Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2016 09:53 Heimir Hallgrímsson á æfingu landsliðsins í dag. vísir/vilhelm Enn bætist í fulltrúa erlendra fjölmiðla sem fylgja strákunum okkur eftir á Evrópumótinu í fótbolta en íslenska landsliðið hefur vakið heimsathygli fyrir að vinna England og komast í átta liða úrslit mótsins. Aragrúi af fjölmiðlamönnum hvaðanæva að úr heiminum var mættur á æfingu landsliðsins í Annecy í dag sem var síðasta opna æfingin með möguleika á viðtölum fyrir stórleikinn gegn Frakklandi í París á sunnudaginn. „Þetta sýnir smá hvað við erum barnalegir að halda við getum verið með Mixed Zone hérna með 8.000 sjónvarpsvélar á okkur. Við erum að reyna að gera okkar besta í að vera sýnilegir og svoleiðis. Auðvitað er þetta samt bilun,“ sagði Heimir Hallgrímsson léttur í lund(a) að vanda við Vísi á æfingunni í dag. „Við vitum það, að við erum að fara að spila við Frakka og það er stórt. Frakkar eru duglegir að fylgja sínu liði. Það eru þrjár til fjórar sjónvarpsstöðvar í gangi allan sólarhringinn með fréttir um EM þannig þetta er eðlilegt.“ Á blaðamannafundi þjálfaranna í gær sagði Lars Lagerbäck frá því að hópur leikmanna hefði mætt of seint í kvöldmat á þriðjudagskvöldið en Svíinn hafði engan húmor fyrir því að menn fylgdu ekki settum reglum. Aðspurður um þessi orð Lars í gær sagði Heimir við Vísi: „Ef þú ætlar að lesa allt sem er skrifað um íslenska landsliðið og hvern einasta leikmann myndi þér ekki duga dagurinn til þess,“ sagði Eyjamaðurinn. „Ef við ætlum að eyða öllum tímanum okkar eða öllum deginum í að að vera frægir þá erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Nú er aðalatriðið að einbeita sér að Frakklandsleiknum. Það gerum við með því að ýta öllu öðru til hliðar.“ „Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki allan daginn á blaðamannafundum eða í viðtölum. Fyrir utan þann tíma viljum við ekki vera í því. Ef við erum að gera eitthvað annað erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli á þessum tímapunkti,“ sagði Heimir Hallgrímsosn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Ragnar: Ekkert til í sögunum um Liverpool Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið einn allra besti leikmaður Íslands á EM í Frakklandi og vakið víða athygli fyrir frammistöðu sína. 30. júní 2016 09:21 Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30 Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Enn bætist í fulltrúa erlendra fjölmiðla sem fylgja strákunum okkur eftir á Evrópumótinu í fótbolta en íslenska landsliðið hefur vakið heimsathygli fyrir að vinna England og komast í átta liða úrslit mótsins. Aragrúi af fjölmiðlamönnum hvaðanæva að úr heiminum var mættur á æfingu landsliðsins í Annecy í dag sem var síðasta opna æfingin með möguleika á viðtölum fyrir stórleikinn gegn Frakklandi í París á sunnudaginn. „Þetta sýnir smá hvað við erum barnalegir að halda við getum verið með Mixed Zone hérna með 8.000 sjónvarpsvélar á okkur. Við erum að reyna að gera okkar besta í að vera sýnilegir og svoleiðis. Auðvitað er þetta samt bilun,“ sagði Heimir Hallgrímsson léttur í lund(a) að vanda við Vísi á æfingunni í dag. „Við vitum það, að við erum að fara að spila við Frakka og það er stórt. Frakkar eru duglegir að fylgja sínu liði. Það eru þrjár til fjórar sjónvarpsstöðvar í gangi allan sólarhringinn með fréttir um EM þannig þetta er eðlilegt.“ Á blaðamannafundi þjálfaranna í gær sagði Lars Lagerbäck frá því að hópur leikmanna hefði mætt of seint í kvöldmat á þriðjudagskvöldið en Svíinn hafði engan húmor fyrir því að menn fylgdu ekki settum reglum. Aðspurður um þessi orð Lars í gær sagði Heimir við Vísi: „Ef þú ætlar að lesa allt sem er skrifað um íslenska landsliðið og hvern einasta leikmann myndi þér ekki duga dagurinn til þess,“ sagði Eyjamaðurinn. „Ef við ætlum að eyða öllum tímanum okkar eða öllum deginum í að að vera frægir þá erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Nú er aðalatriðið að einbeita sér að Frakklandsleiknum. Það gerum við með því að ýta öllu öðru til hliðar.“ „Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki allan daginn á blaðamannafundum eða í viðtölum. Fyrir utan þann tíma viljum við ekki vera í því. Ef við erum að gera eitthvað annað erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli á þessum tímapunkti,“ sagði Heimir Hallgrímsosn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Ragnar: Ekkert til í sögunum um Liverpool Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið einn allra besti leikmaður Íslands á EM í Frakklandi og vakið víða athygli fyrir frammistöðu sína. 30. júní 2016 09:21 Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30 Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44
EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34
Ragnar: Ekkert til í sögunum um Liverpool Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið einn allra besti leikmaður Íslands á EM í Frakklandi og vakið víða athygli fyrir frammistöðu sína. 30. júní 2016 09:21
Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30
Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00