Skoraði sitt fyrsta mark í 18 mánuði og Ungverjar unnu Austurríki á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2016 17:45 Ungverjar fagna marki sínu með stuðningsmönnunum í stúkunni. Vísir/Getty Ein óvæntustu úrslit Evrópumótsins til þessa litu dagsins ljós í fyrsta leiknum í riðli Íslands þegar Ungverjar unnu 2-0 sigur á Austurríki. Sigurinn var fyllilega sanngjarn enda stóð ungverska liðið sig frábærlega í kvöld. Adam Szalai var hetja ungverska liðsins en framherjinn sem hafði ekki skorað fyrir félagslið eða landslið í átján mánuði skoraði fyrra mark Ungverja á 63. mínútu. Varamaðurinn Zoltán Stieber innsiglaði síðan sigurinn á 87. mínútu. Austurríkismenn enduðu leikinn manni færri því Aleksandar Dragovic fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu eða aðeins fjórum mínútum eftir að Ungverjar komust í 1-0. Það var mikið búist við af austurríska liðinu fyrir Evrópumótið en frammistaða þess í kvöld var ekki sannfærandi. Ungverjar unnu aftur á móti frábæran sigur og hafa með honum opnað riðilinn upp á gátt. Gábor Király, markvörður Ungverja, varð í kvöld elsti leikmaður EM frá upphafi og hélt upp á metið með því að halda marki sínu hreinu. Það hefði þó getað endað öðruvísi. Austurríkismenn fengu næstum því draumabyrjun þegar David Alaba skaut í stöngina eftir aðeins 30 sekúndur og austurríska liðið fékk hættulegri færi í fyrri hálfleiknum. Ungverska liðið var samt alls ekki síðri aðilinn í fyrri hálfleiknum og Balázs Dzsudzsák fékk fínasta færi undir lok fyrri hálfleiksins. Adam Szalai kom Ungverjum í 1-0 á 62. mínútu eftir frábært þríhyrningsspil við y László Kleinheisler sem sendi boltann á hárréttum tíma inn í teig þar sem Szalai lagði hann undir markvörðinn og í markið. Szalai hafði ekki skorað fyrir landslið eða félagslið síðan árið 2014. Zoltán Stieber kom inná sem varamaður á 79. mínútu og hann innsiglaði sigurinn eftir skyndisókn á 87. mínútu. Næsti leikur ungverska liðsins er á móti Íslandi á laugardaginn en Austurríkismanna bíður erfiður leikur á móti Portúgal. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Sjá meira
Ein óvæntustu úrslit Evrópumótsins til þessa litu dagsins ljós í fyrsta leiknum í riðli Íslands þegar Ungverjar unnu 2-0 sigur á Austurríki. Sigurinn var fyllilega sanngjarn enda stóð ungverska liðið sig frábærlega í kvöld. Adam Szalai var hetja ungverska liðsins en framherjinn sem hafði ekki skorað fyrir félagslið eða landslið í átján mánuði skoraði fyrra mark Ungverja á 63. mínútu. Varamaðurinn Zoltán Stieber innsiglaði síðan sigurinn á 87. mínútu. Austurríkismenn enduðu leikinn manni færri því Aleksandar Dragovic fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu eða aðeins fjórum mínútum eftir að Ungverjar komust í 1-0. Það var mikið búist við af austurríska liðinu fyrir Evrópumótið en frammistaða þess í kvöld var ekki sannfærandi. Ungverjar unnu aftur á móti frábæran sigur og hafa með honum opnað riðilinn upp á gátt. Gábor Király, markvörður Ungverja, varð í kvöld elsti leikmaður EM frá upphafi og hélt upp á metið með því að halda marki sínu hreinu. Það hefði þó getað endað öðruvísi. Austurríkismenn fengu næstum því draumabyrjun þegar David Alaba skaut í stöngina eftir aðeins 30 sekúndur og austurríska liðið fékk hættulegri færi í fyrri hálfleiknum. Ungverska liðið var samt alls ekki síðri aðilinn í fyrri hálfleiknum og Balázs Dzsudzsák fékk fínasta færi undir lok fyrri hálfleiksins. Adam Szalai kom Ungverjum í 1-0 á 62. mínútu eftir frábært þríhyrningsspil við y László Kleinheisler sem sendi boltann á hárréttum tíma inn í teig þar sem Szalai lagði hann undir markvörðinn og í markið. Szalai hafði ekki skorað fyrir landslið eða félagslið síðan árið 2014. Zoltán Stieber kom inná sem varamaður á 79. mínútu og hann innsiglaði sigurinn eftir skyndisókn á 87. mínútu. Næsti leikur ungverska liðsins er á móti Íslandi á laugardaginn en Austurríkismanna bíður erfiður leikur á móti Portúgal.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Sjá meira