Frammistaða Íslands og Wales á EM breytti ekki skoðun Joachim Löw Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 14:00 Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins og íslenska landsliðið á EM. Vísir/Getty Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, horfði upp á sitt lið falla út keppni í Marseille gærkvöldi. Þýska landsliðið tapaði þá 2-0 í undanúrslitaleik EM á móti gestgjöfum Frakka. Það vakti athygli fyrr í mótinu þegar Joachim Löw gagnrýndi þá breytingu að fjölga liðum í úrslitakeppni EM og hann er enn á sömu skoðun þrátt fyrir að Ísland og Wales hafi bæði komist alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta Evrópumóti. Ísland og Wales duttu á endanum út fyrir Frakklandi og Portúgal sem mætast síðan í úrslitaleiknum í París á sunnudaginn kemur. Joachim Löw stendur hinsvegar harður á því að gæði fótboltans hafi minnkað við þessa breytingu úr því að fara úr 16 liðum upp í 24. „Ég tel að það sé of mikið að hafa 24 lið," sagði Joachim Löw í viðtali við sport1.de eftir tapleikinn í gær. Þjóðverjar mættu tveimur nýliðum á EM í Frakklandi og unnu þá báða, fyrst 1-0 sigur á Norður-Írlandi og svo 3-0 sigur á Slóvakíu í sextán liða úrslitunum. Þýskaland sló síðan Ítalíu út í vítakeppnin en tapaði síðan undanúrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Nú verður heimsmeistarakeppnin stækkuð upp i 40 lið og þetta er alltaf að verða stærra og stærra. Það verður alltaf vandmál þegar lengra líður." sagði Löw. „Stundum fær maður á tilfinninguna að þessar breytingar séu ekki að gera fótboltanum gott. Þetta kemur niður á gæðunum," sagði Joachim Löw. Þetta var þriðja Evrópukeppni hans með þýska liðið en Þjóðverjar urðu í 2. sæti 2008 en hafa fallið út úr átta liða úrslitum undanfarin tvö Evrópumót. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, horfði upp á sitt lið falla út keppni í Marseille gærkvöldi. Þýska landsliðið tapaði þá 2-0 í undanúrslitaleik EM á móti gestgjöfum Frakka. Það vakti athygli fyrr í mótinu þegar Joachim Löw gagnrýndi þá breytingu að fjölga liðum í úrslitakeppni EM og hann er enn á sömu skoðun þrátt fyrir að Ísland og Wales hafi bæði komist alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta Evrópumóti. Ísland og Wales duttu á endanum út fyrir Frakklandi og Portúgal sem mætast síðan í úrslitaleiknum í París á sunnudaginn kemur. Joachim Löw stendur hinsvegar harður á því að gæði fótboltans hafi minnkað við þessa breytingu úr því að fara úr 16 liðum upp í 24. „Ég tel að það sé of mikið að hafa 24 lið," sagði Joachim Löw í viðtali við sport1.de eftir tapleikinn í gær. Þjóðverjar mættu tveimur nýliðum á EM í Frakklandi og unnu þá báða, fyrst 1-0 sigur á Norður-Írlandi og svo 3-0 sigur á Slóvakíu í sextán liða úrslitunum. Þýskaland sló síðan Ítalíu út í vítakeppnin en tapaði síðan undanúrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Nú verður heimsmeistarakeppnin stækkuð upp i 40 lið og þetta er alltaf að verða stærra og stærra. Það verður alltaf vandmál þegar lengra líður." sagði Löw. „Stundum fær maður á tilfinninguna að þessar breytingar séu ekki að gera fótboltanum gott. Þetta kemur niður á gæðunum," sagði Joachim Löw. Þetta var þriðja Evrópukeppni hans með þýska liðið en Þjóðverjar urðu í 2. sæti 2008 en hafa fallið út úr átta liða úrslitum undanfarin tvö Evrópumót.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira