Vigdís Hauks: „Mikið að á Alþingi Íslendinga“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. júlí 2016 19:02 Það er eitthvað mikið að Alþingi Íslendinga og ég sem lögfræðingur get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta. Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, en hún tilkynnti í dag að hún muni láta af þingmennsku í haust. Vigdís var kjörin á þing árið 2009 sem þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður og hefur frá árinu 2013 verið formaður fjárlaganefndar. Hún segist hafa viljað breyta til og hafi þegar klárað þau stóru verkefni sem hennar hugsjónir ganga út á og nefnir Icesave, ESB umsóknina og aðförina að stjórnarskránni í því samhengi. „Ég er afar stolt af því hvernig ég gat beitt mér í þeim málum. Sem sýnir það að einstakir þingmenn geta haft áhrif,“ segir Vigdís.Stórar upplýsingar í sumarlok Hún segir sitt síðasta stóra verkefni áður en hún lætur af þingmennsku verða að leiða fram staðreyndir um afhendingu stóru bankanna til kröfuhafa. Þau gögn liggi nú fyrir og upplýst verði um þau í sumarlok. „Svo stórar upplýsingar hafa ekki komið fram áður, myndi ég halda, er snúa að ríkinu og undanlátssemi við erlenda aðila, og þá er ég að vísa í kröfuhafanna þegar þeim voru færðir bankarnir gefins á einni nóttu.“Skammast sín fyrir að vera þingmaður Hún segir þá staðreynd að hafa ekki verið skipuð ráðherra ekki hafa nein áhrif á þessa ákvörðun. Hún muni ekki sakna þess sérstaklega að vera alþingismaður.Mælir þú með Alþingi sem vinnustað?„Ekki eins og staðan er núna. Það er eitthvað mikið að í þinginu sem að ég á eftir að tjá mig um eftir næstu alþingiskosningar. En við þetta verður ekki búið lengur.“Hvað áttu við, hvað er að Alþingi? „Ég meina, ég get kannski ekkert sagt það akkúrat núna, borgar sig ekki að vera að tjá sig mikið um það fyrir kosningar, en það er mikið að á Alþingi sem að þarf að laga,“ segir Vigdís. Alþingi sé komið í miklar ógöngur og hún hafi mörgum sinnum skammast sín fyrir að vera þingmaður. „Því að svona náttúrulega, þetta er orðið svo mikil vitleysa. Ég er búinn að læra lögfræði, ég get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta.“ Hún kveðst ekki vita hvað tekur við hjá sér. Segir að þegar einar dyr lokast opnist 20 aðrar.Fyrst og fremst að lækka flugiðKemur til greina að fara aftur í pólitík?„Það veit ég ekkert. Núna er ég bara, eins og ég segi, að fagna þessum fyrsta sumardegi hérna í Reykjavík og bara, er að njóta þess að vera frjáls. Ég er fyrst og fremst að lækka flugið, eins og er,“ segir Vigdís. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Það er eitthvað mikið að Alþingi Íslendinga og ég sem lögfræðingur get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta. Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, en hún tilkynnti í dag að hún muni láta af þingmennsku í haust. Vigdís var kjörin á þing árið 2009 sem þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður og hefur frá árinu 2013 verið formaður fjárlaganefndar. Hún segist hafa viljað breyta til og hafi þegar klárað þau stóru verkefni sem hennar hugsjónir ganga út á og nefnir Icesave, ESB umsóknina og aðförina að stjórnarskránni í því samhengi. „Ég er afar stolt af því hvernig ég gat beitt mér í þeim málum. Sem sýnir það að einstakir þingmenn geta haft áhrif,“ segir Vigdís.Stórar upplýsingar í sumarlok Hún segir sitt síðasta stóra verkefni áður en hún lætur af þingmennsku verða að leiða fram staðreyndir um afhendingu stóru bankanna til kröfuhafa. Þau gögn liggi nú fyrir og upplýst verði um þau í sumarlok. „Svo stórar upplýsingar hafa ekki komið fram áður, myndi ég halda, er snúa að ríkinu og undanlátssemi við erlenda aðila, og þá er ég að vísa í kröfuhafanna þegar þeim voru færðir bankarnir gefins á einni nóttu.“Skammast sín fyrir að vera þingmaður Hún segir þá staðreynd að hafa ekki verið skipuð ráðherra ekki hafa nein áhrif á þessa ákvörðun. Hún muni ekki sakna þess sérstaklega að vera alþingismaður.Mælir þú með Alþingi sem vinnustað?„Ekki eins og staðan er núna. Það er eitthvað mikið að í þinginu sem að ég á eftir að tjá mig um eftir næstu alþingiskosningar. En við þetta verður ekki búið lengur.“Hvað áttu við, hvað er að Alþingi? „Ég meina, ég get kannski ekkert sagt það akkúrat núna, borgar sig ekki að vera að tjá sig mikið um það fyrir kosningar, en það er mikið að á Alþingi sem að þarf að laga,“ segir Vigdís. Alþingi sé komið í miklar ógöngur og hún hafi mörgum sinnum skammast sín fyrir að vera þingmaður. „Því að svona náttúrulega, þetta er orðið svo mikil vitleysa. Ég er búinn að læra lögfræði, ég get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta.“ Hún kveðst ekki vita hvað tekur við hjá sér. Segir að þegar einar dyr lokast opnist 20 aðrar.Fyrst og fremst að lækka flugiðKemur til greina að fara aftur í pólitík?„Það veit ég ekkert. Núna er ég bara, eins og ég segi, að fagna þessum fyrsta sumardegi hérna í Reykjavík og bara, er að njóta þess að vera frjáls. Ég er fyrst og fremst að lækka flugið, eins og er,“ segir Vigdís.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira