EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júní 2016 08:00 Byrjunarlið Íslands í leiknum á Stade de France í október árið 1999. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í leiknum. Vísir/Getty Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. Sæti í sextán liða úrslitum er undir og okkar menn ætla sér stóra hluti. Sigur fleytir strákunum áfram, jafntefli líklega sömuleiðis en vonin er veik verði niðurstaðan tap. Hugmyndin að íslenskt landslið komist í úrslitakeppni á stórmóti í knattspyrnu karla er svo fjarlæg. Það sem heldur trúnni hins vegar gangandi eru þessir strákar. Strákarnir sem fóru í umspil fyrir HM 2014 eftir frábæra undankeppni. Strákarnir sem unnu Holland heima og úti í síðustu undankeppni. Strákarnir sem pökkuðu Tyrkjum saman á heimavelli og sneru við töpuðum leik gegn Tékkum á Laugardalsvelli af mikilli fagmennsku. Strákarnir sem gerðu jafntefli við Portúgal í fyrsta leik sínum á stórmóti. Strákarnir sem voru andartökum frá sigri gegn Ungverjum á sama móti. Þessir strákar geta allt. Þeir geta lagt hvaða lið sem er að velli, ég fer ekkert ofan af því. Austurríkismenn gætu orðið næsta bráð þeirra og það ætti ekki að koma neinum á óvart.Bjartsýni og svartsýni Enginn í hópi fjölmiðlamanna hér í Frakklandi er tilbúinn að fara heim eftir leikinn í París. Alla dreymir um að fagna sæti í sextán liða úrslitum í París og að ævintýrið haldi áfram. Sumir eru bjartsýnir en aðrir svartsýnir. Hinir bjartsýnu byggja á karakter og getu strákanna okkar en hinir svartsýnu eiga einfaldlega erfitt með að sjá sjá fyrir sér karlalandsliðið í sextán liða úrslitum á stórmóti. Það er auðveldara að vera svartsýnn og geta dottið í „I told you so“ stemninguna frekar en að gera sér háleitar vonir og verða fyrir miklum vonbrigðum. Strákarnir okkar tóku létta æfingu í gær að sögn Heimis Hallgrímssonar þjálfara. Okkar menn eru í endurheimt eftir leikina tvo en mestar áhyggjur eru af Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða sem glímir við meiðsli. Líkur eru á að hann æfi lítið fram að leiknum gegn Austurríki en verði þeim mun meira undir vökulu auga sjúkrateymisins og flýti fyrir endurheimt í ísböðum. Nærvera hans skiptir liðið öllu máli og óhætt að fullyrða að betur hefði gengið að halda boltanum innan liðsins í leikjunum tveimur á EM hefði Aron gengið heill til skógar. Á tíma mínum í Annecy hef ég verið svo heppinn að kynnast fjölskyldum tveggja af bestu leikmönnum okkar í dag, Alfreðs og Arons Einars. Það er alveg ljóst að baklandið sem drengirnir tveir hafa haft hefur skipt sköpum upp á hvar þeir eru í dag. Áhugi foreldra á iðkun barnanna og aðstoð skiptir öllu. Auðvitað eru þeir báðir metnaðarfullir, ákveðnir og hæfileikaríkir en fyrirtaksfjölskylda rammar þessa hluti inn og gefur drengjunum færi á að blómstra, sem þeir hafa báðir gert. Á mínum yngri árum man ég eftir fjölmörgum strákum sem sköruðu fram úr í fótbolta, og höfðu á sínum tíma mikla hæfileika og alla burði til að skara fram úr. En baklandið vantaði víða og er klárlega einn lykilþátturinn í möguleika íþróttafólks að ná langt.Ekkert „almost“ í þetta skiptið Strákarnir ferðast til Parísar í dag og æfa á Stade de France eftir hádegið þar sem leikurinn gegn Austurríki fer fram á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma. Strákarnir kalla eftir því að stuðningsmenn Íslands, sem hafa verið frábærir, mæti tímanlega á leikinn og hjálpi sér að komast í gírinn strax í upphitun. Leikvangurinn tekur rúmlega 80 þúsund manns í sæti og afar fáir í íslenska hópnum sem hafa spilað á svo stórum leikvangi. Á þessum sama velli mættum við þáverandi heimsmeisturum Frakka í eftirminnilegum leik í undankeppni EM 2000. „We almost beat them“ er setting seem oft er notuð um leikinn sem lauk með 3-2 tapi. Eftir leikinn á morgun getum við vonandi hætt að tala um leikinn á Stade de France sem við unnum næstum því og frekar minnst leiksins sem þess þegar strákarnir okkar tryggðu sér sæti í sextán-liða úrslitum á stórmóti, í fyrstu tilraun.Að neðan má sjá svipmyndir úr leiknum á Stade de France 9. október 1999. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira
Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. Sæti í sextán liða úrslitum er undir og okkar menn ætla sér stóra hluti. Sigur fleytir strákunum áfram, jafntefli líklega sömuleiðis en vonin er veik verði niðurstaðan tap. Hugmyndin að íslenskt landslið komist í úrslitakeppni á stórmóti í knattspyrnu karla er svo fjarlæg. Það sem heldur trúnni hins vegar gangandi eru þessir strákar. Strákarnir sem fóru í umspil fyrir HM 2014 eftir frábæra undankeppni. Strákarnir sem unnu Holland heima og úti í síðustu undankeppni. Strákarnir sem pökkuðu Tyrkjum saman á heimavelli og sneru við töpuðum leik gegn Tékkum á Laugardalsvelli af mikilli fagmennsku. Strákarnir sem gerðu jafntefli við Portúgal í fyrsta leik sínum á stórmóti. Strákarnir sem voru andartökum frá sigri gegn Ungverjum á sama móti. Þessir strákar geta allt. Þeir geta lagt hvaða lið sem er að velli, ég fer ekkert ofan af því. Austurríkismenn gætu orðið næsta bráð þeirra og það ætti ekki að koma neinum á óvart.Bjartsýni og svartsýni Enginn í hópi fjölmiðlamanna hér í Frakklandi er tilbúinn að fara heim eftir leikinn í París. Alla dreymir um að fagna sæti í sextán liða úrslitum í París og að ævintýrið haldi áfram. Sumir eru bjartsýnir en aðrir svartsýnir. Hinir bjartsýnu byggja á karakter og getu strákanna okkar en hinir svartsýnu eiga einfaldlega erfitt með að sjá sjá fyrir sér karlalandsliðið í sextán liða úrslitum á stórmóti. Það er auðveldara að vera svartsýnn og geta dottið í „I told you so“ stemninguna frekar en að gera sér háleitar vonir og verða fyrir miklum vonbrigðum. Strákarnir okkar tóku létta æfingu í gær að sögn Heimis Hallgrímssonar þjálfara. Okkar menn eru í endurheimt eftir leikina tvo en mestar áhyggjur eru af Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða sem glímir við meiðsli. Líkur eru á að hann æfi lítið fram að leiknum gegn Austurríki en verði þeim mun meira undir vökulu auga sjúkrateymisins og flýti fyrir endurheimt í ísböðum. Nærvera hans skiptir liðið öllu máli og óhætt að fullyrða að betur hefði gengið að halda boltanum innan liðsins í leikjunum tveimur á EM hefði Aron gengið heill til skógar. Á tíma mínum í Annecy hef ég verið svo heppinn að kynnast fjölskyldum tveggja af bestu leikmönnum okkar í dag, Alfreðs og Arons Einars. Það er alveg ljóst að baklandið sem drengirnir tveir hafa haft hefur skipt sköpum upp á hvar þeir eru í dag. Áhugi foreldra á iðkun barnanna og aðstoð skiptir öllu. Auðvitað eru þeir báðir metnaðarfullir, ákveðnir og hæfileikaríkir en fyrirtaksfjölskylda rammar þessa hluti inn og gefur drengjunum færi á að blómstra, sem þeir hafa báðir gert. Á mínum yngri árum man ég eftir fjölmörgum strákum sem sköruðu fram úr í fótbolta, og höfðu á sínum tíma mikla hæfileika og alla burði til að skara fram úr. En baklandið vantaði víða og er klárlega einn lykilþátturinn í möguleika íþróttafólks að ná langt.Ekkert „almost“ í þetta skiptið Strákarnir ferðast til Parísar í dag og æfa á Stade de France eftir hádegið þar sem leikurinn gegn Austurríki fer fram á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma. Strákarnir kalla eftir því að stuðningsmenn Íslands, sem hafa verið frábærir, mæti tímanlega á leikinn og hjálpi sér að komast í gírinn strax í upphitun. Leikvangurinn tekur rúmlega 80 þúsund manns í sæti og afar fáir í íslenska hópnum sem hafa spilað á svo stórum leikvangi. Á þessum sama velli mættum við þáverandi heimsmeisturum Frakka í eftirminnilegum leik í undankeppni EM 2000. „We almost beat them“ er setting seem oft er notuð um leikinn sem lauk með 3-2 tapi. Eftir leikinn á morgun getum við vonandi hætt að tala um leikinn á Stade de France sem við unnum næstum því og frekar minnst leiksins sem þess þegar strákarnir okkar tryggðu sér sæti í sextán-liða úrslitum á stórmóti, í fyrstu tilraun.Að neðan má sjá svipmyndir úr leiknum á Stade de France 9. október 1999.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira