Bretar ganga að kjörborðinu í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júní 2016 07:30 Evrópusinnar flugu með borða fram hjá parísarhjólinu London Eye í gær til að hvetja fólk til að kjósa áframhaldandi veru innan Evrópusambandsins. Bretar kjósa í dag um framtíð sambands Bretlands við Evrópusambandið (ESB). Valkostirnir eru tveir. Annars vegar „remain“, að vera áfram hluti af ESB, og hins vegar „leave“, aðskilnaður Bretlands frá Evrópusambandinu sem kallaður hefur verið Brexit. Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sótti í gær minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgartorgi í Lundúnum en hún var myrt á fimmtudaginn af einstaklingi sem var ósammála henni í Brexit-baráttunni. Cox var ötull talsmaður áframhaldandi veru Bretlands innan Evrópusambandsins. „Þetta var afar hjartnæm athöfn,“ sagði Kristjana en óljóst er hvort morðið á Cox muni hafa áhrif á kosningarnar í dag. Kosningabaráttan hefur verið löng og ströng og afar mjótt er á munum á milli fylkinganna tveggja. Ljóst er að Brexit myndi hafa umtalsverð áhrif á Bretland sem og Evrópusambandið. Bretar myndu, að minnsta kosti fyrst um sinn, missa aðgengi að opnum markaði ríkja ESB, varað hefur verið við því að pundið gæti veikst um allt að tuttugu prósent og íbúum annarra ríkja ESB væri ekki frjálst að flytja til Bretlands. Veikara pund kæmi sér illa fyrir Íslendinga sem fluttu rúm 70.000 tonn af fiski út til Bretlands í fyrra.David Cameron forsætisráðherraHamrað á málstaðnum Samflokksmennirnir David Cameron, forsætisráðherra og Evrópusinni, og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri og aðskilnaðarsinni, fóru víða í gær og reyndu að sannfæra sem flesta. Cameron varaði við því að niðurstaðan væri endanleg. Hins vegar eru kosningarnar ekki bindandi heldur gæti þingið tekið ákvörðun um að hundsa niðurstöðuna. Það þykir þó afar ólíklegt. Þá ítrekaði Cameron ein helstu rök Evrópusinna: „Brexit myndi skapa gríðarlegan vanda fyrir Bretland og valda efnahag okkar meiri skaða en maður getur ímyndað sér. Störf myndu tapast og lífsgæði komandi kynslóða minnka.“ Johnson og aðrir liðsmenn Vote Leave, samtaka sem berjast fyrir Brexit, ítrekuðu hins vegar þá sýn að Bretland utan ESB hefði frelsi til að stýra sér sjálft, til að mynda í efnahagsmálum. „Það er kominn tími til að brjótast út úr hinu misheppnaða Evrópusambandi,“ sagði Johnson. Þá fagnaði Nigel Farage, aðskilnaðarsinni og formaður Sjálfstæðisflokks (UKIP), því að loksins væri komið að kosningum. Hann sagði flokk sinn hafa barist fyrir aðskilnaði í tvo áratugi og að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið möguleg án flokksins. „Stuðningsmenn okkar myndu skríða á glerbrotum til að fá að kjósa Brexit,“ sagði Farage.Niðurstöður í fyrramálið Búist er við að fyrstu tölur berist um miðnætti en endanlegar niðurstöður liggi fyrir um klukkan sex í fyrramálið. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tók saman munar einu prósentustigi. 45 myndu kjósa áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en 44 prósent aðskilnað. BBC gefur sömu niðurstöðu á meðan meðaltalið sem Bloomberg tók saman sýnir öfuga niðurstöðu. Vert er að hafa í huga að skoðanakannanir fyrir þingkosningar í Bretlandi í fyrra reyndust nærri allar rangar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júní 2016 Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bretar kjósa í dag um framtíð sambands Bretlands við Evrópusambandið (ESB). Valkostirnir eru tveir. Annars vegar „remain“, að vera áfram hluti af ESB, og hins vegar „leave“, aðskilnaður Bretlands frá Evrópusambandinu sem kallaður hefur verið Brexit. Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sótti í gær minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgartorgi í Lundúnum en hún var myrt á fimmtudaginn af einstaklingi sem var ósammála henni í Brexit-baráttunni. Cox var ötull talsmaður áframhaldandi veru Bretlands innan Evrópusambandsins. „Þetta var afar hjartnæm athöfn,“ sagði Kristjana en óljóst er hvort morðið á Cox muni hafa áhrif á kosningarnar í dag. Kosningabaráttan hefur verið löng og ströng og afar mjótt er á munum á milli fylkinganna tveggja. Ljóst er að Brexit myndi hafa umtalsverð áhrif á Bretland sem og Evrópusambandið. Bretar myndu, að minnsta kosti fyrst um sinn, missa aðgengi að opnum markaði ríkja ESB, varað hefur verið við því að pundið gæti veikst um allt að tuttugu prósent og íbúum annarra ríkja ESB væri ekki frjálst að flytja til Bretlands. Veikara pund kæmi sér illa fyrir Íslendinga sem fluttu rúm 70.000 tonn af fiski út til Bretlands í fyrra.David Cameron forsætisráðherraHamrað á málstaðnum Samflokksmennirnir David Cameron, forsætisráðherra og Evrópusinni, og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri og aðskilnaðarsinni, fóru víða í gær og reyndu að sannfæra sem flesta. Cameron varaði við því að niðurstaðan væri endanleg. Hins vegar eru kosningarnar ekki bindandi heldur gæti þingið tekið ákvörðun um að hundsa niðurstöðuna. Það þykir þó afar ólíklegt. Þá ítrekaði Cameron ein helstu rök Evrópusinna: „Brexit myndi skapa gríðarlegan vanda fyrir Bretland og valda efnahag okkar meiri skaða en maður getur ímyndað sér. Störf myndu tapast og lífsgæði komandi kynslóða minnka.“ Johnson og aðrir liðsmenn Vote Leave, samtaka sem berjast fyrir Brexit, ítrekuðu hins vegar þá sýn að Bretland utan ESB hefði frelsi til að stýra sér sjálft, til að mynda í efnahagsmálum. „Það er kominn tími til að brjótast út úr hinu misheppnaða Evrópusambandi,“ sagði Johnson. Þá fagnaði Nigel Farage, aðskilnaðarsinni og formaður Sjálfstæðisflokks (UKIP), því að loksins væri komið að kosningum. Hann sagði flokk sinn hafa barist fyrir aðskilnaði í tvo áratugi og að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið möguleg án flokksins. „Stuðningsmenn okkar myndu skríða á glerbrotum til að fá að kjósa Brexit,“ sagði Farage.Niðurstöður í fyrramálið Búist er við að fyrstu tölur berist um miðnætti en endanlegar niðurstöður liggi fyrir um klukkan sex í fyrramálið. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tók saman munar einu prósentustigi. 45 myndu kjósa áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en 44 prósent aðskilnað. BBC gefur sömu niðurstöðu á meðan meðaltalið sem Bloomberg tók saman sýnir öfuga niðurstöðu. Vert er að hafa í huga að skoðanakannanir fyrir þingkosningar í Bretlandi í fyrra reyndust nærri allar rangar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júní 2016
Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira