Samherji Birkis mætir bróður sínum á EM á morgun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2016 17:45 Xhaka-bræðurnir. vísir/getty Albanía þreytir frumraun sína á stórmóti á morgun þegar liðið mætir Sviss í Lens í A-riðli á EM í Frakklandi. Þetta er auðvitað stór stund fyrir Albani og þá sérstaklega Taulant Xhaka sem mætir yngri bróður sínum, Granit Xhaka, nýjasta liðsmanni Arsenal, á morgun. Xhaka-bræðurnir eru fæddir í Basel í Sviss en foreldrar þeirra eru Kósóvó-Albanir. Taulant og Granit eru uppaldir hjá Basel og léku báðir með yngri landsliðum Sviss. Mikil tenging er á milli Albaníu og Sviss. Til marks um það eru fimm leikmenn í svissneska hópnum sem eiga ættir sínar að rekja til Albaníu og hvorki fleiri né færri en níu leikmenn í albanska hópnum eru fæddir og/eða uppaldir í Sviss.Granit Xhaka er nýjasti liðsmaður Arsenal.vísir/gettyÁrið 2013 gaf Taulant það út að hann væri tilbúinn að spila með A-landsliði Albaníu og hann var fyrst valinn í albanska landsliðshópinn í mars 2014. Hann þurfti þó að bíða fram í september eftir því að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Albaníu. Hann kom í 1-0 sigri á Portúgal. Granit lék hins vegar sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss 2011, aðeins 18 ára gamall. Hann er alls búinn að leika 43 landsleiki fyrir Sviss og skora sex mörk. Leiðir Xhaka-bræðranna hjá félagsliði skildu þegar Borussia Mönchengladbach keypti Granit af Basel 2012. Granit lék í fjögur ár með Gladbach en var seldur til Arsenal í sumar, eins og áður sagði. Taulant er enn í herbúðum Basel þar sem hann leikur með íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni. Þeir urðu svissneskir meistarar á nýafstöðnu tímabili. Þetta er í þriðja sinn sem bræður mætast á stórmóti í fótbolta en í fyrri tvö skiptin voru það Boateng-bræðurnir, Kevin-Prince og Jérome. Þeir eru báðir fæddir í Þýskalandi en Kevin-Prince spilar með Gana, heimalandi föður síns. Bræðurnir mættust bæði á HM 2010 og svo aftur á HM 2014. Þýskaland hafði betur, 1-0, á 2010 en í Brasilíu fyrir tveimur árum lyktaði leik Þjóðverja og Ganverja með 2-2 jafntefli. Þrír bræður leika á EM auk Xhaka-bræðranna. Lukaku-bræðurnir, Romelu og Jordan, leika með Belgíu, Jonny og Corry Evans með Norður-Írlandi og Vasili og Aleksei Berezutski með Rússlandi. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Leicester City - Manchester United | Stríðir Nistelrooy sínu gamla félagi? Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Sjá meira
Albanía þreytir frumraun sína á stórmóti á morgun þegar liðið mætir Sviss í Lens í A-riðli á EM í Frakklandi. Þetta er auðvitað stór stund fyrir Albani og þá sérstaklega Taulant Xhaka sem mætir yngri bróður sínum, Granit Xhaka, nýjasta liðsmanni Arsenal, á morgun. Xhaka-bræðurnir eru fæddir í Basel í Sviss en foreldrar þeirra eru Kósóvó-Albanir. Taulant og Granit eru uppaldir hjá Basel og léku báðir með yngri landsliðum Sviss. Mikil tenging er á milli Albaníu og Sviss. Til marks um það eru fimm leikmenn í svissneska hópnum sem eiga ættir sínar að rekja til Albaníu og hvorki fleiri né færri en níu leikmenn í albanska hópnum eru fæddir og/eða uppaldir í Sviss.Granit Xhaka er nýjasti liðsmaður Arsenal.vísir/gettyÁrið 2013 gaf Taulant það út að hann væri tilbúinn að spila með A-landsliði Albaníu og hann var fyrst valinn í albanska landsliðshópinn í mars 2014. Hann þurfti þó að bíða fram í september eftir því að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Albaníu. Hann kom í 1-0 sigri á Portúgal. Granit lék hins vegar sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss 2011, aðeins 18 ára gamall. Hann er alls búinn að leika 43 landsleiki fyrir Sviss og skora sex mörk. Leiðir Xhaka-bræðranna hjá félagsliði skildu þegar Borussia Mönchengladbach keypti Granit af Basel 2012. Granit lék í fjögur ár með Gladbach en var seldur til Arsenal í sumar, eins og áður sagði. Taulant er enn í herbúðum Basel þar sem hann leikur með íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni. Þeir urðu svissneskir meistarar á nýafstöðnu tímabili. Þetta er í þriðja sinn sem bræður mætast á stórmóti í fótbolta en í fyrri tvö skiptin voru það Boateng-bræðurnir, Kevin-Prince og Jérome. Þeir eru báðir fæddir í Þýskalandi en Kevin-Prince spilar með Gana, heimalandi föður síns. Bræðurnir mættust bæði á HM 2010 og svo aftur á HM 2014. Þýskaland hafði betur, 1-0, á 2010 en í Brasilíu fyrir tveimur árum lyktaði leik Þjóðverja og Ganverja með 2-2 jafntefli. Þrír bræður leika á EM auk Xhaka-bræðranna. Lukaku-bræðurnir, Romelu og Jordan, leika með Belgíu, Jonny og Corry Evans með Norður-Írlandi og Vasili og Aleksei Berezutski með Rússlandi.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Leicester City - Manchester United | Stríðir Nistelrooy sínu gamla félagi? Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Sjá meira