Landsliðsfyrirliðinn mömmustrákur með leiðtogahæfileika frá unga aldri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2016 22:30 Systkini Arons Einars Gunnarssonar eru stolt af litla bróður sínum sem leiðir karlalandsliðið í knattspyrnu út á völlinn í þriðja skipti á stórmóti á miðvikudaginn gegn Austurríki. Aron Einar var virkur krakki, sýndi snemma leiðtogahæfileika, var svolítið frekur og mömmustrákur. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór. Hann segir kannski aðeins of mikið að líkja ástandinu á heimilinu við dýragarð en vissulega hafi verið mikið fjör á heimilinu.Ekki frekja og þó? Ása Maren segir bróður sinn alltaf hafa verið kraftmikinn og stjórnað. „Hann var kannski ekki frekja,“ segir hún en Arnór skýtur inn í: „Jú!“ „Hann hefur alltaf verið mömmustrákur,“ segir Ása Maren og útskýrir að Arnór hafi oft þurft að lúta í lægra haldi fyrir litla bróður en tveggja ára munur er á þeim Aroni og Arnóri. Systkinin sáu öll strax að Aron væri líklegur til að ná langt í íþróttum. „Við höfum alltaf fylgt honum, fórum yfirleitt á leik hjá þeim bræðrum,“ segir Ása Maren. Ef þau hafi haft tíma hafi þau farið á leiki. „Þá áttum við bara að koma með.“Gerir allt til að ná leiknum Augljóst er að Aron Einar gengur ekki heill til skógar á Evrópumótinu. En hvernig tilfinning er það fyrir systkinin að vita af bróður sínum að spila í gegnum sársaukann? „Þetta er náttúrulega það fyrsta sem maður spyr hann að, hvernig ertu, ertu að fara að spila næsta leik,“ segir Ása. Þetta sé erfitt fyrir þau eins og hann. En hann gefi allt í þetta og geri allt sem hann geti til að ná leiknum á miðvikudaginn eins og öðrum landsleikjum Íslands. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal Sjá meira
Systkini Arons Einars Gunnarssonar eru stolt af litla bróður sínum sem leiðir karlalandsliðið í knattspyrnu út á völlinn í þriðja skipti á stórmóti á miðvikudaginn gegn Austurríki. Aron Einar var virkur krakki, sýndi snemma leiðtogahæfileika, var svolítið frekur og mömmustrákur. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór. Hann segir kannski aðeins of mikið að líkja ástandinu á heimilinu við dýragarð en vissulega hafi verið mikið fjör á heimilinu.Ekki frekja og þó? Ása Maren segir bróður sinn alltaf hafa verið kraftmikinn og stjórnað. „Hann var kannski ekki frekja,“ segir hún en Arnór skýtur inn í: „Jú!“ „Hann hefur alltaf verið mömmustrákur,“ segir Ása Maren og útskýrir að Arnór hafi oft þurft að lúta í lægra haldi fyrir litla bróður en tveggja ára munur er á þeim Aroni og Arnóri. Systkinin sáu öll strax að Aron væri líklegur til að ná langt í íþróttum. „Við höfum alltaf fylgt honum, fórum yfirleitt á leik hjá þeim bræðrum,“ segir Ása Maren. Ef þau hafi haft tíma hafi þau farið á leiki. „Þá áttum við bara að koma með.“Gerir allt til að ná leiknum Augljóst er að Aron Einar gengur ekki heill til skógar á Evrópumótinu. En hvernig tilfinning er það fyrir systkinin að vita af bróður sínum að spila í gegnum sársaukann? „Þetta er náttúrulega það fyrsta sem maður spyr hann að, hvernig ertu, ertu að fara að spila næsta leik,“ segir Ása. Þetta sé erfitt fyrir þau eins og hann. En hann gefi allt í þetta og geri allt sem hann geti til að ná leiknum á miðvikudaginn eins og öðrum landsleikjum Íslands.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal Sjá meira