Fótbolti

Independent: De Gea flæktur í kynferðisafbrotamál

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
De Gea er flæktur í kynferðisbrotamál.
De Gea er flæktur í kynferðisbrotamál. vísir/getty
Uppfært 16:10

Independent hefur breytt frétt sinni og dregið í land. Samkvæmt því er De Gea enn með spænska hópnum þótt staða hans sé til skoðunar.



Breska dagblaðið Independent greindi frá því nú fyrir stundu að David De Gea hafi verið sendur heim úr spænska landsliðshópnum sem tekur þátt á EM í Frakklandi.

Óvíst er hvaða markvörður verður kallaður inn í spænska hópinn í stað De Gea sem leikur með Manchester United.

Spænska blaðið Marca heldur því fram að De Gea og Iker Muniain, leikmaður Athletic Bilbao, hafi beitt konu kynferðisofbeldi fyrir fjórum árum.

Muniain er sagður hafa sofið hjá konunni 2012 en De Gea á að hafa skipulagt fundinn. Framburður vitnisins er sagður mjög trúverðugur og búið er að útiloka möguleikann á fjárkúgun.

Málið tengist vafasömum manni sem er kallaður Torbe en hann er m.a. sakaður um vændissölu, fjárkúgun og vörslu á barnaklámi.

Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague segir hins vegar á Twitter að De Gea hafi ekki verið sendur heim og hann sé saklaus uns sekt hans sé sönnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×