Hollande segir morðin óneitanlega hryðjuverk Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júní 2016 07:00 „Þessar gjörðir eru óneitanlega hryðjuverk,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, við fjölmiðla í gær um tvö morð í París í fyrrakvöld. Hinn 25 ára gamli Larossi Abballa var handtekinn í gær, grunaður um morðin. Abballa fæddist í úthverfi Parísar, Mantes-la-Jolie, en hann var handtekinn árið 2011 og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2013 fyrir að hafa ráðið hermenn til að berjast í heilögu stríði í Pakistan. Fyrr um daginn hafði Abballa svarið hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hollustueið í beinni útsendingu á Facebook og í gær kallaði fréttastofa samtakanna, Amaq, hann hermann Íslamska ríkisins.Fórnarlömb árásarinnar voru hjón, en karlmaðurinn var aðstoðarlögreglustjóri lögreglustöðvar nærri heimili þeirra. Á Abballa að hafa ráðist að heimili þeirra vopnaður hnífi um níuleytið, öskrandi „Allahu akbar“ eða Guð er mikill, samkvæmt vitnum. Á hann svo að hafa komið aftan að lögreglumanninum utan við hús hans og myrt hann áður en hann fór inn í húsið og byrgði fyrir dyrnar. Þá kom lögregla á vettvang á meðan Abballa á að hafa haldið konunni og barni þeirra í gíslingu. Pierre-Henry Brandet, talsmaður innanríkisráðuneytisins, segir lögreglu ekki hafa tekist að fá Abballa til að sleppa gíslunum og því hafi verið gert áhlaup á húsið upp úr miðnætti. Inni fundu lögreglumenn barnið á lífi en móðurina ekki. Hollande segir hjónin hafa verið myrt af hugleysi og segir Frakkland enn sæta umtalsverðri ógn af völdum hryðjuverkamanna. Hollande fundaði með öryggisyfirvöldum í Frakklandi í gær en neyðarástand hefur ríkt í landinu frá árásunum á París í nóvember. Í gær sagði Bernard Cazeneuve innanríkisráðherra að rúmlega hundrað hafi verið handteknir í Frakklandi, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk, á þessu ári. Facebook-reikningi Abballa var lokað stuttu eftir útsendinguna þar sem hann sór hryðjuverkasamtökunum hollustueið svo ekki er hægt að nálgast myndbandið lengur. David Thomson, franskur sérfræðingur í íslömskum hryðjuverkasamtökum og blaðamaður RFI, sagði á Twitter-síðu sinni að í myndbandinu hefði mátt sjá Abballa velta fyrir sér hvað gera ætti við barn hjónanna. Enn fremur segir hann Abballa hafa talað um Evrópumeistaramótið í knattspyrnu sem nú fer fram. „Evrópumeistaramótið verður kirkjugarður,“ sagði Thomson Abballa hafa sagt. Marc Trevidic, sem yfirheyrði Abballa eftir handtöku hans árið 2011, segir Abballa einn af átta manna hópi í viðtali við Le Figaro. Tveir úr þeim hópi hafi ætlað að ferðast til Lahore í Pakistan til að hitta yfirráðamann al-Kaída á svæðinu en verið handteknir þegar á flugvöllinn var komið. „Hann vildi heilagt stríð, það er víst. Hann hafði verið í þjálfun í Frakklandi, ekki herkænskuþjálfun heldur líkamlegri,“ sagði Trevidic.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira
„Þessar gjörðir eru óneitanlega hryðjuverk,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, við fjölmiðla í gær um tvö morð í París í fyrrakvöld. Hinn 25 ára gamli Larossi Abballa var handtekinn í gær, grunaður um morðin. Abballa fæddist í úthverfi Parísar, Mantes-la-Jolie, en hann var handtekinn árið 2011 og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2013 fyrir að hafa ráðið hermenn til að berjast í heilögu stríði í Pakistan. Fyrr um daginn hafði Abballa svarið hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hollustueið í beinni útsendingu á Facebook og í gær kallaði fréttastofa samtakanna, Amaq, hann hermann Íslamska ríkisins.Fórnarlömb árásarinnar voru hjón, en karlmaðurinn var aðstoðarlögreglustjóri lögreglustöðvar nærri heimili þeirra. Á Abballa að hafa ráðist að heimili þeirra vopnaður hnífi um níuleytið, öskrandi „Allahu akbar“ eða Guð er mikill, samkvæmt vitnum. Á hann svo að hafa komið aftan að lögreglumanninum utan við hús hans og myrt hann áður en hann fór inn í húsið og byrgði fyrir dyrnar. Þá kom lögregla á vettvang á meðan Abballa á að hafa haldið konunni og barni þeirra í gíslingu. Pierre-Henry Brandet, talsmaður innanríkisráðuneytisins, segir lögreglu ekki hafa tekist að fá Abballa til að sleppa gíslunum og því hafi verið gert áhlaup á húsið upp úr miðnætti. Inni fundu lögreglumenn barnið á lífi en móðurina ekki. Hollande segir hjónin hafa verið myrt af hugleysi og segir Frakkland enn sæta umtalsverðri ógn af völdum hryðjuverkamanna. Hollande fundaði með öryggisyfirvöldum í Frakklandi í gær en neyðarástand hefur ríkt í landinu frá árásunum á París í nóvember. Í gær sagði Bernard Cazeneuve innanríkisráðherra að rúmlega hundrað hafi verið handteknir í Frakklandi, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk, á þessu ári. Facebook-reikningi Abballa var lokað stuttu eftir útsendinguna þar sem hann sór hryðjuverkasamtökunum hollustueið svo ekki er hægt að nálgast myndbandið lengur. David Thomson, franskur sérfræðingur í íslömskum hryðjuverkasamtökum og blaðamaður RFI, sagði á Twitter-síðu sinni að í myndbandinu hefði mátt sjá Abballa velta fyrir sér hvað gera ætti við barn hjónanna. Enn fremur segir hann Abballa hafa talað um Evrópumeistaramótið í knattspyrnu sem nú fer fram. „Evrópumeistaramótið verður kirkjugarður,“ sagði Thomson Abballa hafa sagt. Marc Trevidic, sem yfirheyrði Abballa eftir handtöku hans árið 2011, segir Abballa einn af átta manna hópi í viðtali við Le Figaro. Tveir úr þeim hópi hafi ætlað að ferðast til Lahore í Pakistan til að hitta yfirráðamann al-Kaída á svæðinu en verið handteknir þegar á flugvöllinn var komið. „Hann vildi heilagt stríð, það er víst. Hann hafði verið í þjálfun í Frakklandi, ekki herkænskuþjálfun heldur líkamlegri,“ sagði Trevidic.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira