Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2016 10:15 Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. Vísir/Samsett Bretar kusu í gær að yfirgefa Evrópusambandið í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Á næstu mánuðum munu leiðtogar Bretlands og ESB hefja viðræður til þess að semja um skilmála brotthvarfs Bretlands. Brexit, líkt og brotthvarf Bretlands úr ESB hefur verið nefnt, mun hafa töluverð áhrif á efnahag landsins, stefnu í innflytjendamálum og margt fleira en líklega munu afleiðingar þjóðaratkvæðagreiðslunnar ekki verða að fullu ljósar fyrr en eftir nokkur ár.Niðurstöður Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Ferlið að yfirgefa ESB mun taka nokkur ár Tæknilega séð er niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar ekki bindandi og í raun gætu bresk yfirvöld hunsað hana. Það þykir þó ómögulegt, líkt og kemur fram á vef BBC um atkvæðagreiðsluna, þar sem sagt er að „litið yrði á það sem pólitískt sjálfsvíg að ganga gegn vilja fólksins í atvæðagreiðslunni.“ Þá hefur David Cameron, forsætisráðherra, sagt að virða beri niðurstöður akvæðagreiðslunnar. 50. grein sáttmálans um Evrópusambandið tekur á því hvernig ríki geti yfirgefið ESB. Bretar þurfa nú formlega að óska eftir því að yfirgefa ESB og samkvæmt 50. greininni þurfa leiðtogar ESB að hefja samningaviðræður við Breta um skilmála brotthvarfsins. Þjóðaratkvæðagreiðslan sjálf telst ekki sem gild formleg yfirlýsing Bretlands um að yfirgefa ESB. Það þurfa leiðtogar að Bretlands að gera sjálfir. Óvíst er hvenær það verður gert. Ýmsir telja að það verði gert á formlegum leiðtogafundi ESB sem haldin verður 28-29. júní en það gæti einnig dregist um nokkra mánuði. Um leið og Bretland virkjar 50. grein sáttmálans opnast tveggja ára gluggi til þess að semja við ESB um hvað taki við í staðinn fyrir aðild Bretlands að ESB. Embættismenn og leiðtogar ESB og Bretlands þurfa því að setjast niður og semja um tolla, innflytjendamál og reglugerðir sem taka á öllu frá bílum til landbúnaðar svo dæmi séu tekin.Hvernig mun slíkur samningur líta út? Það er í raun ómögulegt að segja enda yfirvofandi brotthvarf Breta úr ESB án hliðstæðu, ekkert ríki hefur áður sagt sig úr ESB. Á vef Bloomberg er farið yfir þá þrjá möguleika sem helst komi til greina.Noregs-módelið Bretland gæti áfram verið innan evrópska efnahagsvæðisins. Bretland yrði þá í svipaðri stöðu og t.d. Noregur og Ísland, enn með aðgang að innri markaði ESB og öllu sem því fylgir án þess þó að hafa áhrif á hvernig það þróast. Bretland þyrfti þá einnig að leggja sitt af mörkum til fjárlaga ESB en brotthvarfssinnar hafa harðlega gagnrýnt kostnað Bretlands við þáttöku í ESB.Nýr samnningur Bretland gæti gert nýjan fríverslunarsamning við ESB og þar með komið að mestu leyti í veg fyrir tolla og gjöld á útflutning sinn sem og innflutning. Líklegt þykir þó að slíkur samningur yrði lengi í bígerð. Það tók sjö ár að semja um fríverslunarsamning Kanada og ESB.WTO-reglur Bretland gæti nýtt sér gildandi reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og þyrfti því ekki að semja um nýjan og flókin samning um viðskipti við ríki ESB. Bretland gæti þar með sett sína eigin tolla, þó án þess að njóta sérstakra viðskiptakjara við ríki ESB né annarra ríkja, án þess að um það yrði sérstaklega samið.Hver mun sjá um viðræðurnar fyrir Bretland? Arftaki David Cameron, forsætisráðherra Bretlands sem mun segja af sér, mun að öllum líkindum sjá um þær. Líklegt er talið að sá maður verði annaðhvort Boris Johnson, einn af leiðtogum þeirra sem vildu brotthvarf Bretlands úr ESB, eða Michael Gove, dómsmálaráðherra. Einnig er mögulegt að boðað verði til nýrra kosninga þar sem kosin verði ríkisstjórn sem fái það hlutverk að semja við ESB á nýjan leik. Pundið hefur þegar hríðfallið.Brexit mun hafa slæm áhrif á efnahag Breta Til skamms tíma litið gæti óvssian um framtíðarfyrirkomulag sambands Bretlands við ESB ýtt Bretland í átt að kreppu. Greiningaraðilar á markaði gera ráð fyrir miklum óróleika á markaði næstu daga. Pundið hefur þegar hríðfallið, um allt að tíu prósent, og hefur ekki verið lægra gagnvart dollaranum síðan árið 1985. Þá hafa hlutabréfamarkaðir víða um heim tekið skarpa dýfu eftir tíðindi dagsins. Til lengri tíma litið gæti staðan versnað enn frekar. Ef ríkisstjórn Bretlands fellur gæti samningstaða Bretlands gagnvart ESB orðið veikari, sérstaklega ef mikill efasemdamaður um ágæti ESB á borð við Boris Johnson tæki við. ESB gæti tekið jafnframt tekið harða afstöðu gagnvart Bretlandi og neitað að semja á forsendum Bretlands til þess að koma í veg fyrir að önnur ríki á sömu buxum og Bretar myndu yfirgefa ESB en nú þegar hafa leiðtogar hægri-öfga flokka í Frakklandi og Hollandi kallað eftir sambærilegum þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá gæti nýr leiðtogi Bretlands einnig hafnað því að semja við ESB á forsendum Noregs-leiðarinnar svokölluðu sem tæpt var á hér að ofan.Gult táknar svæði þar sem kosið var að halda áfram innan ESB, blátt táknar svæði þar sem kosið var að yfirgefa ESB.Brexit gæti þýtt að Bretland brotni upp Bretland er samansett úr fjórum ríkjum, Englandi, Wales, Skotlandi og N-Írlandi. Þrátt fyrir að Bretar hafi kosið að ganga úr ESB er niðurstaðan hvergi jafn afgerandi og í Skotlandi þar sem nær ekkert hérað kaus með því að ganga úr ESB. Stutt er síðan 44 prósent Skota kusu með því að Skotland lýsti yfir sjálfstæði og líklegt er talið að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar nú muni styrkja sjálfstæðissinna verulega og verða til þess að Skotland haldi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu og lýsi yfir sjálfstæði frá Bretlandi í kjölfarið. Skotland myndi án vafa sækja um aðild að ESB í kjölfarið. Þá hefur leiðtogi Sinn-Fein í Norður-Írlandi kallað eftir því að ríkið sameinist Írlandi en yfirgnæfandi meirihluti N-Íra kaus með því að halda áfram innan ESB. Afar mjótt var á munum í kosningunni og ljóst er að breska þjóðin er klofin í afstöðu sinni til ESB. Forsætisráðherra landsins mun segja af sér og mikil óvissa ríkir um efnahagslega framtíð Bretlands sem og framtíð ESB. Öll kurl eru langt frá því að vera komin til grafar í þessu máli og líklega munu áhrif brotthvarfs Bretlands úr ESB ekki verða að fullu ljós fyrr en að nokkrum árum liðnum. Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Bretar kusu í gær að yfirgefa Evrópusambandið í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Á næstu mánuðum munu leiðtogar Bretlands og ESB hefja viðræður til þess að semja um skilmála brotthvarfs Bretlands. Brexit, líkt og brotthvarf Bretlands úr ESB hefur verið nefnt, mun hafa töluverð áhrif á efnahag landsins, stefnu í innflytjendamálum og margt fleira en líklega munu afleiðingar þjóðaratkvæðagreiðslunnar ekki verða að fullu ljósar fyrr en eftir nokkur ár.Niðurstöður Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Ferlið að yfirgefa ESB mun taka nokkur ár Tæknilega séð er niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar ekki bindandi og í raun gætu bresk yfirvöld hunsað hana. Það þykir þó ómögulegt, líkt og kemur fram á vef BBC um atkvæðagreiðsluna, þar sem sagt er að „litið yrði á það sem pólitískt sjálfsvíg að ganga gegn vilja fólksins í atvæðagreiðslunni.“ Þá hefur David Cameron, forsætisráðherra, sagt að virða beri niðurstöður akvæðagreiðslunnar. 50. grein sáttmálans um Evrópusambandið tekur á því hvernig ríki geti yfirgefið ESB. Bretar þurfa nú formlega að óska eftir því að yfirgefa ESB og samkvæmt 50. greininni þurfa leiðtogar ESB að hefja samningaviðræður við Breta um skilmála brotthvarfsins. Þjóðaratkvæðagreiðslan sjálf telst ekki sem gild formleg yfirlýsing Bretlands um að yfirgefa ESB. Það þurfa leiðtogar að Bretlands að gera sjálfir. Óvíst er hvenær það verður gert. Ýmsir telja að það verði gert á formlegum leiðtogafundi ESB sem haldin verður 28-29. júní en það gæti einnig dregist um nokkra mánuði. Um leið og Bretland virkjar 50. grein sáttmálans opnast tveggja ára gluggi til þess að semja við ESB um hvað taki við í staðinn fyrir aðild Bretlands að ESB. Embættismenn og leiðtogar ESB og Bretlands þurfa því að setjast niður og semja um tolla, innflytjendamál og reglugerðir sem taka á öllu frá bílum til landbúnaðar svo dæmi séu tekin.Hvernig mun slíkur samningur líta út? Það er í raun ómögulegt að segja enda yfirvofandi brotthvarf Breta úr ESB án hliðstæðu, ekkert ríki hefur áður sagt sig úr ESB. Á vef Bloomberg er farið yfir þá þrjá möguleika sem helst komi til greina.Noregs-módelið Bretland gæti áfram verið innan evrópska efnahagsvæðisins. Bretland yrði þá í svipaðri stöðu og t.d. Noregur og Ísland, enn með aðgang að innri markaði ESB og öllu sem því fylgir án þess þó að hafa áhrif á hvernig það þróast. Bretland þyrfti þá einnig að leggja sitt af mörkum til fjárlaga ESB en brotthvarfssinnar hafa harðlega gagnrýnt kostnað Bretlands við þáttöku í ESB.Nýr samnningur Bretland gæti gert nýjan fríverslunarsamning við ESB og þar með komið að mestu leyti í veg fyrir tolla og gjöld á útflutning sinn sem og innflutning. Líklegt þykir þó að slíkur samningur yrði lengi í bígerð. Það tók sjö ár að semja um fríverslunarsamning Kanada og ESB.WTO-reglur Bretland gæti nýtt sér gildandi reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og þyrfti því ekki að semja um nýjan og flókin samning um viðskipti við ríki ESB. Bretland gæti þar með sett sína eigin tolla, þó án þess að njóta sérstakra viðskiptakjara við ríki ESB né annarra ríkja, án þess að um það yrði sérstaklega samið.Hver mun sjá um viðræðurnar fyrir Bretland? Arftaki David Cameron, forsætisráðherra Bretlands sem mun segja af sér, mun að öllum líkindum sjá um þær. Líklegt er talið að sá maður verði annaðhvort Boris Johnson, einn af leiðtogum þeirra sem vildu brotthvarf Bretlands úr ESB, eða Michael Gove, dómsmálaráðherra. Einnig er mögulegt að boðað verði til nýrra kosninga þar sem kosin verði ríkisstjórn sem fái það hlutverk að semja við ESB á nýjan leik. Pundið hefur þegar hríðfallið.Brexit mun hafa slæm áhrif á efnahag Breta Til skamms tíma litið gæti óvssian um framtíðarfyrirkomulag sambands Bretlands við ESB ýtt Bretland í átt að kreppu. Greiningaraðilar á markaði gera ráð fyrir miklum óróleika á markaði næstu daga. Pundið hefur þegar hríðfallið, um allt að tíu prósent, og hefur ekki verið lægra gagnvart dollaranum síðan árið 1985. Þá hafa hlutabréfamarkaðir víða um heim tekið skarpa dýfu eftir tíðindi dagsins. Til lengri tíma litið gæti staðan versnað enn frekar. Ef ríkisstjórn Bretlands fellur gæti samningstaða Bretlands gagnvart ESB orðið veikari, sérstaklega ef mikill efasemdamaður um ágæti ESB á borð við Boris Johnson tæki við. ESB gæti tekið jafnframt tekið harða afstöðu gagnvart Bretlandi og neitað að semja á forsendum Bretlands til þess að koma í veg fyrir að önnur ríki á sömu buxum og Bretar myndu yfirgefa ESB en nú þegar hafa leiðtogar hægri-öfga flokka í Frakklandi og Hollandi kallað eftir sambærilegum þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá gæti nýr leiðtogi Bretlands einnig hafnað því að semja við ESB á forsendum Noregs-leiðarinnar svokölluðu sem tæpt var á hér að ofan.Gult táknar svæði þar sem kosið var að halda áfram innan ESB, blátt táknar svæði þar sem kosið var að yfirgefa ESB.Brexit gæti þýtt að Bretland brotni upp Bretland er samansett úr fjórum ríkjum, Englandi, Wales, Skotlandi og N-Írlandi. Þrátt fyrir að Bretar hafi kosið að ganga úr ESB er niðurstaðan hvergi jafn afgerandi og í Skotlandi þar sem nær ekkert hérað kaus með því að ganga úr ESB. Stutt er síðan 44 prósent Skota kusu með því að Skotland lýsti yfir sjálfstæði og líklegt er talið að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar nú muni styrkja sjálfstæðissinna verulega og verða til þess að Skotland haldi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu og lýsi yfir sjálfstæði frá Bretlandi í kjölfarið. Skotland myndi án vafa sækja um aðild að ESB í kjölfarið. Þá hefur leiðtogi Sinn-Fein í Norður-Írlandi kallað eftir því að ríkið sameinist Írlandi en yfirgnæfandi meirihluti N-Íra kaus með því að halda áfram innan ESB. Afar mjótt var á munum í kosningunni og ljóst er að breska þjóðin er klofin í afstöðu sinni til ESB. Forsætisráðherra landsins mun segja af sér og mikil óvissa ríkir um efnahagslega framtíð Bretlands sem og framtíð ESB. Öll kurl eru langt frá því að vera komin til grafar í þessu máli og líklega munu áhrif brotthvarfs Bretlands úr ESB ekki verða að fullu ljós fyrr en að nokkrum árum liðnum.
Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43
David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30
Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent