í öllum fjórum leikjum Íslands til þessa. Sex leikmenn hafa komið inn af bekknum og fengið einhverjar mínútur og aðrir ekkert spilað. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum þjóðum enda vitað mál að ekki myndu allir spila á mótinu, þjálfarar velja sitt sterkasta lið hverju sinni. „Þetta er þannig hópur. Þótt menn séu ósáttir og spili ekki, það er alveg eðlilegt. Aftur á móti kunna allir 23 að meta hvern annan. Ég held að það sé eitthvað sem við töpum aldrei,“ sagði Aron Einar. Hann segir mikilvægi þeirra sem minna spila jafnmikið og þeirra sem spili. „Það er keyrsla á æfingum, menn verða pirraðir hver á öðrum og tækla hvern annan. En það er allt í góðu. Þetta sýnir keppnisskap og þannig verður þessi hópur alltaf,“ segir landsliðsfyrirliðinn. „Vonandi sér kynslóðin sem kemur til með að taka við af okkur hvað við erum búnir að leggja inn í þetta og hvernig viðhorf við Íslendingar þurfum að hafa til að mynda fótboltalið.“ Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson segir að eðli málsins samkvæmt séu þeir leikmenn sem fá lítið eða ekkert að spila með landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi svekktir. Annað væri óeðlilegt. Allir séu hins vegar að vinna að sama markmiði og stemningin í hópnum góð. „Þetta er hópur 23 leikmanna. Sumir eru ekki að spila, auðvitað eru menn svekktir. Ef ég væri ekki að spila þá væri ég svekktur,“ sagði Aron Einar á fundi með íslenskum blaðamönnum í dag. „Aftur á móti er þetta þannig hópur að það eru allir á sömu bylgjulengd, að róa í sömu átt.“ Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar Íslands, hafa stillt upp sama byrjunarliði í öllum fjórum leikjum Íslands til þessa. Sex leikmenn hafa komið inn af bekknum og fengið einhverjar mínútur og aðrir ekkert spilað. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum þjóðum enda vitað mál að ekki myndu allir spila á mótinu, þjálfarar velja sitt sterkasta lið hverju sinni. „Þetta er þannig hópur. Þótt menn séu ósáttir og spili ekki, það er alveg eðlilegt. Aftur á móti kunna allir 23 að meta hvern annan. Ég held að það sé eitthvað sem við töpum aldrei,“ sagði Aron Einar. Hann segir mikilvægi þeirra sem minna spila jafnmikið og þeirra sem spili. „Það er keyrsla á æfingum, menn verða pirraðir hver á öðrum og tækla hvern annan. En það er allt í góðu. Þetta sýnir keppnisskap og þannig verður þessi hópur alltaf,“ segir landsliðsfyrirliðinn. „Vonandi sér kynslóðin sem kemur til með að taka við af okkur hvað við erum búnir að leggja inn í þetta og hvernig viðhorf við Íslendingar þurfum að hafa til að mynda fótboltalið.“ Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira