Kolbeinn um fótboltaspjöldin: Kári væri með 100 í löngum boltum Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2016 19:00 Fótboltamyndir hafa verið fastur liður í tengslum við stórmót í marga áratugi en í fyrsta skipti í sögunni geta Íslendingar og aðrir safnarar eignast myndir af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Hægt er að bítta eins og menn vilja. Myndirnar komu til Íslands í byrjun mars en í EM-pökkunum eru alls 32 íslenskar myndir í boði. Þrettán af strákunum okkar fá hefðbundnar myndir af sér en auk þess verður svo hægt að fá merki íslenska liðsins, byrjunarliðið allt á einu spjaldi, svokallað „passion-pride“-spjald og tvö söguspjöld. Fréttamaður var svo heppinn að fá þrjá leikmenn íslenska liðsins í fyrstu pökkunum sem hann eignaðist en fannst tölurnar eitthvað skrítnar og bar þær undir Kára Árnason og Kolbein Sigþórsson. "Boltameðferðin mín hefur alltaf verið vanmetin. Ég lít út fyrir að vera alltaf í tómu rugli og negla bara boltanum í burtu því ég tek enga sénsa í varnarleiknum. Ég myndi segja að við erum að pari í þessu en Kolli á að vera lægri í vörn. Ég tek 71 í sókn," sagði Kári Árnason. "Mér finnst vanta einn hring fyrir langa bolta. Kári væri með 100 þar," sagði Kolbeinn og hló en er 73 í vörn ekki of mikið fyrir hann? Hann er varla svona duglegur? "Jú, er það ekki? Maður gefur sig allan í þetta. Það er bara þannig. Íslenska landsliðið hleypur einna mest af öllum landsliðum í heimi þannig ég held að þetta passi bara," sagði Kolbeinn Sigþórsson. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Sjá meira
Fótboltamyndir hafa verið fastur liður í tengslum við stórmót í marga áratugi en í fyrsta skipti í sögunni geta Íslendingar og aðrir safnarar eignast myndir af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Hægt er að bítta eins og menn vilja. Myndirnar komu til Íslands í byrjun mars en í EM-pökkunum eru alls 32 íslenskar myndir í boði. Þrettán af strákunum okkar fá hefðbundnar myndir af sér en auk þess verður svo hægt að fá merki íslenska liðsins, byrjunarliðið allt á einu spjaldi, svokallað „passion-pride“-spjald og tvö söguspjöld. Fréttamaður var svo heppinn að fá þrjá leikmenn íslenska liðsins í fyrstu pökkunum sem hann eignaðist en fannst tölurnar eitthvað skrítnar og bar þær undir Kára Árnason og Kolbein Sigþórsson. "Boltameðferðin mín hefur alltaf verið vanmetin. Ég lít út fyrir að vera alltaf í tómu rugli og negla bara boltanum í burtu því ég tek enga sénsa í varnarleiknum. Ég myndi segja að við erum að pari í þessu en Kolli á að vera lægri í vörn. Ég tek 71 í sókn," sagði Kári Árnason. "Mér finnst vanta einn hring fyrir langa bolta. Kári væri með 100 þar," sagði Kolbeinn og hló en er 73 í vörn ekki of mikið fyrir hann? Hann er varla svona duglegur? "Jú, er það ekki? Maður gefur sig allan í þetta. Það er bara þannig. Íslenska landsliðið hleypur einna mest af öllum landsliðum í heimi þannig ég held að þetta passi bara," sagði Kolbeinn Sigþórsson. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Sjá meira