Á þingi í 33 ár: „Hef alltaf reynt að klára þau verk sem ég tek að mér“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. júní 2016 14:00 Steingrímur ásamt Ögmundi Jónassyni. Ögmundur hefur gefið út að hann muni hverfa af þingi að þessu kjörtímabili loknu. vísir/hari „Mér sýnist þetta vera sterkur og sigurstranglegur listi þó málið sé óneitanlega örlítið tengt mér,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við Vísi. Síðastliðinn þriðjudag samþykkti félagafundur flokksins í norðausturkjördæmi framboðslista fyrir komandi kosningar. Steingrímur J. leiðir listann líkt og hann hefur gert frá stofnun Vinstri grænna árið 1999. Áður hafði Steingrímur leitt lista Alþýðubandalagsins í landshlutanum frá árinu 1983 en þá var hann fyrst kjörinn á þing.Steingrímur J. árið 1983 þegar hann náði fyrst kjöri þá 28 ára gamall.vísir/gvaHelmingur sá sami og frá árinu 1987 Sú leið var farin í kjördæminu að félagar gátu sent inn hugmyndir um hverja þeir vildu sjá í framboði fyrir flokkinn. Uppstillinganefnd vann í kjölfarið úr tillögunum og lagði þær fyrir félagafund. Um þrjátíu manns mættu á fundinn sem samþykkti listann en í síðustu þingkosningum kusu 3.733 manns Vinstrihreyfinguna í kjördæminu. „Á kjördæmisráðsfundi síðasta haust var ákveðið að hafa aukafund í apríl til að setja undirbúning kosninga í farveg svo við héldum okkur við það. Það var lán á vissan hátt að við ákváðum þetta en með því gátum við sett undirbúning kosninga af stað þrátt fyrir að kjördagur sé ekki kominn á hreint.“ Efstu fjögur sæti listans eru nánast óbreytt frá síðastu kosningum. Þingmennirnir Steingrímur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skipa efstu tvö sætin og Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari á Neskaupstað, er enn í því fjórða. Eina breytingin er að varaþingmaðurinn og varaþingmaðurinn Björn Valur Gíslason tekur þriðja sæti Edward H. Huijbens. Á landsfundi flokksins í fyrra, sem fram fór á Selfossi í október, var samþykkt ályktun þar sem hvatt var til þess að ungliði myndi skipa eitt af þremur efstu sætunum á framboðslistum flokksins í komandi kosningum. Unnt er að halda því fram að farið hafi verið á svig við þessi tilmæli en helmingur þeirra frambjóðenda sem skipa efstu fjögur sætin nú var einnig í efstu fjórum sætum lista Alþýðubandalagsins fyrir þingkosningarnar 1987. Það eru áðurnefndir Steingrímur og Björn. „Kjördæmin eru sjálfstæð í sínum ákvörðunum og það var ákveðið að fara í tilnefningarferli en ekki prófkjör. Niðurstaðan úr því er algerlega í samræmi við það sem kom út úr því. Nefndin las það úr tilnefningunum að mestur stuðningur væri við þessa uppstillingu og ég held að hann endurspegli vel ríkan vilja félaga flokksins í kjördæminu,“ segir Steingrímur.Steingrímur hefur oftar en einu sinni verið ræðukóngur Alþingis. Hér sést hann í pontu að ræða um dóm Hæstaréttar í öryrkjamálinu árið 2003.vísir/gvaBrennur ennþá fyrir pólitíkina Formaðurinn og ráðherrann fyrrverandi segir að fleiri sjónarmið hafi verið höfð til hliðsjónar en tilnefningarnar. Í þessu ferli þurfi einnig að horfa til reynslu, jöfnunar á milli kynja og byggðarlaga á sama tíma og skapa þurfi rými fyrir ungt fólk. „Efstu sæti listans eru vel þekkt en í sex sjö sætum er margt ungt, nýtt og gott fólk. Það skipar góðan sess á listanum. Síðan kemur náttúrulega meiri endurnýjun með fleiri þingmönnum,“ segir Steingrímur. Steingrímur er þaulsetnastur núverandi þingmanna en hann hefur setið á þingi allt frá árinu 1983. Hann er þó ekki sá sitjandi þingmanna sem fyrst tók sæti á þingi en það gerði Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, þegar hún tók sæti sem varaþingmaður árið 1980. Steingrímur er annar tveggja þingmanna sem náði kjöri á síðustu öld sem sækist eftir endurkjöri. Hinn er Össur Skarphéðinsson. Kristján L. Möller, Einar K. Guðfinnsson og Ögmundur Jónasson, sem allir voru fyrst kjörnir á tíunda áratugnum, ætla allir að hætta á þingi. Þeir fimm þingmenn sem lengst hafa setið á þingi eru Pétur Ottesen, Eysteinn Jónsson, Ólafur Thors, Gunnar Thoroddsen og Lúðvík Jósepsson. Af fimmmenningunum sat Lúðvík í skemmstan tíma eða í rúm 37 ár. Nái Steingrímur kjöri kemst hann ansi nálægt því að sitja jafnlengi og Lúðvík en Steingrímur segist ekki drifinn af því að ná einhverjum metum. „Ég hef alltaf reynt að klára þau verk sem ég tek að mér og einhver met hafa lítið vægi þegar maður er að vega og meta þetta,“ segir hann. „Það er nauðsynlegt að eitthvað annað en slíkur hégómi drífi mann áfram. Ég brenn fyrir pólitík og ég er viss um að komandi kosningar beri með sér breytingar og vonandi allt öðruvísi ríkisstjórn.“Ragnar Auðun Árnason, talsmaður UVGUngliðarnir svekktir „Það eru gríðarleg vonbrigði að fyrsta unga manneskjan sé í 8. sæti á listanum,“ segir Ragnar Auðun Árnason, talsmaður UVG, í samtali við Vísi. „Það er á svig við ályktanir landsfundar um að reynt yrði að hafa unga manneskju í topp þremur.“ Ragnari hugnast illa að ályktunum landsfundar sé ekki fylgt eftir enda sé hann æðsta vald flokksins. „Ungliði í kjördæminu lagði til að það færi fram forval en það var fellt. Það hefur verið kallað eftir endurnýjun á pólitískum vettvangi og þarna er ekki mikil endurnýjun. Þetta er í það minnsta ekki það sem við höfðum vonast eftir.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir í samtali við Vísi að það ákvarðanir um forval eða uppstillingu séu á valdi kjördæmanna. „Báðar leiðir eru jafngildar en mig grunar að tímasetningin með kosningar og óvissan í kringum það hafi spilað inn í að þessi leið var valin.“ Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
„Mér sýnist þetta vera sterkur og sigurstranglegur listi þó málið sé óneitanlega örlítið tengt mér,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við Vísi. Síðastliðinn þriðjudag samþykkti félagafundur flokksins í norðausturkjördæmi framboðslista fyrir komandi kosningar. Steingrímur J. leiðir listann líkt og hann hefur gert frá stofnun Vinstri grænna árið 1999. Áður hafði Steingrímur leitt lista Alþýðubandalagsins í landshlutanum frá árinu 1983 en þá var hann fyrst kjörinn á þing.Steingrímur J. árið 1983 þegar hann náði fyrst kjöri þá 28 ára gamall.vísir/gvaHelmingur sá sami og frá árinu 1987 Sú leið var farin í kjördæminu að félagar gátu sent inn hugmyndir um hverja þeir vildu sjá í framboði fyrir flokkinn. Uppstillinganefnd vann í kjölfarið úr tillögunum og lagði þær fyrir félagafund. Um þrjátíu manns mættu á fundinn sem samþykkti listann en í síðustu þingkosningum kusu 3.733 manns Vinstrihreyfinguna í kjördæminu. „Á kjördæmisráðsfundi síðasta haust var ákveðið að hafa aukafund í apríl til að setja undirbúning kosninga í farveg svo við héldum okkur við það. Það var lán á vissan hátt að við ákváðum þetta en með því gátum við sett undirbúning kosninga af stað þrátt fyrir að kjördagur sé ekki kominn á hreint.“ Efstu fjögur sæti listans eru nánast óbreytt frá síðastu kosningum. Þingmennirnir Steingrímur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skipa efstu tvö sætin og Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari á Neskaupstað, er enn í því fjórða. Eina breytingin er að varaþingmaðurinn og varaþingmaðurinn Björn Valur Gíslason tekur þriðja sæti Edward H. Huijbens. Á landsfundi flokksins í fyrra, sem fram fór á Selfossi í október, var samþykkt ályktun þar sem hvatt var til þess að ungliði myndi skipa eitt af þremur efstu sætunum á framboðslistum flokksins í komandi kosningum. Unnt er að halda því fram að farið hafi verið á svig við þessi tilmæli en helmingur þeirra frambjóðenda sem skipa efstu fjögur sætin nú var einnig í efstu fjórum sætum lista Alþýðubandalagsins fyrir þingkosningarnar 1987. Það eru áðurnefndir Steingrímur og Björn. „Kjördæmin eru sjálfstæð í sínum ákvörðunum og það var ákveðið að fara í tilnefningarferli en ekki prófkjör. Niðurstaðan úr því er algerlega í samræmi við það sem kom út úr því. Nefndin las það úr tilnefningunum að mestur stuðningur væri við þessa uppstillingu og ég held að hann endurspegli vel ríkan vilja félaga flokksins í kjördæminu,“ segir Steingrímur.Steingrímur hefur oftar en einu sinni verið ræðukóngur Alþingis. Hér sést hann í pontu að ræða um dóm Hæstaréttar í öryrkjamálinu árið 2003.vísir/gvaBrennur ennþá fyrir pólitíkina Formaðurinn og ráðherrann fyrrverandi segir að fleiri sjónarmið hafi verið höfð til hliðsjónar en tilnefningarnar. Í þessu ferli þurfi einnig að horfa til reynslu, jöfnunar á milli kynja og byggðarlaga á sama tíma og skapa þurfi rými fyrir ungt fólk. „Efstu sæti listans eru vel þekkt en í sex sjö sætum er margt ungt, nýtt og gott fólk. Það skipar góðan sess á listanum. Síðan kemur náttúrulega meiri endurnýjun með fleiri þingmönnum,“ segir Steingrímur. Steingrímur er þaulsetnastur núverandi þingmanna en hann hefur setið á þingi allt frá árinu 1983. Hann er þó ekki sá sitjandi þingmanna sem fyrst tók sæti á þingi en það gerði Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, þegar hún tók sæti sem varaþingmaður árið 1980. Steingrímur er annar tveggja þingmanna sem náði kjöri á síðustu öld sem sækist eftir endurkjöri. Hinn er Össur Skarphéðinsson. Kristján L. Möller, Einar K. Guðfinnsson og Ögmundur Jónasson, sem allir voru fyrst kjörnir á tíunda áratugnum, ætla allir að hætta á þingi. Þeir fimm þingmenn sem lengst hafa setið á þingi eru Pétur Ottesen, Eysteinn Jónsson, Ólafur Thors, Gunnar Thoroddsen og Lúðvík Jósepsson. Af fimmmenningunum sat Lúðvík í skemmstan tíma eða í rúm 37 ár. Nái Steingrímur kjöri kemst hann ansi nálægt því að sitja jafnlengi og Lúðvík en Steingrímur segist ekki drifinn af því að ná einhverjum metum. „Ég hef alltaf reynt að klára þau verk sem ég tek að mér og einhver met hafa lítið vægi þegar maður er að vega og meta þetta,“ segir hann. „Það er nauðsynlegt að eitthvað annað en slíkur hégómi drífi mann áfram. Ég brenn fyrir pólitík og ég er viss um að komandi kosningar beri með sér breytingar og vonandi allt öðruvísi ríkisstjórn.“Ragnar Auðun Árnason, talsmaður UVGUngliðarnir svekktir „Það eru gríðarleg vonbrigði að fyrsta unga manneskjan sé í 8. sæti á listanum,“ segir Ragnar Auðun Árnason, talsmaður UVG, í samtali við Vísi. „Það er á svig við ályktanir landsfundar um að reynt yrði að hafa unga manneskju í topp þremur.“ Ragnari hugnast illa að ályktunum landsfundar sé ekki fylgt eftir enda sé hann æðsta vald flokksins. „Ungliði í kjördæminu lagði til að það færi fram forval en það var fellt. Það hefur verið kallað eftir endurnýjun á pólitískum vettvangi og þarna er ekki mikil endurnýjun. Þetta er í það minnsta ekki það sem við höfðum vonast eftir.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir í samtali við Vísi að það ákvarðanir um forval eða uppstillingu séu á valdi kjördæmanna. „Báðar leiðir eru jafngildar en mig grunar að tímasetningin með kosningar og óvissan í kringum það hafi spilað inn í að þessi leið var valin.“
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira