Innlent

„Ég held að okkur lítist öllum vel á nýja forsetann“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimir Hallgrímsson nýtti kosningarétt sinn í Annecy.
Heimir Hallgrímsson nýtti kosningarétt sinn í Annecy. Vísir/Vilhelm
Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Heimir Hallgrímsson nýttu allir atkvæðarétt sinn í forsetakosningunum og líst vel á nýjan forseta, Guðna Th. Jóhannesson. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá strákunum okkar í Nice í dag.

„Ég kaus, ég er ekkert að fara að gefa upp hvern en hann lítur vel út,“ sagði Aron Einar um Guðna. „Við erum ekkert að fara að ræða um það núna. Við erum hérna til að tala um fótbolta, það er það sem við erum að einbeita okkur að núna.“

Heimir bætti við að þeir hefðu allir þrír kosið, eða hann héldi það.

„Ég held að okkur lítist öllum vel á nýja forsetann.“

Guðni Th. Jóhannesson verður í stúkunni í Nice á morgun og sömuleiðis Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).



 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×