Umfjöllun og viðtöl: Valur - Brøndby 1-4 | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson á Valsvelli skrifar 30. júní 2016 23:30 Danska stórveldið Bröndby var einfaldlega númeri of stórt fyrir Valsmenn í fyrri leik liðanna í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en eftir að danska félagið komst yfir á upphafsmínútum seinni hálfleiks voru úrslitin aldrei í hættu. Bröndby byrjaði leikinn af krafti og ógnuðu þeir dönsku marki Valsmanna oft á fyrstu mínútum leiksins en eftir því sem líða tók á leikinn náðu Valsmenn betri tökum á leiknum og byrjuðu að láta boltann fljóta betur. Staðan var markalaus í hálfleik en gestirnir frá Danmörku gerðu út um leikinn snemma í seinni hálfleik með þremur mörkum. Á annarri mínútu náði Kamil Wilczek að koma boltanum í netið úr þröngu færi og virtist markið róa leikmenn Bröndby niður. Stuttu síðar bætti Wilczek við öðru marki en í millitíðinni fékk Kristinn Ingi annað dauðafæri en skot hans fór í slánna. Finnski landsliðsmaðurinn Teemu Pukki gerði endanlega út um leikinn um miðbik seinni hálfleiks þegar hann skoraði með skoti af stuttu færi. Christian Jakobsen bætti við fjórða marki Bröndby tíu mínútum fyrir leikslok með glæsilegu skoti af 25 metra færi en Anton Ari Einarsson í marki Valsmanna átti enga möguleika á því að verja það. Einar Karl Ingvarsson klóraði í bakkann fyrir Val í uppbótartíma, en hann skoraði með flautumarki eftir flotta spilamennsku Valsmanna.Af hverju vann Bröndby? Danska liðið byrjaði leikinn af krafti en Valsmenn sýndu í fyrri hálfleik að liðið gat vel haldið í við danska stórveldið. Besta færi hálfleiksins féll í skaut Valsmanna en Kristinn Ingi Halldórsson náði ekki að nýta sér það. Bröndby komst yfir á upphafsmínútum seinni hálfleiks en í stað þess að fá á sig jöfnunarmark þegar Kristinn Ingi fékk sannkallað dauðafæri náðu gestirnir að bæta við marki sem dróg allan kraft úr Valsmönnum. Eftir það gátu leikmenn danska félagsins leyft sér að láta boltann fljóta betur og stuttu síðar kom þriðja markið sem gulltryggði sigurinn og jafnframt líklegast seðilinn í næstu umferð undankeppninnar.Þessir stóðu upp úr Fyrirliði Bröndby, Johan Larsson, var síógnandi upp kantinn og kom með góðar fyrirgjafir inn á framherjana tvo sem komust báðir á blað í dag. Kamil Wilczek nýtti þau tvö færi sem hann fékk í leiknum vel en Teemu Pukki náði sér ekki jafn vel á strik þrátt fyrir að skora þriðja mark liðsins. Í liði Valsmanna voru nafnarnir Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Ingi manna sprækastir í framlínunni en þeir fengu báðir færi í leiknum til að laga stöðuna fyrir Valsmenn.Hvað gekk illa? Hægt er að skrifa fyrstu tvö mörkin á einbeitingarleysi varnarmanna og markmanns en Wilczek gerði virkilega vel í báðum mörkum. Valsmenn náðu aldrei að klóra sig aftur inn í leikinn eftir það. Við fyrstu sýn virtist Anton Ari í marki Valsmanna eiga að gera betur í fyrstu tveimur mörkum Bröndby en hann gat lítið gert í næstu tveimur mörkum sem voru einfaldlega afgreidd frábærlega af leikmönnum danska liðsins.Hvað gerist næst? Valsmenn eiga fyrir höndum leik gegn Fylki í 8-liða úrslitum bikarsins á sunnudaginn áður en liðið heldur til Danmerkur þar sem liðið leikur gegn Bröndby í seinni leik liðanna. Leikmenn liðsins virtust ekki útiloka neitt í viðtölum eftir leik en það verður erfitt að sjá Valsmenn vinna sig aftur inn í þetta einvígi gegn einu af sterkustu liðum Norðurlandanna. Haukur Páll: Munurinn á okkur og stóru liðunum í Skandinavíu„Þetta er kannski full stórt tap að mínu mati. Við fáum færi í þessum leik og áttum að skora fleiri mörk en við vorum að mæta atvinnumannaliði sem refsar fyrir öll mistök,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, svekktur að leikslokum eftir 1-4 tap gegn Bröndby í kvöld. Valsmenn fengu besta færi fyrri hálfleiks og fengu annað sannkallað dauðafæri til að jafna í stöðunni 0-1 en náðu ekki að nýta sér það. „Við fáum fínt færi í fyrri hálfleik en þetta er kannski munurinn á okkur og stóru klúbbunum í Skandinavíu. Þeir nýta sér öll þau færi sem þú gefur þeim í leikjum.“ Valsmönnum tókst vel að loka á sóknarlotur danska liðsins í fyrri hálfleik en fengu tvö mörk á sig í upphafi seinni hálfleiks sem gerðu út um leikinn. „Þetta hefði verið allt annar leikur ef við hefðum náð að jafna leikinn en í staðin fáum við mark í andlitið og þeir ganga á lagið.“ „Þeir eru með frábært lið, við vissum það alveg en þetta var full auðvelt fyrir þá eftir annað markið,“ sagði Haukur Páll sem var þó ekki búinn að gefa upp alla von. „Það er ennþá möguleiki, það er allt hægt í fótbolta og ef við náum að krækja í víti og rautt á annarri mínútu úti er aldrei að vita. Við þurfum bara að skora úr vítinu og þá er aldrei að vita, þá eru þetta bara tvö mörk,“ sagði Haukur léttur. Þjálfari Bröndby: Valsmenn fengu færi til að skora 3-4 mörk„Ég er ánægður með ýmislegt í spilamennsku liðsins míns og með sigurinn í heild sinni. Við áttum skilið að sigra leikinn í kvöld en ekki með þremur mörkum,“ sagði Alexander Zorniger, þjálfari Bröndby, aðspurður út í spilamennsku danska liðsins í kvöld. Alexander sagði leikmönnum sínum að þeir mættu ekki við því að vanmeta Valsliðið. „Við töluðum ekki um árangur íslenska liðsins, ég minnti strákanna bara á að þú verður að mæta tilbúinn í alla leiki sama hver mótherjinn er. Strákarnir eru ennþá bara á undirbúningstímabilinu en ég sagði þeim að þeir þyrftu að gefa sig alla í leikina.“ Alexander vildi ekki meina að einvígið væri búið þrátt fyrir fjögur útivallarmörk. „Við erum ánægðir að ná þessum sigri en Valsmenn fengu færin til að skora 3-4 mörk í kvöld. Það eru 90. mínútur og strákarnir þurfa að vera klárir í slaginn á fimmtudaginn.“ Eftir annað markið tóku þeir dönsku yfir leikinn og gerðu út um leikinn með þriðja markinu skömmu síðar. „Ég vissi það að leikmennirnir mínir hefðu hæfileikana til að skora mörk en þar að auki var ég ánægður með varnarleikinn heilt yfir.“ Bjarni Ólafur: Möguleikarnir eru ekki miklir „Þetta var sanngjarnt tap, við fáum okkar færi og náum ekki að nýta þau á meðan þeir nýta sín færi,“ sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, varnarmaður Vals, hreinskilinn eftir leikinn í kvöld. „Við vissum það fyrir leik að við gætum ekki gefið færi á okkur og það er ömurlegt að þetta einvígi sé nánast búið. Við förum út til að spila á frábærum velli á móti góðu liði en möguleikarnir eru litlir.“ Bjarni var ánægður með spilamennskuna í fyrri en sagði mistök hafa kostað liðið. „Við erum á pari við þá í hálfleik en svo komu gæði þeirra í ljós þegar þeir nýta öll sín færi. Við opnuðum okkur undir lokin þegar við reyndum að sækja en þarna sá maður muninn á atvinnumönnum og áhugamannaliði,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þetta er allt annar leikur ef við nýtum okkar færi, það hefur sýnt sig oft að mörk breyta leikjum. Ef við komumst yfir eða jöfnum breytist leikurinn en þess í stað fáum við mörk á okkur og hættum eiginlega bara.“ Bjarni sagði að markið hefði gefið leikmönnum smá sjálfstraust fyrir seinni leikinn. „Við áttum að gera betur með því að klára leikinn af krafti, í stöðunni 0-2 er alltaf möguleiki en þegar þú lendir 3-4 mörkum undir er þetta búið. ekker Markið gaf okkur smá sjálfstraust fyrir seinni leikinn og við reynum að byggja á því fyrir seinni leikinn.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Danska stórveldið Bröndby var einfaldlega númeri of stórt fyrir Valsmenn í fyrri leik liðanna í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en eftir að danska félagið komst yfir á upphafsmínútum seinni hálfleiks voru úrslitin aldrei í hættu. Bröndby byrjaði leikinn af krafti og ógnuðu þeir dönsku marki Valsmanna oft á fyrstu mínútum leiksins en eftir því sem líða tók á leikinn náðu Valsmenn betri tökum á leiknum og byrjuðu að láta boltann fljóta betur. Staðan var markalaus í hálfleik en gestirnir frá Danmörku gerðu út um leikinn snemma í seinni hálfleik með þremur mörkum. Á annarri mínútu náði Kamil Wilczek að koma boltanum í netið úr þröngu færi og virtist markið róa leikmenn Bröndby niður. Stuttu síðar bætti Wilczek við öðru marki en í millitíðinni fékk Kristinn Ingi annað dauðafæri en skot hans fór í slánna. Finnski landsliðsmaðurinn Teemu Pukki gerði endanlega út um leikinn um miðbik seinni hálfleiks þegar hann skoraði með skoti af stuttu færi. Christian Jakobsen bætti við fjórða marki Bröndby tíu mínútum fyrir leikslok með glæsilegu skoti af 25 metra færi en Anton Ari Einarsson í marki Valsmanna átti enga möguleika á því að verja það. Einar Karl Ingvarsson klóraði í bakkann fyrir Val í uppbótartíma, en hann skoraði með flautumarki eftir flotta spilamennsku Valsmanna.Af hverju vann Bröndby? Danska liðið byrjaði leikinn af krafti en Valsmenn sýndu í fyrri hálfleik að liðið gat vel haldið í við danska stórveldið. Besta færi hálfleiksins féll í skaut Valsmanna en Kristinn Ingi Halldórsson náði ekki að nýta sér það. Bröndby komst yfir á upphafsmínútum seinni hálfleiks en í stað þess að fá á sig jöfnunarmark þegar Kristinn Ingi fékk sannkallað dauðafæri náðu gestirnir að bæta við marki sem dróg allan kraft úr Valsmönnum. Eftir það gátu leikmenn danska félagsins leyft sér að láta boltann fljóta betur og stuttu síðar kom þriðja markið sem gulltryggði sigurinn og jafnframt líklegast seðilinn í næstu umferð undankeppninnar.Þessir stóðu upp úr Fyrirliði Bröndby, Johan Larsson, var síógnandi upp kantinn og kom með góðar fyrirgjafir inn á framherjana tvo sem komust báðir á blað í dag. Kamil Wilczek nýtti þau tvö færi sem hann fékk í leiknum vel en Teemu Pukki náði sér ekki jafn vel á strik þrátt fyrir að skora þriðja mark liðsins. Í liði Valsmanna voru nafnarnir Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Ingi manna sprækastir í framlínunni en þeir fengu báðir færi í leiknum til að laga stöðuna fyrir Valsmenn.Hvað gekk illa? Hægt er að skrifa fyrstu tvö mörkin á einbeitingarleysi varnarmanna og markmanns en Wilczek gerði virkilega vel í báðum mörkum. Valsmenn náðu aldrei að klóra sig aftur inn í leikinn eftir það. Við fyrstu sýn virtist Anton Ari í marki Valsmanna eiga að gera betur í fyrstu tveimur mörkum Bröndby en hann gat lítið gert í næstu tveimur mörkum sem voru einfaldlega afgreidd frábærlega af leikmönnum danska liðsins.Hvað gerist næst? Valsmenn eiga fyrir höndum leik gegn Fylki í 8-liða úrslitum bikarsins á sunnudaginn áður en liðið heldur til Danmerkur þar sem liðið leikur gegn Bröndby í seinni leik liðanna. Leikmenn liðsins virtust ekki útiloka neitt í viðtölum eftir leik en það verður erfitt að sjá Valsmenn vinna sig aftur inn í þetta einvígi gegn einu af sterkustu liðum Norðurlandanna. Haukur Páll: Munurinn á okkur og stóru liðunum í Skandinavíu„Þetta er kannski full stórt tap að mínu mati. Við fáum færi í þessum leik og áttum að skora fleiri mörk en við vorum að mæta atvinnumannaliði sem refsar fyrir öll mistök,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, svekktur að leikslokum eftir 1-4 tap gegn Bröndby í kvöld. Valsmenn fengu besta færi fyrri hálfleiks og fengu annað sannkallað dauðafæri til að jafna í stöðunni 0-1 en náðu ekki að nýta sér það. „Við fáum fínt færi í fyrri hálfleik en þetta er kannski munurinn á okkur og stóru klúbbunum í Skandinavíu. Þeir nýta sér öll þau færi sem þú gefur þeim í leikjum.“ Valsmönnum tókst vel að loka á sóknarlotur danska liðsins í fyrri hálfleik en fengu tvö mörk á sig í upphafi seinni hálfleiks sem gerðu út um leikinn. „Þetta hefði verið allt annar leikur ef við hefðum náð að jafna leikinn en í staðin fáum við mark í andlitið og þeir ganga á lagið.“ „Þeir eru með frábært lið, við vissum það alveg en þetta var full auðvelt fyrir þá eftir annað markið,“ sagði Haukur Páll sem var þó ekki búinn að gefa upp alla von. „Það er ennþá möguleiki, það er allt hægt í fótbolta og ef við náum að krækja í víti og rautt á annarri mínútu úti er aldrei að vita. Við þurfum bara að skora úr vítinu og þá er aldrei að vita, þá eru þetta bara tvö mörk,“ sagði Haukur léttur. Þjálfari Bröndby: Valsmenn fengu færi til að skora 3-4 mörk„Ég er ánægður með ýmislegt í spilamennsku liðsins míns og með sigurinn í heild sinni. Við áttum skilið að sigra leikinn í kvöld en ekki með þremur mörkum,“ sagði Alexander Zorniger, þjálfari Bröndby, aðspurður út í spilamennsku danska liðsins í kvöld. Alexander sagði leikmönnum sínum að þeir mættu ekki við því að vanmeta Valsliðið. „Við töluðum ekki um árangur íslenska liðsins, ég minnti strákanna bara á að þú verður að mæta tilbúinn í alla leiki sama hver mótherjinn er. Strákarnir eru ennþá bara á undirbúningstímabilinu en ég sagði þeim að þeir þyrftu að gefa sig alla í leikina.“ Alexander vildi ekki meina að einvígið væri búið þrátt fyrir fjögur útivallarmörk. „Við erum ánægðir að ná þessum sigri en Valsmenn fengu færin til að skora 3-4 mörk í kvöld. Það eru 90. mínútur og strákarnir þurfa að vera klárir í slaginn á fimmtudaginn.“ Eftir annað markið tóku þeir dönsku yfir leikinn og gerðu út um leikinn með þriðja markinu skömmu síðar. „Ég vissi það að leikmennirnir mínir hefðu hæfileikana til að skora mörk en þar að auki var ég ánægður með varnarleikinn heilt yfir.“ Bjarni Ólafur: Möguleikarnir eru ekki miklir „Þetta var sanngjarnt tap, við fáum okkar færi og náum ekki að nýta þau á meðan þeir nýta sín færi,“ sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, varnarmaður Vals, hreinskilinn eftir leikinn í kvöld. „Við vissum það fyrir leik að við gætum ekki gefið færi á okkur og það er ömurlegt að þetta einvígi sé nánast búið. Við förum út til að spila á frábærum velli á móti góðu liði en möguleikarnir eru litlir.“ Bjarni var ánægður með spilamennskuna í fyrri en sagði mistök hafa kostað liðið. „Við erum á pari við þá í hálfleik en svo komu gæði þeirra í ljós þegar þeir nýta öll sín færi. Við opnuðum okkur undir lokin þegar við reyndum að sækja en þarna sá maður muninn á atvinnumönnum og áhugamannaliði,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þetta er allt annar leikur ef við nýtum okkar færi, það hefur sýnt sig oft að mörk breyta leikjum. Ef við komumst yfir eða jöfnum breytist leikurinn en þess í stað fáum við mörk á okkur og hættum eiginlega bara.“ Bjarni sagði að markið hefði gefið leikmönnum smá sjálfstraust fyrir seinni leikinn. „Við áttum að gera betur með því að klára leikinn af krafti, í stöðunni 0-2 er alltaf möguleiki en þegar þú lendir 3-4 mörkum undir er þetta búið. ekker Markið gaf okkur smá sjálfstraust fyrir seinni leikinn og við reynum að byggja á því fyrir seinni leikinn.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira